Rit Mógilsár - 2020, Blaðsíða 23

Rit Mógilsár - 2020, Blaðsíða 23
Rit Mógilsár 23 Kolefnisbinding Kolefnisforði í standandi trjálífmassa ofanjarðar jókst með auknum trjáfjölda á svipaðan hátt og viðarforði en frjósemi lands og landslag hef ur líka mikil áhrif eins og munur á milli staða sýndi (16. mynd). Rannsóknir Brynhildar Bjarnadóttur (2007) á kol­ efnis bindingu rússa lerkis á líkum aldri sem gerðar voru í Vallanesi á Fljótsdalshéraði sýna svipaðar niðurstöður og þessar mælingar. Að auki binst kol­ efni í neðanjarðarhluta trjánna og jarðvegi (Owona 2019), sem ekki var metið í rannsókn okkar. Snemmgrisjun Um 50% af standandi rúmmáli voru felld í snemm­ grisjun (17. mynd) og þannig fjarlægð um 60% af gróður settum plöntu m í meðferðum 3500 og 5000. Velta má fyrir sér hversu skyn samlegt það er að gróðursetja svo þétt því mikill kostnaður liggur að baki gróðursetningu og snemmgrisjun (2. tafla). Ef reiknaður er kostnaður á hvern felldan rúmmetra viðar í snemmgrisjun kemur í ljós að hann er um 14.000 kr. á m3 fyrir meðferð 3500 og um 24.000 kr. á m3 fyrir meðferð 5000. Þessi kostnaður er langt umfram það afurðaverð sem notað var í fram tíðar­ spánni (3. tafla). Af praktískum ástæðum þarf viður sem fluttur er lengri vegalengdir til úrvinnslu að vera í stöðluð­ um lengdum og hafa lágmarksþvermál til að nýtast. Venjulega eru lengdirnar þrír eða fjórir metrar og minnsta þvermál í grennri enda trjábols sex sentímetrar. Ef notað er fall sem reiknar upp­ mjókkun lerkitrjáa (Lárus Heiðars son og Pukkala 2011) kemur í ljós að lerki tré þarf að lágmarki að hafa tíu sentí metra þvermál í brjósthæð og hæð ekki und ir fimm metrum til að teljast nýtanlegt. Það var því einungis á Hjartarstöðum og í Mjóa nesi sem örlítið af nýtan legu efni var fellt í snemm grisjun inni 2018, því oftast eru stærstu trén ekki felld í snemm­ grisjun nema þau séu gæða lítil og voru einhver slík felld á fyrrnefndum stöðum. Á Litla­Steinsvaði og Sturluflöt hafa tré ekki náð þessu þvermáli. Það efni sem ekki fellur undir skilgreininguna „nýtanlegt efni“ út frá timburnytjum nýtist þó vissulega að einhverju leyti í nærumhverfinu sem kurl, eldiviður og girðingastaurar. Ef tilgangur ræktunarinnar er framleiðsla á efni til flettingar, þarf að snemmgrisja lerki þegar gróður­ setningarþéttleiki er á milli 3.000 og 5.000 tré á hektara (Héraðs­ og Austur lands skógar og Skógrækt ríkisins 2011). Þetta þarf að fara fram á meðan lerkið er enn mjög ungt af því að það er ljóselskara en önnur barrtré (Rantala 2007) og meðal­ og undirmálstré draga því hratt úr vexti þegar grunnflötur fer yfir 15 m2 á hektara í yngri lerkiskógum (Parvi ainen 2007). Of mikill þéttleiki dregur því úr þvermálsvexti í skóginum, sem seinkar myndun á nýtanlegu efni. Spá um framtíðar kolefnisbindingu Grisjanir hafa áhrif á kolefnisbindingu en áhrifin eru ekki afgerandi (18. mynd). Lotu lengd in fyrir meðferðirnar óháð fjölda grisjana var á bilinu 47­53 ár þegar hámarksarðsemi (NPV) af ræktun inni var valin við gerð framtíðar spár inn ar. Það sem stjórn ar að stórum hluta lengd vaxtarlotunnar er ávöxtunar­ krafan. Við lægri ávöxtunarkröfu hefði vaxtarlotan orð ið lengri í flestum tilvikum, sérstak lega fyrir skóga þar sem fjöldi gæðatrjáa er lítill. Aukinn upphafsþéttleiki skilar fyrst og fremst auk­ inni bindingu í fáeina áratugi í upphafi vaxtar lot unn­ ar (fyrir 35 ára aldur) sem er eðli legt fyrir ljós elska frumherja tegund eins og lerki. Þegar niður stöður framtíðarspárinnar voru skoðaðar fyrir með ferðir 3500ES og 5000ES sást að mikil sjálf grisjun hófst við 30 ára aldur og var viðvarandi fram að lokahöggi (4. tafla). Kostnaður vegna bindingar á kol efni eykst með auknum trjáfjölda og niður stöð ur þess ar ar rann sóknar sýna að sleppa eigi snemm grisjun ef megintilgangur rækt unar innar er kolefnisbinding (21. mynd). Ef ákveð ið er að horfa til áhrifanna yfir lengri vaxtarlotu væri hugsan lega hag kvæmara að gróður­ setja færri plöntur í upphafi, sleppa snemm grisjun og koma þá seinna inn með fyrstu grisj un, þegar skógurinn er á hæðarbilinu 7­10 metrar, og fengist þá út úr fyrstu grisjun nýtan legt efni sem myndi greiða kostnaðinn við hana eitthvað niður og jafnframt auka kolefnis bind ingu til lengri tíma litið. Tekjur af ræktuninni Aukinn upphafstrjáfjöldi hafði lítil áhrif á arðsemi ræktunarinnar yfir eina vaxtarlotu þegar tekjur af ræktuninni á núvirði (NPV) voru há markaðar og til­ gang ur ræktunarinnar var fram leiðsla á efni til flett­ ingar (22. mynd). Með auknum upphafs trjá fjölda eykst líka þörfin á grisjunum og kostnaður við grisjanir er hár hér á landi samanborið við nágrannalöndin (Fred rik Karlson 2020, Videskog Finnlandi, munnleg heimild). Það efni sem tekið er út í grisjunum er einnig að stærstum hluta iðnviður sem ekki er mikill markaður fyrir á Austurlandi eins og sakir standa, en það gæti breyst fljótt. Það sem hins vegar hafði afgerandi áhrif á arðsem­ ina var fjöldi gæðatrjáa (21. mynd). Það er því mikil­ vægt að skógareigendur haldi trjám ein stofna með því að saga eða klippa af auka stofna og aukatoppa af þeim. Að auki skilar greinahreinsun (uppkvistun) kvistlausum viði sem eykur einnig viðargæði og ætti að skila sér í hærra afurðarverði.

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.