Rit Mógilsár - 2020, Blaðsíða 24

Rit Mógilsár - 2020, Blaðsíða 24
24 Rit Mógilsár Lokaorð Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að lítil sam­ keppni var hafin um vaxtarrými 15 árum eftir gróður­ setningu, óháð upphafsþéttleika. Afföll í til rauninni voru lítil og lægri en í fyrri úttektum á Héraði á öllum stöðum nema Litla­Steinsvaði, en þar voru afföll þau sömu og meðalafföll í úttekt Valdimars Reynissonar (2008) eða um 30%. Mikill munur var á vexti á milli staða, en sambæri­ legur vöxtur var í Mjóanesi og á Hjartar stöðum. Þar á eftir kom Sturluflöt og minnstur var vöxturinn á Litla­ Steinsvaði. Það sem veldur þessum mikla vaxtar­ mun eru væntanlega mis munandi vaxtar skilyrði á stöðunum, en jarð vegsgerð og skjól af landslagi eru líklegustu skýringarnar. Jákvæð áhrif af auknum upphafsþéttleika voru minni afföll, færri aukastofnar (minna kal) og meiri hæðarvöxtur. Þessi áhrif benda til þess að með auknum upphafsþéttleika myndist fyrr sjálf skýlingar­ áhrif sem hafi sannanleg jákvæð áhrif í upp hafi ræktunarinnar. Aukinn upphafsþéttleiki skilar fyrst og fremst auknum vexti í fáeina áratugi (undir 35 ára aldri) í upphafi vaxtarlotunnar fyrir ljóselska frumherjategund eins og rússalerki (19. mynd). Aukinn upphafsþéttleiki hafði lítil áhrif á arð semi ræktunarinnar yfir eina vaxtarlotu þegar tekjur af ræktuninni á núvirði (NPV) eru há markaðar og gert ráð fyrir að öll tré sem náð hafa tilskilinni stærð séu gæðatré og hægt sé að nýta þau til flettingar. Það sem hefur afgerandi áhrif á arðsemina í raun er fjöldi gæða trjáa. Hafa verður í huga að aukinn upp hafs þétt leiki eykur mjög kostnað við viðar fram­ leiðslu og kolefnisbindingu (21. mynd), sérstak lega ef skógurinn er snemmgrisjaður. Niðurstöður okkar benda til þess að nægjanlegt sé að gróðursetja á bilinu 2.500–3.000 plöntur á hektara í lerkirækt á Héraði, eftir því hversu mikil hætta er á afföllum í upphafi. Þó ber að hafa í huga að afföll eru sjaldnast jöfn yfir rækt unina og því betra að bregðast við þeim með íbótum frekar en auknum upphafsþéttleika. Einnig kom fram að snemmgrisjun hækkaði kostnað­ inn við ræktunina umtalsvert og var tilgangslaus ef markmiðið er kolefnisbinding. Til þess að fá ná­ kvæm ari niður stöð ur væri nauðsyn legt að flétta saman ábata kolefnis bindingar og viðarnýtingar og meta þannig hámarks arðsemi ræktunarinnar. Einnig væri vert að rann saka betur áhrif einingaverðs mis­ mun andi afurða á val á ræktunarforskrift. Þakkir Höfundar vilja þakka Framleiðnisjóði land bún að­ ar ins sem styrkti verkefnið fjárhagslega ár ið 2017 (mál númer 17­010). Einnig viljum við þakka Þresti Eysteinssyni fyrir yfirlestur og góð ar ábendingar.

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.