Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2015, Síða 43

Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2015, Síða 43
Tónleikar Hinsegin kórsins Reykjavík Queer Choir concert Fríkirkjunni í Reykjavík, föstudaginn 7. ágúst kl. 19:30. Aðgangseyrir: 2.000 kr. í forsölu. Við hurð: 2.500 kr. Pride-passi veitir 500 kr. afslátt við hurð. Fríkirkjan Church, Friday 7 August at 7:30 p.m. Pre-sale tickets: 2.000 ISK. Full price tickets: 2.500 ISK. 500 ISK discount at the door with Pride pass Líkt og fyrri ár efnir Hinsegin kórinn til tónleika í tilefni Hinsegin daga. Kórinn hefur á undanförnum árum getið sér afar gott orð fyrir góðan söng og skemmtilega framkomu en kórinn syngur undir stjórn tónlistarkonunnar Helgu Margrétar Marzellíusardóttur. Hinsegin kórinn hefur komið víða fram, bæði hér heima og erlendis, en kórfélagar eru nú nýkomnir heim frá London þar sem kórinn var gestakór á tónleikum hins breska hinsegin kórs Pink Singers sem kom fram á tónleikum í Reykjavík árið 2013. Efnisskrá tónleikanna að þessu sinni er afar fjölbreytt og því ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Forsala miða fer fram hjá kórfélögum og í Kaupfélagi Hinsegin daga. Hinsegin kórinn er öllum opinn að undangengnum raddprófum. Næstu raddpróf fara fram mánudaginn 10. ágúst en nánari upplýsingar má finna á Facebook-síðu kórsins. The Reykjavík Queer Choir performs in Fríkirkjan Church in Reykjavík on Friday 7 August. The choir just arrived in Reykjavik after performing as special guests at concerts in London hosted by the longest-running LGBT choir in Europe, the Pink Singers. The programme includes a great variety of songs so everyone should find something to their taste. Kvöldtónleikar með Herði Torfasyni Evening concert with Hörður Torfason Iðnó, Vonarstræti 3, miðvikudaginn 5. ágúst kl. 20:00. Aðgangur: 2.000 kr. Pride-passi gildir. Iðnó, Vonarstræti 3, Wednesday 5 August at 8 p.m. Admission: 2.000 ISK. Pride Pass valid. Hinsegin dagar kynna með stolti kvöldtónleika með einum áhrifamesta listamanni þjóðarinnar og baráttumanni fyrir hinsegin mannréttindum, Herði Torfasyni. Tónleikarnir spanna ævintýralegt líf hans frá upphafi ferilsins til útlegðar í Kaupmannahöfn og fram að efnahagshruninu 2008. Hörður er þekktur fyrir að fjalla um tilfinningar og fjölbreytilegt eðli manneskjunnar í gegnum tónlist sína og samræður við áhorfendur og ljóst er að um er að ræða einstakan tónlistarviðburð sem haldinn er sérstaklega fyrir gesti Hinsegin daga. Lj ós m yn d: F in nb og i M ar ín ós so n Reykjavik Pride is proud to present a special concert with one of Iceland’s most prolific singers/songwriters and queer activists, Hörður Torfason. Hörður was a successful actor and musician when he became the first public persona in Iceland to come out as gay in the media in 1975, which had dire consequences for his life and career. Hörður was moreover the main instigator of Samtökin´78, the National Queer Organization of Iceland. This event spans Hörður’s career from the time his first album was released in 1971 to the economic crisis in 2008, and the musician and activist will perform some of his greatest songs and discuss various aspects of human existence. Please note that this event is in Icelandic. 43

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.