Hinsegin dagar í Reykjavík - aug 2015, Qupperneq 14

Hinsegin dagar í Reykjavík - aug 2015, Qupperneq 14
voru óhrædd við að svara fullum hálsi þegar samnemendur þeirra notuðu þess háttar orðalag og reyndu þar með að kenna umhverfinu hvernig væri rétt að tala – því hvorki kennararnir né skólinn voru að sinna því hlutverki. Það var hins vegar greinilegt að þeim þótti óþægilegt að þurfa að standa í slíku karpi innan skólans. Frásagnir sem þessar eru algengar í fræðigreinum sem skoða upplifun hinsegin nemenda af skólakerfinu. Til dæmis hafa breskar kannanir sýnt að fæstir þarlendir kennarar bregðast við þegar þeir heyra af eða verða vitni að hómófóbískri málnotkun í vinnunni, enda hafa fæstir þeirra þekkingu eða reynslu til að bregðast við slíku. Ég held að það sé óhætt að fullyrða að kennarar hérlendis séu í svipaðri stöðu enda er hinseginfræðsla ekki hluti af náminu í kennaraháskólanum. Hvernig lýstu nemendur áhrifum þessa á tilfinningalíf sitt? Þau höfðu öll upplifað leiða og þunglyndi þegar þau uppgötvuðu að þau væru öðruvísi. Það að uppgötva að maður er öðruvísi er ákveðið sjokk sem þarf að vinna sig út úr. Að mínu mati taka hinsegin ungmenni út þroska miklu fyrr en gagnkynhneigðir samnemendur þeirra vegna þess að sú uppgötvun að einstaklingur sé hinsegin kallar á mikla sjálfsskoðun og spurningar: Hvaða hindranir er samfélagið að fara að setja mér? Hvað get ég núna gert og hvað ekki? Krakkarnir hafa þurft að pæla mikið í framtíð sinni og tekið út töluverðan þroska, sem er að mörgu leyti gott. Í rannsókninni kalla ég þetta tilfinningalegt auðmagn sem þau hafa safnað að sér. Þau eru orðin rík af styrk og visku sem sést til dæmis á því að þau eru óhrædd að tjá sig um flóknar tilfinningar, til dæmis á fésbókinni eða í skólablöðum. Það ber merki um mikinn tilfinningaþroska. Var upplifunin ólík eftir kynjum? Ég myndi segja það, þó að sjálfsögðu sé erfitt að alhæfa út frá svona litlum hópi. Við getum sagt að stelpurnar voru mun jákvæðari gagnvart öllu ferlinu, því að koma úr skápnum og vera hinsegin í skólanum, heldur en strákarnir. Þær litu frekar á þetta sem jákvæða reynslu sem myndi nýtast þeim vel í framtíðinni. Stelpurnar voru gjarnari á að vera aktívistar og tóku oftar upp á því að rísa gegn umhverfinu sem skólinn þeirra skapaði þeim. Ég hef túlkað þetta að hluta til sem viðbrögð við tvöfaldri jaðarsetningu sem stelpur í þessari stöðu upplifa oft: að vera kona og vera lesbía. Þegar ég ræddi við strákana var þessari reynslu oftar lýst sem neikvæðri upplifun. Þeir skiptust í tvo hópa, annars vegar hóp sem var gagnrýninn á algengar staðalímyndir sem birtast af hommum í menningu okkar – kvenlegir karlmenn sem elska að eyða tíma með stelpum og versla. Hinn hópurinn lét slíkt minna fara í taugarnar á sér en lagði áherslu á mikilvægi þess að þeir fengju að hegða sér og tjá sig eins og þeir kysu og taldi mikilvægt að storka viðteknum normum í skólanum. Eru niðurstöðurnar úr þinni rannsókn í samræmi við sambærilegar erlendar rannsóknir? Já, að mörgu leyti eru mínar niðurstöður í samræmi við það sem rannsóknir erlendis hafa verið að sýna fram á. Skólar og skólakerfi eru íhaldssamar, heterósexískar og heterónormatívar stofnanir sem reyna að viðhalda ákveðnu rými fyrir gagnkynhneigð gildi og gera ráð fyrir að allir séu gagnkynhneigðir. Ég hef einnig verið að skoða skólakerfin á Norðurlöndunum og viðhorf til hinsegin nemenda en þar má greina sömu erfiðleika. Við lítum oft á Norðurlöndin sem fyrirmynd fyrir restina af heiminum þegar kemur að réttindamálum hinsegin fólks – nokkurs konar hýra útópíu – en samt sem áður eru þarlend skólakerfi að viðhalda þessari gjá sem ég nefndi áður milli skólans og samfélagsins. Þar má sjá framsækið samfélag og afturhaldssamt skólakerfi, oft undir þeim formerkjum að það þurfi að vernda börnin. Hvað myndir þú ráðleggja skóla- stjórnendum og öðrum sem starfa í skólum? Oft spurði ég krakkana sem tóku þátt í rannsóknni hvað þau myndu gera ef þau væru við stjórnvölinn og það var tvennt sem þau nefndu. Annars vegar sögðust þau vilja auka fræðslu (eða vera yfirhöfuð með einhverja fræðslu!) um þennan málaflokk og haga fræðslunni þannig að hún væri ekki átaksvika einu sinni á ári heldur samofin námsefninu sem fyrir væri. Til dæmis mætti íslenskukennsla fela í sér að lesa bókina Mánastein eftir Sjón og fjalla um hana í framhaldinu. Hitt sem þau nefndu var að auka sýnileika, til dæmis að námsráðgjafar fengju regnbogafána til að hengja upp á skrifstofunni til að sýna að þar væri öruggt svæði til að ræða þessi mál eða með því að stofna hinsegin klúbba innan skólans. Af hverju ætti þessi hópur að sækja sína þjónustu utan skólanna þegar innan þeirra eru starfandi margs konar klúbbar? Sjálfur myndi ég ráðleggja skólastjórnendum í fyrsta lagi að marka sér skýra stefnu og í öðru lagi að tengja hana við jafnréttis- og eineltisstefnu, sem flestir skólar hafa tileinkað sér. Ég hef skoðað skólastefnur allra framhaldsskóla landsins og aðeins lítill hluti þeirra inniheldur eitthvað sem tengist hinsegin málefnum. Bara það að laga stefnuna og tengja hana við aðgerðaáætlun væri stórt skref. Geturðu talað aðeins um það hvers vegna stuðningur frá öðrum hinsegin einstaklingum skiptir máli fyrir nemendur í framhaldsskólum? Fyrirmyndir skipta alltaf miklu máli. Skólar og skólakerfi eru íhaldssamar, heterósexískar og heterónormatívar stofnanir sem reyna að viðhalda ákveðnu rými fyrir gagnkynhneigð gildi og gera ráð fyrir að allir séu gagnkyn- hneigðir. „ “ 14
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.