Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2015, Side 32

Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2015, Side 32
Hinsegin dagar mála bæinn… í regnbogalitum Ljósmyndasýning og götumálun á Skólavörðustíg Photo exhibition and rainbow street painting Skólavörðustígur við Bergstaðastræti, þriðjudaginn 4. ágúst klukkan 12:00. The corner of Skólavörðustígur and Bergstaðastræti, Tuesday 4 August at 12 p.m. Dagskrá Hinsegin daga 2015 hefst með bráðskemmtilegum viðburði í hjarta miðborgar Reykjavíkur. Formaður Hinsegin daga, Eva María Þórarinsdóttir Lange og borgarstjóri Reykjavíkur Dagur B. Eggertsson munu þá opna ljósmyndasýning á Skólavörðustíg og taka þátt í götumálun þar sem Skólavörðustígnum verður breytt í regnboga. Ljósmyndasýningin er á vegum ljósmyndarans Geirax og kemur úr einkasafni hans en Geirix hefur myndað gleðigönguna og viðburði tengda hátíðinni í fjöldamörg ár. Á sýningunni er brugðið upp 24 ljósmyndum frá ýmsum viðburðum Hinsegin daga frá síðasta áratuginn. Sumar þeirra hafa ekki áður birst opinberlega. Götumálun Skólavörðustígs er unnin í samstarfi við Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar og er hluti af verkefninu „Sumargötur” í miðborg Reykjavíkur. Hinsegin dagar hvetja gesti til að fjölmenna á staðinn og aðstoða við málningarvinnuna. Málning verður á staðnum svo og takmarkað magn málningarpensla og fólk er því hvatt til að koma með eigin pensla og rúllur. The president of Reykjavik Pride, Eva María Þórarinsdóttir Lange and the mayor of Reykjavik, will officially open the Reykjavik Pride festival week on Skólavörðustígur street and launch a photographic exhibition by Geirix, covering the history of Reykjavik Pride from 1993. This opening event also includes street painting, but Skólavörðustígur street will be painted in rainbow colors as a part of Reykjavík City’s “Summer Streets” programme. Everyone is invited to assist in the street painting and guests are encouraged to bring their own paint brushes. Stellukvöld – dagskrá í minningu Stellu Hauks Stella night – a tribute to Stella Hauks Iðnó, Vonarstræti 3, þriðjudaginn 4. ágúst kl. 21:00. Aðgangur: 1.500 kr. Pride-passi gildir. Iðnó, Vonarstræti 3, Tuesday 4 August at 9 p.m. Admission: 1.500 ISK. Pride Pass valid. Fyrsti kvöldviðburður Hinsegin daga í ár er dagskrá til heiðurs tónlistar- og baráttukonunni Stellu Hauks en hún lést í janúar síðastliðnum, rösklega sextug að aldri. Dagskráin samanstendur af tónlistarflutningi, þar sem lög Stellu verða í brennidepli, í bland við frásagnir vina og kunningja sem rifja upp ýmsar minningar og sögur af þessari merku konu. Viðburðurinn er að sjálfsögðu öllum opinn, bæði þeim sem þekktu til Stellu og þeim sem vilja fræðast um hana og þátt hennar í tónlistarsögu og ekki síður hinseginsögu Íslands. The first evening Pride event this year is a tribute to the musician and lesbian activist Stella Hauks, who passed away last January. The programme includes some of Stella’s songs, performed by Icelandic musicians, as well as stories and tales told by Stella’s friends who share their memories of this remarkable woman with the audience. Please note that this event will be in Icelandic. „Það var og verður aldrei til nema ein Stella Hauks. Stella sem ég sá í fyrsta skipti á baráttufundi fyrir yfir þrjátíu árum þar sem hún hélt í höndina á konunni sinni, fyrsta opinbera og þekkta lesbíu- parið á Íslandi það ég vissi. Stella sem var fyrst kvenna til að yrkja í orðum og tónum um lesbískar ástir. Stella sem var söngvaskáld og baráttukona. Stella djammari og partýflæðandi, Stella grallari í hláturskasti, Stella huggari og trúnaðarvinkona, Stella hvetjari og skápaútdustari. Eldgos og snjó- flóð í einni konu, heillandi og hættuleg í senn.“ – Margrét Pála Ólafsdóttir 32

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.