Rit Mógilsár - 2020, Blaðsíða 7

Rit Mógilsár - 2020, Blaðsíða 7
Rit Mógilsár 7 Yfirhæð er skilgreind sem meðalhæð þeirra 100 trjáa sem hafa mest þvermál á hektara. Það þýðir að á 100 m2 mælifleti er sverasta tréð mælt og not að sem yfirhæðartré. Við rúmmálsútreikninga var notuð jafna Norr by (1990) fyrir bolviðarrúmmál rússa­ og síberíu lerkis: þar sem V er bolviðarrúmmál með berki í rúm desí­ metrum (lítrum), d1,3 er þvermál í 1,3 metra hæð (brjóst hæð) í sentímetrum og h er hæð viðkomandi trés í metrum. Við lífmassaútreikninga var notuð jafna Arnórs Snorra sonar og Stefáns Freys Einarssonar (2006) fyrir lífmassa rússa­ og síberíulerkis ofanjarðar: þar sem H80 er yfirhæð skógarins við 80 ára aldur, H er núverandi yfirhæð, T1 er 80 (ár) og T2 er aldur skógarins í dag í árum. Í niðurstöðum var meðaltal á báðum mæliflötum í hverri endurtekningu meðferða notað. Í meðferð­ um 1000, 2000 og 3500 á Sturluflöt, Hjart ar stöðum og Litla­Steinsvaði var saman lagt flatar mál beggja mæliflatanna í hverri endur tekn ingu 400 m2 en 200 m2 fyrir meðferð 5000 á sömu stöðum. Í Mjóa­ nesi er samanlögð stærð mæliflatanna í hverri endurtekningu 1.600 m2. Við gerð framtíðarspár voru notaðar mælingar úr þeim meðferðum sem voru snemmgrisjaðar, þ.e. meðferðir 3500 og 5000. Eftir mælingarnar var helmingur flatarmáls (50x50 metrar) af öllum meðferðum sem höfðu upphafs­ þétt leika 3.500 og 5.000 tré á hektara snemm grisj­ aður í apríl og maí 2018, nema á Litla­Steins vaði, þar sem einungis voru sagaðir af aukastofnar. Þar var skógurinn ekki búinn að loka sér og ekki enn komið að snemmgrisjun. Trjáfjöldi á hektara eftir snemmgrisjunina í með ferð 3500 varð 1.500 tré á hektara, en það er samkvæmt ráðleggingum sem Skógræktin gefur (Héraðs­ og Austurlandsskógar og Skóg rækt ríkisins 2011). Í meðferðinni 5000 tré á hektara var snemmgrisjað niður í 2.000 tré á hektara. Til að skoða hvaða áhrif snemmgrisjun og gris j anir hafa á viðarvöxt og kolefnisbindingu voru vaxtar­ líkön fyrir lerki (Lárus Heiðarsson og Pukkala 2011, 2012) látin framreikna vöxt að loka höggi eða eina vaxtarlotu. Gerðar voru þrjár framtíðar spár fyrir allar meðferðir, sem í var engin, ein eða tvær grisjanir en einnig var skoðað hvaða áhrif það hefur á viðarvöxt að sleppa snemmgrisjun í meðferðunum 3500 og 5000 tré á hektara. Samtals voru gerðar 66 spár. Við útreikningana var notaður hermir (simu lator) sem heitir Arborex og hannaður er af Timo Pukkala. Reikniritinn (algorithm) í herm inum sem notaður var við bestunina (op ti mization) er kenndur við Hooke og Jeeves „direct search“ (Hooke og Jeeves 1961). Var hann látinn hámarka tekjur á núvirði (net present value, NPV) af ræktuninni miðað við gefnar forsendur (2. og 3. tafla) og 3% ávöxtunarkröfu á fjárfestinguna. Kostnaður vegna jarðvinnslu, gróðursetningar og snemmgrisjunar var fenginn af vef Skógræktar­ inn ar 2019 (Skógræktin 2019). Kostnað ur vegna plöntukaupa var meðalverð hjá nokkrum framleið­ endum árið 2019 miðað við verð á plöntum í 67 gata bökkum. Við kostnað af gróðursetningu var að auki bætt umsjónar gjaldi og áburðargjöf. Í spánni var notaður raun kostnaður vegna snemmgrisjunar í til raunar eitunum á Hjartarstöðum, í Mjóanesi og á Sturlu flöt. Trjáfjölda á hektara fyrir mis munandi meðferðir má sjá á 6. mynd. Upplýsingar um verð á flettiefni og iðnviði voru fengnar frá skógarverðinum á Hallormsstað (munn­ leg heimild Þór Þorfinnsson 2019) en verð á eldiviði var áætlað að væri um helmingur af verði iðnviðar. Skilgreiningar á lágmarksþvermáli í mjóenda og lengd bola eru fengnar frá Skógræktinni. Í framtíðarspánni var áætlað að öll tré væru gæða­ tré (nýtanleg til flettingar) þó að það verði örugg­ lega ekki raunin. Þetta var gert svo auðveldara væri að bera sam an framtíðar viðar vöxt á milli staða og mismunandi grósku flokka óháð fjölda gæðatrjáa. Einnig var gerð greining á því hvaða áhrif mismunandi fjöldi gæðatrjáa hefur á fjárhagslegan ávinning af ræktuninni. þar sem W er ofnþurr (þurrkað við 105°C) lífmassi ofanjarðar í kílógrömmum, d1,3 er þver mál í brjóst­ hæð og h er hæð. Við rúmmáls­ og lífmassaútreikninga var rúmmál og lífmassi allra mældra trjáa reiknað út og síðan margfaldað upp í rúmmetra (m3) eða tonn (t) á hektara. Með því að deila standandi rúmmáli á hekt­ ara með aldri skógarins fæst meðaltal árlegs vaxtar (m3 á hektara og ár). Núverandi eða hlaup andi vöxtur (m3 á hektara og ár) var hér skilgreindur sem meðaltal árlegs viðarvaxtar frá 9 ára aldri, við úttekt Þórveigar Jóhannsdóttur (2012), til 15 ára ald urs sem var aldur skógarins við þessa úttekt. Við útreikninga á grósku var notuð jafna sem lýsir þróun yfirhæðarvaxtar með aldri fram til 80 ára aldurs (Lárus Heiðarsson og Pukkala 2012):

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.