Fréttablaðið - 24.04.2021, Side 34
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Björn Víglundsson Sölumaður auglýsinga: Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654,
Björk og
Birkir hafa
verið lykilvörur
Foss Distillery
en fyrirtækið
er reiðubúið
að hefja aftur
framleiðslu
að fullu þegar
ferðamennirnir
snúa aftur.
Foss Distillery framleiðir ýmsar vörur úr etanóli. Vodka og brennivín frá Foss Distillery eru kennd við vörumerkið Helvíti.
Við erum búin að
vélvæða okkur svo
framleiðslumöguleikar
Foss Distillery eru
miklu meiri í dag en þeir
voru áður.
Foss Distillery er vínframleiðandi
sem fram að COVID byggði
afkomu sína á framleiðslu áfengis.
Þegar ferðamönnum fækkaði
vegna ástandsins í heiminum
dróst sala áfengis verulega saman
en Jakob S. Bjarnason fram-
kvæmdastjóri hjá Foss Distillery
segir að þau hjá fyrirtækinu hafi
þá tekið til sinna ráða.
„Við færðum okkur frá því að
framleiða eigin vörur yfir í að
framleiða vörur fyrir aðra. Við
höfum þróað vörurnar með sam-
starfsaðilum og framleitt þær en
höfum látið samstarfsaðilana
sjá um markaðshlutann. Þann-
ig höfum við brugðist við okkar
samdrætti,“ segir Jakob.
„Við höfum meðal annars verið
að framleiða hreinsivökva fyrir
Ásthildi Gunnlaugsdóttur hjá
Mist & Co.“
Vörurnar sem Foss Distillery
framleiðir fyrir Mist & Co eru
tvenns konar, það er Deep Clean
sem djúphreinsar förðunarbursta
og Daily sem er aðeins mýkri og
hugsaður til að hreinsa förð-
unarbursta eftir hverja notkun.
Ásthildur sagði einmitt frá þessari
nýju hreinsivörulínu í viðtali við
Fréttablaðið fyrr í mánuðinum, en
þar segist hún hafa prófað 80 mis-
munandi formúlur áður en hún
fann þá réttu.
Frá víni yfir í spritt
Vörurnar sem Foss Distillery
hefur verið að framleiða eru úr
etanóli. Etanól er vínandi en
framleiðslumöguleikarnir eru
fjölbreyttir.
„Etanólið er þeirrar náttúru að
úr því má vinna f leira en áfenga
drykki og um leið og COVID-
19 skrúfaði fyrir eftirspurnina
í brennivínsframleiðslu varð
sprenging í eftirspurn á sótt-
hreinsispritti. Þannig að við
fórum í það að þróa handspritt,“
segir Jakob.
Munurinn á handsprittinu
sem Foss Distillery framleiðir
og hefðbundnu handspritti er
að Foss blandar ilmkjarnaolíum
saman við etanólið sem áður var
grunnurinn í vodkanum. Jakob
fór síðan í samstarf við þær Írisi
Gunnarsdóttur og Ingu Krist-
jánsdóttur hjá Mulier Fortis
sem dreifa handsprittinu undir
merkinu Númer eitt.
Jakob nefnir að Foss Distill ery
hafi einnig farið í samstarf við
Rekstrarvörur og þróað með þeim
yfirborðshreinsi og framleiði
einnig fyrir RV sjúkrahússspritt
og f leiri vörur.
„Það er ekki gott að nota hand-
sprittið sem yfirborðshreinsi þar
sem það er olía í því,“ útskýrir
hann og tekur fram að þó sprittið
innihaldi etanól líkt og áfengi sé
það alls ekki drykkjarhæft.
Vinna etanól úr mjólk
„Við höfum verið í samstarfi við
Mjólkursamsöluna og Kaupfélag
Skagfirðinga um framleiðslu
á etanóli úr mjólkursykri sem
kemur frá ostamysu. En það er
verið að setja upp verksmiðju og
undirbúa framleiðslu á etanóli á
Sauðárkróki,“ segir Jakob.
Hægt verður að framleiða
um eina og hálfa milljón lítra
af etanóli á ári úr þessari osta-
mysu. Hún verður í fyrstu að
mestu seld öðrum fyrirtækjum
til iðnaðarnota. Nú gefst í fyrsta
sinn á Íslandi möguleiki á að þróa
og framleiða hundrað prósent
íslenskar vörur úr hráefni sem er
framleitt á Íslandi, ekki innflutt
eins og staðreyndin er í dag.
„Mjólkursamsalan byrjaði að
vinna að verkefninu árið 2015 og
það hefur auk okkar verið unnið
í samstarfi við Matís, Háskólann
á Akureyri og danska tækni-
háskólann DTU. Við vorum í raun
lykilaðili í þróun á þessari lausn.
Við keyrðum alla rannsóknar- og
þróunarvinnuna hér hjá okkur.
Tilraunaverksmiðjan er hér í hús-
næði Foss Distillery, segir Jakob.
Jakob segir að þrátt fyrir að
áfengisframleiðslan hafi dregist
saman séu þau hjá Foss Distillery
tilbúin að hefja aftur framleiðslu
á fullu þegar ferðamennirnir
fara að koma aftur. Fyrirtækið
fjárfesti nýlega í auknum sjálf-
virknibúnaði í pökkun þannig að
ekkert er því til fyrirstöðu að auka
áfengisframleiðsluna á ný þegar
eftirspurnin eykst.
„Við erum búin að vélvæða
okkur svo framleiðslumögu-
leikar Foss Distillery eru miklu
meiri í dag en þeir voru áður, fyrir
COVID,“ segir Jakob og er þokka-
lega bjartsýnn á framtíðina.
Lykilvörur Foss Distillery eru
líkjörarnir Björk og Birkir sem
byggja báðir á íslensku birki. Foss
Distillery framleiðir einnig vodka
og brennivín kennd við vöru-
merkið Helvíti.
„Við framleiðum líka Olafsson
ginið, fyrir Eyland Spirits, en það
hlaut tvenn gullverðlaun síðasta
sumar,“ segir Jakob.
„Við höfum alveg framleiðslu-
getu til að bæta við nýjum vörum
samhliða vínframleiðslu. Það eru
miklir möguleikar í framleiðslu
etanóltengdra vara. Ef einhver
þarna úti er að spá og spekúlera
í nýjum vörum þá má alltaf hafa
samband.“
2 kynningarblað 24. apríl 2021 LAUGARDAGURMATVÆLAIÐNAÐUR Á ÍSLANDI