Fréttablaðið - 24.04.2021, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 24.04.2021, Blaðsíða 8
REYKJAVÍKURBORG „Mikilvægt er að byggja upp og efla þjónustu vel- ferðarsviðs en ekki að markaðs- væða hana,“ segir í bókun Sunnu Magdalenu, borgarfulltrúa Sósíal- istaflokksins, sem eins og fulltrúar meirihlutaflokkanna í borgarstjórn og fulltrúi Flokks fólksins greiddi atkvæði gegn því að útvista þjón- ustu velferðarsviðs til einkaaðila. Það var Egill Þór Jónsson, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisf lokksins, sem lagði tillöguna fram í velferðar- ráði borgarinnar. Segir í tillögunni að kanna ætti leiðir til að útvista þjónustu velferðarsviðsins með það að markmiði að stytta biðlista, bæta þjónustu og auka hagkvæmni í rekstri borgarinnar. „Hugmyndin um að fé fylgi þjón- ustuþega gæti opnað á möguleika einkaframtaksins í þjónustu við borgarbúa með góðum árangri og bættri þjónustu. Sem dæmi væri hægt að skoða möguleika á sam- starfi við einkaaðila er við kemur líkamsrækt eldri borgara, matar- þjónustu og stuðningsþjónustu við fatlað fólk svo eitthvað sé nefnt,“ segir í tillögu Egils. Tillagan var felld með sex atkvæðum fulltrúa Samfylking- arinnar, Pírata, Vinstri grænna, Sósíalistaflokks Íslands, og Flokks fólksins gegn atkvæði Egils. Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Vinstri grænna bókuðu að í meirihlutasáttmála þessara flokka með Viðreisn sé meginregla að borgin sinni velferðarþjónustu en haldi áfram samvinnu við félög og hagsmunasamtök sem veiti mikilvæga velferðarþjónustu með samningum við borgina. Kolbrún Baldursdóttir, borgar- fulltrúi Flokks fólksins, bókaði að gallar við útvistun væru f leiri en kostir. „Stundum er þjónusta hrein- lega slæm og illa komið fram við fólk en yfirvöld máttlaus því þau eru búin að afsala sér ábyrgðinni á verkefninu og uppbyggð reynsla hefur tapast með útvistuninni. Enginn tekur að sér að reka fyrir- tæki nema til að hagnast á því og því maka margir krókinn í gegnum rekstur og verkefni sem borgin útvistaði,“ bókaði Kolbrún. „Það eru vonbrigði að það sé ekki pólitískur vilji til að kanna þann möguleika að útvista þjónustu með það að markmiði að bæta þjónustu við borgarbúa. Það liggja tæki- færi í því að auka hagkvæmni og fá atvinnulífið til að sjá um þjónustu við borgarbúa,“ segir í bókun sem Egill lagði fram eftir að tillaga hans var felld. gar@frettabladid.is Hafna einkavæðingu í velferðarþjónustunni Tillaga um að útvista verkefnum hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar til einkaaðila var kolfelld. Hugmyndin um að fé fylgi þjónustuþega gæti opnað á möguleika einkaframtaksins, segir í tillögunni frá fulltrúa Sjálfstæðisflokks. Þjónustumiðstöðvar velferðarsviðs Reykjavíkur Reknar eru fimm þjónustumið- stöðvar á vegum velferðarsviðs Reykjavíkurborgarar. „Þær bjóða upp á fjölbreyttan stuðning, ráð- gjöf og þjónustu við einstaklinga og fjölskyldur, veita sérfræði- þjónustu í leik- og grunnskólum og sinna verkefnum á sviði forvarna og félagsauðs. Þar er hægt að sækja um félagslega ráðgjöf og stuðning til virkni, fjárhagsaðstoð, sérstakan hús- næðisstuðning, heimaþjónustu og heimahjúkrun og margt fleira. Miðstöðvarnar reka búsetuúr- ræði fyrir fatlað fólk, félagsstarf fyrir fullorðna auk ýmissa sér- verkefna sem taka mið af þörfum íbúa,“ segir á vef borgarinnar. Í gistiskýli velferðarsviðs Reykjavíkur á Lindargötu eru 25 gistipláss fyrir heimilislausa karlmenn. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Þjónustumiðstöðin Álfabakka. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Enginn tekur að sér að reka fyrirtæki nema til að hagnast á því og því maka margir krókinn í gegnum rekstur og verkefni sem borgin útvistaði. Kolbrún Baldurs- dóttir, borgar- fulltrúi Flokks fólksins Aðalsafnaðarfundur 2021 Aðalsafnaðarfundur Háteigssóknar, verður haldinn sunnudaginn 9. maí n.k. í Safnaðarheimili kirkjunnar kl.12. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Sóknarnefnd. Viltu aðstoð frá góðum granna? samfélagsverkefni Unga fólkið í verkefninu Margar hendur vinna létt verk vill aðstoða ykkur í sumar. Við hjá Landsvirkjun höfum árum saman starfrækt sumar­ vinnu flokka sem sinna uppbyggingu og fegrun starfsstöðva fyrirtækisins og nágrennis. Jafnframt taka flokkarnir að sér ýmis samstarfsverkefni með nágrönnum okkar vítt og breitt um landið. Við bjóðum fram vinnu sumarvinnuhópa og verkstjórn í verkefni sem lúta að ræktun, hreinsun, viðhaldi og öðrum umhverfisbótum, ásamt ýmsum samfélagsverkefnum. Umsóknarfrestur er til og með 18. maí og má nálgast umsókn og allar nánari upplýsingar á landsvirkjun.is. Hafðu samband ef þú ert nágranni okkar og vilt fá vinnuhóp í heimsókn í sumar. UMHVERFISMÁL Sigurður Atli Jóns- son, varaformaður Arctic Green Energy, var á fimmtudag gerður að heiðurskonsúl í Kasakstan. Hann segir þetta bæði heiður og starf, sem sé þó ólaunað. Tilgangurinn sé að styrkja tengingu landanna tveggja. Eins og annars staðar er mikill áhugi hins víðfeðma fyrrverandi Sovétlýðveldis að ná árangri í lofts- lagsmálum og horft til jarðvarma til að ná settum markmiðum. Sigurður segir töluverðan jarðhita í landinu þó enn sé mikið starf óunnið. „Íslensk ráðgjafarfyrirtæki hafa komið að rannsóknum í landinu sem Alþjóðabankinn hefur stutt við,“ segir Sigurður. „Grunnupp- lýsingar liggja fyrir og við erum að byggja á því.“ Hann segir ekki aðeins verið að kanna auðlindina sjálfa heldur einnig regluverk lands- ins þegar kemur að nýtingu. Í Kasakstan sé horft til þess að nýta jarðvarma á lághitasvæði til hitunar. „Húshitun er svo stór hluti af orkunotkuninni, allt að helming- ur í hverju landi, og orkuskiptin því stór breyta í loftslagsbaráttunni,“ segir Sigurður. – khg Sigurður Atli gerður að heiðurskonsúl í Kasakstan 2 4 . A P R Í L 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.