Rit Mógilsár - 2020, Blaðsíða 21

Rit Mógilsár - 2020, Blaðsíða 21
Rit Mógilsár 21 Umræður Munur á milli staða Þeir staðir þar sem tilraunin var sett út eru eins kon­ ar langskurður af Fljótsdalshéraði og endur spegla einnig tvær algengar landgerðir á svæðinu sem nýttar eru til lerkiræktar. Niður stöðurnar sýna að skilyrði til ræktunar lerk is eru mis jöfn innan Hér­ aðs. Bestur var vöxtur inn í Mjóa nesi og á Hjartar­ stöðum og var hann mjög svipaður samkvæmt þessum mæ l ing um. Vænta má að yfirhæð flestra mæliflat anna þar verði á bilinu 16­18 metrar við 80 ára aldur. Grunnflatarvegið meðalþvermál og aðrar stærðir voru einnig mjög svipaðar í Mjóa nesi og á Hjartarstöðum. Það kemur trú lega einhverjum á óvart hversu góður vöxtur er á Hjartar stöðum, en lengi vel voru uppi efa semdir um að skóg rækt væri mögu leg utan við Eiða (Haukur Ragn ars son 1977). Hér er þó verið að bera sam an sama efni við sem allur var gróður settur á sama tíma og á nokkuð sam bærilegri land gerð (jarð djúp um fjalldrapamóa), þannig að saman­ burðurinn ætti að vera nokkuð óbjagaður. Erfiðustu skilyrðin til skógræktar í þessari rann sókn voru á Litla­Steinsvaði en þar stend ur til raun in á hæð og hefur því ekkert landslags skjól sem hefur áhrif á vöxt lerkisins eins og sést á rúmmálsvexti (12. mynd). Þar má búast við að yfirhæðin verði á bilinu 11­13 metrar við 80 ára aldur miðað við vöxt inn fyrstu 15 árin. Á Sturluflöt verður áætluð yfirhæð lerkisins litlu hærri, eða á bilinu 13­16 metrar við 80 ára aldur. Landið sem tilraunin var sett í á Sturlu flöt var mjög illa farin fjallshlíð með lítilli gróður þekju og þunnum jarðvegi og var talið ónothæft sem beiti land. Mikið er af slíku landi á innanverðu Hér aði og hefur landgræðsla með því að gróðursetja lerki í það gefið góða raun (Sigurður Blöndal og Skúli Björn Gunnarsson 1999). Þar sem vaxtargeta skóga ræðst ekki síst af frjósemi jarðvegs (Smith o.fl. 1997), þarf ekki að koma á óvart að vaxtargeta lerkisins hafi verið heldur minni þar en í Mjóanesi og á Hjartarstöðum. Það verður fróðlegt að fylgjast með framvindunni á Sturluflöt vegna þess hversu rýrt landið er þar og frekar takmarkaðar upplýsingar eru til um vöxt lerkis yfir lengri tíma á svo rýru landi á Fljótsdalshéraði. Það sem vekur einna mesta athygli í niður stöðun­ um er sá mikli munur sem er á vexti lerkis á Hjartar­ stöðum og Litla­Steinsvaði, en einungis 8 kílómetrar skilja þessa staði að í beinni loftlínu. Hins vegar er staðsetning tilraunarinnar í svip uðu landslagi á Hjart ar stöðum og Mjóanesi, í neðanverðum hlíð um stórra hálsa, en svæð ið á Litla­Steinsvaði aftur á móti uppi á op inni hæð í annars flötu landi. Af þessu má álykta að skjól af landslagi hafi meiri áhrif á út komu skóg ræktar en land fræði leg stað setning, svo sem fjarlægð frá sjó. Það er m.a. af þessum ástæðum sem ekki er hægt að meta skóg ræktar skil yrði með ein földum þumal fingurs regl um eða hita tölum frá veður athugunar stöðvum heldur þarf að skoða að­ stæð ur á hverjum stað fyrir sig. Þetta er í samræmi við niðurstöður Arnórs Snorra sonar (1986) í úttekt á vexti lerkis um allt land. Hann komst að því að álíka mikill munur er á vexti lerkis innan landsvæða og á milli þeirra. Í stuttu máli teljum við líklegt að landslags staða til raunarinnar á Litla­Steinsvaði og rýr jarðvegur á Sturlu flöt skýri að mestu vaxtar mun lerkisins á þess­ um stöðum og hin um tveim ur. Land fræðilega dreif­ ingin (lang skurð ur inn af Héraði) skýrir ekki muninn á vexti lerk is ins og því er ekki hægt að álykta um skóg ræktar skilyrði miðað við t.d. fjar lægð frá sjó út frá þessum niðurstöðum. Áhrif upphafsþéttleika á vöxt Ef yfirhæð er skoðuð, virðist við fyrstu sýn sem gróska (vaxtargeta) aukist með trjáfjölda þéttleika­ meðferðanna í tilrauninni (3. og 4. mynd), en hún er að jafnaði metin út frá yfir hæðar vexti (Smith o.fl. 1997). Þetta kom einnig fram í fyrri úttekt og var túlkað þannig þá (Þór veig Jóhannsdóttir o.fl. 2013). Þetta var þó ekki raunin í rannsókn okkar þar sem þetta kom ekki fram í samsvarandi aukningu á þvermáls vexti trjánna (10. mynd). Það er þekkt að í þétt um skógi verður baráttan um sólarljós og stöðu í skóginum mikil sem veldur því að tré setja auk­ inn kraft í hæðarvöxt, oft á kostnað þver máls vaxtar (Vuokila 1993). Af þessum sök um verður fróðlegt að fylgjast með hvort þessi þró un viðhelst í þeim reitum sem voru snemm grisjaðir árið 2018. Ekki var marktækur munur á grunnflatarvegnu meðal þvermáli trjáa á milli meðferða og út frá þeim niðurstöðum má ætla að þéttleiki sé ekki farinn að hafa áhrif á þvermálsvöxt. Ein hver hluti trjáa var þó enn undir tveggja metra hæð og því mun laufkrónan lagskiptast þegar vaxtarrýmið minnkar (Smith o.fl. 1997). Í ógrisjuðu reitunum mun þéttleikinn því fljót lega valda því að draga tekur úr þvermálsvexti undirmálstrjánna (Vuokila 1993). Það verður því fróðlegt að taka út áhrif snemmgrisjunarinnar eftir 5 ár. Mjög góður þvermálsvöxtur er í til raun inni og í Mjóanesi og á Hjartarstöðum hafa sverustu tré náð um 12 sm þvermáli í brjósthæð á 15 árum. Í fyrri rannsókn Þórveigar Jóhannsdóttur o.fl. (2013) kom fram að marktækur munur var árið 2011 á milli yfirhæðar í Mjóanesi og hinna stað anna. Þór veig gerði einnig aðhvarfsgreiningu á línu legu sam bandi milli yfir hæðar og raun veru legs þétt leika í öllum með ferð unum, fékk marktækt já kvætt sam band og útskýrði þétt leikinn 16% af breytileikanum í yfirhæð (Þórveig Jóhannsdóttir o.fl. 2013). Þetta var einnig gert í þessari rannsókn. Hefur sambandið aukist og útskýrir þéttleikinn nú 22% af breytileika í yfirhæð. Stærð trjáa skiptir miklu máli um hagkvæmni um­ hirðu aðgerða eins og grisjunar. Það er því mikil­ vægt að hvert tré sé sem rúmmálsmest til að ná kostn aði við grisjun niður, þar sem kostnaður á hvern felldan rúmmetra lækkar eftir því sem rúm­

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.