Fréttablaðið - 24.04.2021, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 24.04.2021, Blaðsíða 4
20 812 sæta nú sóttkví á Íslandi vegna COVID-19. ár eru síðan Fréttablaðið var fyrst gefið út. 600 ný störf verða sköpuð með til- komu kolefnisförgunarstöðvar- innar CODA terminal í Straumsvík. 16 þúsund skammtar af bóluefni AstraZeneca verða afhentir Íslandi að láni frá Noregi. 5 umhverfisverndarsamtök hafa kært framkvæmdaleyfi Landsnets fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2 sem loftlínu. TÖLUR VIKUNNAR 18.04.2021 TIL 24.04.2021 Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar orti níðvísu um Alþingi en hann er ekki sáttur við störf þingsins í sóttvarnamálum. Kári segir að ríkis- stjórnin hafi almennt staðið sig vel á undanförnum mán- uðum en telur hana hafa hrasað á lokametrunum með aðgerðum á landamærunum. Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabanda- lagsins harmar að ungt fatlað fólk sé neytt inn á hjúkr- unarheimili innan um háaldrað fólk kjósi það ekki að búa sjálfstæðri búsetu. Hún segir ekki henta ungu fólki að vera á hjúkrunarheimili með fólki sem komið er að lífslokum. Viðræður eru hafnar milli Kópavogsbæjar og heilbrigðisráðuneytisins um bygg- ingu sjúkrarýma fyrir yngra fólk. Eyþór Arnalds oddviti Sjálf- stæðisf lokksins í Reykjavík er ósáttur við tillögur meirihlutans í borginni um hámarkshraða- áætlun sem hann segir afar illa ígrundaðar og kostnaðinn við að koma þeim í framkvæmd vanreiknaðan. Eyþór segir að lauslega megi reikna með að til- lögurnar muni kosta samfélagið átta milljarða króna á ári vegna aukningar á ferðatíma vegna hraðalækkananna. Þrjú í fréttum Níðvísa, sjúkrarými og hraðalækkanir UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 P L U G I N T O M O R E T H E 2 0 2 1 GOÐSÖGNIN RAFMÖGNUÐ ALVÖRU JEEP I MEÐ 100% DR IFLÆSINGUM Á VERÐ I SEM Á SÉR ENGAN SAMANBURÐ OG NÚ 374HÖ/637NM T R Y G G I Ð Y K K U R B Í L Í F O R S Ö L U . V Æ N T A N L E G U R Í B Y R J U N S U M A R S . NÝR WRANGLER RUBICON 4xe PLUG- IN-HYBRID VERÐ FRÁ KR. 9.490.000* LAUNCH EDITION KR. 10.490.000* *V ER Ð M IÐ A Ð ST V IÐ G EN G I U SD 1 28 ELDGOS „Stóru tíðindin eru kannski þau að Geldingadalir eru ekki dalir lengur,“ segir Þorvaldur Þórðarson, jarðvísindamaður hjá Jarðvísinda- stofnun Háskóla Íslands, spurður um stöðuna á eldgosinu í Geldinga- dölum. „Dalirnir eru núna fullir af hrauni.“ Þorvaldur segir ákveðinn stöðug- leika kominn í gosið og að nú sé innflæði og útflæði jafnara en það var fyrir nokkru. Fyrir rúmum tveimur vikum var innflæði kviku í gosstöðvunum um fimmtán rúm- metrar á sekúndu en útflæðið um tíu rúmmetrar á sekúndu. Yfir- þrýstingurinn sem myndaðist varð mögulega til þess að nýjar sprungur opnuðust á svæðinu. Nú, þegar flæðið inn og út sé jafnara, minnki líkurnar á nýjum sprungum eða stækkun þeirra sem fyrir eru. „Það eru alltaf einhverjar breyt- ingar í gangi, gígarnir halda áfram að mótast og aðlaga sig sveiflum í virkninni,“ segir Þorvaldur. „Það er minni sprengivirkni og sletturnar fara ekki eins hátt og þær gerðu, en ásýndin hefur þó breyst,“ bætir hann við. Hraun hefur f lætt af miklum krafti úr gosinu og segir Þorvaldur að vilji fólk komast í návígi við gíg- ana sé um að gera að drífa sig á stað- inn en hann hvetur þó alla til að fara með gát. „Eftir því sem gosið heldur lengur áfram og ílengist þá bætist alltaf í hraunið og þá verður erfið- ara að komast nálægt,“ segir hann. Þá segist Þorvaldur telja að hraunið stækki mest í suður og austur en að á endanum fari það að þekja fleiri svæði. Á hverjum tíma er talið að séu á bilinu 10-20 eldgos í heiminum sam- kvæmt Vísindavef Háskóla Íslands. Gosið í Geldingadölum hefur vakið mikla athygli bæði hér á Íslandi og víða um heim. Spurður um ástæðu vinsælda þessa goss sérstaklega segir Þorvaldur að þar sé staðsetn- ing þess líklegasta skýringin. „Aðgengið er mjög gott og miðað við flest önnur gos er þetta hættulít- ið gos,“ segir Þorvaldur en minnir þó á að öllum eldgosum fylgi ákveðin hætta, til að mynda vegna gasmeng- unar. „Þetta gos er staðsett í nálægð við stærstu byggð Íslands og með góðu móti er hægt að komast tiltölu- lega nálægt því,“ segir hann. Þá segir Þorvaldur gosið hafa vakið áhuga margra á eldgosum og jarðfræði, og sé það jákvætt, sérstak- lega fyrir okkur sem búum á eld- fjalli. „Ég held að þetta sé kærkom- inn lærdómur fyrir marga og góð áminning um það að það geti gosið í bakgarðinum hjá Reykvíkingum, það er staðreynd sem margir hafa hundsað,“ segir hann. „Svo hafa margir lært það að tíma- skali eldfjalla er ekki sá sami og við erum að eiga við í okkar daglega lífi. 500 ár hjá eldfjalli er bara eins og fyrir okkur að fara í bíó,“ bætir Þorvaldur við. birnadrofn@frettabladid.is Geldingadalir ekki lengur dalir Hraun hefur fyllt dalina í Geldingadölum og segir jarðvísindamaður hjá HÍ fólki að drífa sig á staðinn, vilji það sjá gígana í návígi, en fara þó að öllu með gát. Hann segir gosið kærkominn lærdóm fyrir marga. Hraun hefur flætt úr gígunum í rúman mánuð og fyllt dalina sem voru í Geldingadölum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Örnefnanefnd fékk tillögur að fögru nafni Grindavíkurbær, sem óskaði í lok mars eftir tillögum um nafn á gosstöðvarnar í Geldingadölum, sendi örnefnanefnd tvær tillögur til umsagnar. Eru það nöfnin Fagradalshraun og Fagrahraun. „Gígaröðin sem myndast hefur eftir að eldgos hófst myndi bera sama heiti, Fagradalsgígar og Fagrahraunsgígar eftir því hvort örnefnið verður fyrir valinu,“ segir á vef Grindavíkur. „Alls bárust 339 hugmyndir að heiti á hraunið. Þær hugmyndir sem oft- ast voru nefndar voru í stafrófs- röð: Dalahraun, Fagradalshraun, Fagrahraun, Geldingadalahraun, Geldingahraun og Ísólfshraun.“ 2 4 . A P R Í L 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.