Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2015, Síða 18

Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2015, Síða 18
„Bíddu,“ hvíslaðir þú, „bíddu og skríddu,“ og á sumarhimni grillti í fyrstu sólargeislana sem muldruðu lygar um framtíð sem aldrei verður. Fullnægð með hjartslátt í leginu tókstu um sveitta hönd mína eftir leynifundinn á fatlaðraklósettinu á skemmtistaðnum og sagðir að klukkan væri alltof margt þegar mér fannst hún vera of lítið. Ég mála mynd af þér á eldhúsvegginn, skrifa til þín ljóð sem ríma svo þú sjáir að ég bý yfir meiri einlægni og dýpt en hinir sem segjast elska þig. Ég hrópaði háfleygt og tilgerðarlega svo leigubílstjórinn komst við (eða var hann hneykslaður?): Syndin er falleg þegar hún kemur frá sönnum stað! Þú fálmaðir flóttalega eftir hurðarhúninum á heimili þínu, varir mínar rauðar af túrblóðinu þínu svo hárið klístraðist við blóðuga kinnina, en þú snerir þér undan og hvíslaðir „bíddu,“ kreistir sveitta höndina „skríddu,“ svo kvaddir þú og bættir við „feldu þig“. Með túrblóðinu mínu mála ég mynd af þér á svefnherbergisvegginn, finn lyktina af járni í munnvikum og sólarupphituðum leðursætum í leigubíl á árum áður í morgungeislum, kyssi varir á blóðrauðum vegg á meðan sólin muldrar lygar um framtíð sem aldrei verður. Með hjartslátt í leginu Júlía Margrét Einarsdóttir Skáld Hinsegin daga þetta árið er Júlía Margrét Einarsdóttir. Júlía er 28 ára gömul og heimspekimenntaður rithöfundur. Eftir hana hafa birst ljóð og smásögur í safnritum en fyrsta skáldsaga hennar, Sirkús, er væntanleg næsta vor. Sögurnar birtust áður fyrr á þessu ári í vefljóðagalleríinu „2015 er gildra“. 18

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.