Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.04.2021, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 24.04.2021, Qupperneq 2
Til Sölu OPEL GRANDLAND X ULTIMATE PLUG IN HYBRID Árgerð 2020, ekinn 18.000 km. 300 hö og hlaðinn aukabúnaði Nývirði er um 7.300.000.- hjá umboði VERÐ kr. 6.290.000,- Nánari upplýsingar: Guðmundur Albertsson - Gæðabílar Sími/Tel: +354 897 1017gaedabilar.is Börnin á Jörfa mættu í sýnatöku Mikill fjöldi barna af leikskólanum Jörfa mætti í sýnatöku í gær í skimunarstöðinni á Suðurlandsbraut, en rúmlega 100 fjölskyldur hafa verið í sóttkví í viku vegna manns sem virti ekki sóttkví og einangrun. Börnin gengu f lest hver út frekar súr í bragði enda sýnatakan nokkur áraun fyrir smáfólkið. Alls eru 19 starfsmenn Jörfa smitaðir og ljóst að lítið verður um hefðbundið leikskólastarf í Jörfa í næstu viku. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR SKIPULAG „Ef allt gengur að óskum verður þarna skemmtilegur þakbar og það er markmiðið með þessari skipulagsbreytingu að fá að byggja glerskála þannig að hægt sé að sitja á svölunum í færanlegu gluggakerfi allan ársins hring,“ segir Jóhannes Stefánsson, framkvæmdarstjóri Lindarvatns sem á fasteignirnar á Landssímareitnum. Lindarvatn hefur sótt um til byggingarfull­ trúa að bæta við skála á þaksvalir á 5. hæð Thorvaldsensstrætis 6 til að gera svokallaðan þakbar, eða „rooftop bar“. Flestir þannig barir eru ógnar vinsælir í borgum úti í hinum stóra heimi enda fátt betra en að sitja á fallegu sumarkvöldi á þak­ bar. Ólíkt Íslandi er vindurinn ekki aðalmálið þar og því þarf að sækja um að byggja glerhjúp hér. „Það er það sem er til skoðunar. Þetta eru þokkalega stórar þak­ svalir og það er gert ráð fyrir bar á fimmtu hæðinni þannig að þarna erum við að auka notagildið og sjá til þess að við getum notað sval­ irnar oftar en nokkra daga á ári.“ Thorvaldsensstræti er á besta stað í miðborginni og ætti því, verði þetta samþykkt af borgar­ yfirvöldum, að verða einn eftir­ sóknarverðasti staður borgar­ innar til að skála með útsýni yfir miðborgina. „Það sem vinnur með okkur er hvað er skjólsælt á þessum stað. Svalirnar snúa beint gegn sólu og þarna er hægt að ná bæði morgun­ og kvöldsólinni. Ef vel tekst til verður þetta einn besti staður borgarinnar að vera á jafnt að sumri sem vetri.“ Lindarvatn er eigandi fasteigna á Landssímareitnum við Austurvöll. Uppbygging er komin á lokametr­ ana og vonast Jóhannes til að hægt verði að opna fyrr en síðar. Þarna mun verða hótel undir merkjum Curio by Hilton auk þess sem tón­ listarsalurinn NASA verður endur­ gerður í upprunalegri mynd. Þá verða einnig veitingastaðir, íbúðir og safn á reitnum auk barsins góða í hæstu hæðum. „Verkið er á lokasprettinum. Við erum að vonast til að klára drjúgan hluta í herbergjunum á hótelinu í maí og vonandi verður þetta orðið tilbúið í júní eða júlí. Ef ekkert kemur upp á, maður þorir ekkert að lofa neinu. Þetta er með þeim fyrirvara,“ segir Jóhannes léttur. benediktboas@frettabladid.is Byggja nýjan þakbar í hjarta miðborgarinnar Lindarvatn hefur sótt um til byggingarfulltrúa að bæta við skála á þaksval- irnar á 5. hæð Thorvaldsensstrætis 6 á Landssímareitnum. Markmiðið er að gestir geti setið úti allan ársins hring með útsýni yfir hjarta miðborgarinnar. Hér má sjá hvernig svalirnar líta út. Stefnt er að því að byggja glerskála til að auka notagildið og búa til þakbar í borginni. MYND/LANDSSIMAREITURINN.IS Það sem vinnur með okkur er hvað er skjólsælt á þessum stað. Svalirnar snúa beint gegn sólu og þarna er hægt að ná bæði morgun- og kvöld- sólinni. Jóhannes Stefánsson, fram- kvæmdarstjóri Lindarvatns MENNING „Alvarleg staða er að skapast vegna uppsafnaðs viðhalds á Hörpu og búnaði sem hefur ekki verið hægt að sinna,“ segir í árs­ reikningi Hörpu. Við blasir að rekstrarforsendur og grundvöllur starfsemi í Hörpu þarfnast endurskoðunar, segir þar enn fremur, en sú staða sé ekki ný af nálinni heldur hafi einkennt starf­ semina frá opnun hússins. Skýringarnar sem gefnar eru sé hár kostnaður við rekstur fasteign­ arinnar og mun hærri fasteigna­ gjöld en gert hafði verið ráð fyrir. Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir stjórnarformaður segir í ávarpi að það tómarúm sem skapaðist á síðasta ári hafi verið nýtt til góðra verka og meðal annars ráðist í nauð­ synlegt viðhald. „Það gat meðal annars orðið vegna þess að eigendur hússins, ríkið og Reykjavíkurborg, lögðu félaginu til aukið hlutafé, fjár­ muni sem notaðir eru í mikilvægar framkvæmdir sem snúa annars vegar að nauðsynlegu viðhaldi og endurbótum.“ – bb Harpa að drabbast niður Ráðist var í óumflýjanlegar við- gerðir á þaki vesturbyggingar. Hér skoða vökul augu hvernig til tókst. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK MENNING Höfundar og framleið­ endur Systrabanda segja í tilkynn­ ingu að þættirnir séu ekki byggðir á leikritinu Hystory, sem var frum­ sýnt á Litla sviði Borgarleikhússins í mars 2015, með neinum hætti. Hystory fjallaði um þrjár konur sem hittast aftur eftir að hafa burðast með gamlar syndir, of beldisverk gegn þeirri fjórðu á unglingsárum. Kristín Eiríksdóttir, höfundur Hystory, sagði í pistli að sér hefði liðið eins og sparkað hefði verið í magann á sér þegar hún sá þættina. „Þau líkindi sem bent hefur verið á með verkunum tveimur koma eingöngu til af eðlilegri úrvinnslu á áþekku umfjöllunarefni,“ segir í tilkynningunni. Meðal þess sem bent var á að sú myrta hét Nanna í Hystory en Hanna í Systraböndum ásamt fleiru. – bb Þvertaka fyrir að þættirnir byggi á Hystory Líkindin með Systraböndum og Hystory þóttu mörgum of mikil. Höfundar Systrabanda hafa tekið af allan vafa með yfirlýsingu. 2 4 . A P R Í L 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.