Fréttablaðið - 24.04.2021, Síða 61

Fréttablaðið - 24.04.2021, Síða 61
Vörumerki Unilever eru komin í dreingu hjá Ekrunni Við gerum meira fyrir stóreldhús! Skoðaðu ný vörumerki Unilever á www.ekran.is/unilever Bændasamtök Íslands eru leiðandi afl í upplýstri umræðu um landbúnað og vilja tryggja framsækni og framþróun innan atvinnugreinarinnar með þekk- ingu, þróun og rannsóknum. „Breytingar krefjast hugrekkis, þekkingar, staðfestu, lipurðar og skipulags. Þær krefjast einnig virðingar og skilnings á því sem gert hefur verið áður og því sem gert hefur verið vel,“ segir Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bænda- samtaka Íslands. Hún segir samtökin standa á tímamótum. „Við stefnum áfram ótrauð að einföldun á umfangsmiklu félags- kerfi bænda, með það að markmiði að öðlast aukinn slagkraft innan samtakanna, auka skilvirkni, efla samráð og ná fram betri sérhæf- ingu starfsfólks.“ Mikilvægt að tryggja fæðuöryggi Bændasamtökin ætla sér að auka sýnileika og ásýnd landbúnaðarins með fræðslu og vera leiðandi afl í upplýstri umræðu um landbúnað. „Styrkleiki íslensks landbúnaðar og íslenskrar matvælaframleiðslu felst í gæðunum og tækifærunum sem liggja í því að geta framleitt búvörur við góð skilyrði. Hér á landi getum við státað okkur af því að framleiða hreinar vörur og er keppikefli allra sem starfa innan greinarinnar að framleiða gæðavörur. Eftirlit með matvæla- framleiðslu er öflugt hér á landi og á Íslandi er í gildi mjög framsækin löggjöf um aðbúnað og velferð dýra,“ upplýsir Vigdís. Ísland sé matvælaframleiðslu- land þar sem framleiðslan byggir á landbúnaði, fiskveiðum og fiskeldi. Landbúnaðarframleiðslan skiptist í garðyrkju (grænmeti), jarðrækt (fóður og olíu) og búfjárrækt (kjöt, mjólk og egg). „Vandi okkar er þó sá að fram- leiðslan er mjög háð innfluttum aðföngum, sérstaklega eldsneyti og áburði. Til að tryggja fæðu- öryggi þjóðarinnar þurfa stjórn- völd að skapa hér umhverfi sem tryggir að rekstrargrundvöllur sé til staðar fyrir matvælaframleið- endur,“ segir Vigdís. Efla tengingu við grasrótina Til viðbótar blasa nýjar áskor- anir við matvælaframleiðendum, þar sem framleiðendur þurfa að bregðast við aukinni eftirspurn og breyttum umhverfisþáttum. Af því tilefni hafa Bændasamtökin hafið vinnu við kynningarherferð sem er ætlað að sýna fram á sérstöðu íslenskrar framleiðslu með gæða- vitund og umhverfismál í huga. „Við stefnum á að efla rann- sóknir, nýsköpun og menntun á sviði landbúnaðar í samstarfi við menntastofnanir, MAST og MATÍS og fá til liðs við okkur nýja félags- menn sem eru framarlega á sviði nýsköpunar og hátækni í land- búnaði og matvælaframleiðslu. Þannig náum við að efla tengingu við grasrótina, auka fjölbreytni matvælaframleiðenda og þétta raðir og tengsl bænda og þeirra sem stunda matvælaframleiðslu. Bændasamtök Íslands vilja tryggja framsækni og framþróun innan atvinnugreinarinnar,“ segir Vigdís. Bændasamtök Íslands eru í Bænda- höllinni, Hótel Sögu, Hagatorgi 1. Sími 563 0300. Nánar á bondi.is Starfa í þágu matvælaframleiðslu á Íslandi Vigdís Häsler, framkvæmda- stjóri Bænda- samtaka Íslands, segir samtökin stefna að áframhald- andi einföldun á umfangsmiklu félagskerfi bænda. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Eftirlit með mat- vælaframleiðslu er öflugt á Íslandi og í gildi framsækin löggjöf um aðbúnað og velferð dýra. TORO-vörur eru einstaklega vinsælar til matargerðar enda afbragðskostur í holla og góm- sæta máltíð. Þær innihalda hvorki pálmaolíu né MSG og hafa auk þess langt geymsluþol og lágt kolefnisspor. „Vinsældir og úrval stóreldhús- vara TORO hefur farið sífellt vaxandi á undanförnum árum og nú er einnig hægt að panta TORO hjá Garra,“ segir Andrea Björns- dóttir, markaðsstjóri hjá heild- sölunni John Lindsay sem hefur haft umboð fyrir TORO á Íslandi í meira en hálfa öld. „Íslendingar tóku strax ást- fóstri við þessar vönduðu, norsku vörur. TORO hefur í yfir sextíu ár sérhæft sig í ljúffengum súpum úr hágæða frostþurrkuðu hráefni og á síðustu áratugum hefur orðið mikil vöruþróun hjá TORO, en margar sígildar vörur eiga sér fastan sess hjá neytendum og eru ómissandi í matargerðina,“ segir Andrea. Saltlitlar og án MSG og pálmaolíu TORO er jafnframt afar vinsælt gæðahráefni í stóreldhúsum Norðurlandanna. Helstu vöru- flokkar TORO fyrir stóreldhús og matvælaframleiðslu eru súpur, sósur, grýtur og kraftar í f ljótandi, þurru eða deigformi (e. paste). „TORO bætti fljótlega við góm- sætum sósum og pottréttum fyrir heimilin en líka fyrir stóreldhús og matvælaframleiðendur, og nú fram- leiðir TORO einnig krafta og jurtir í olíu. Miðað við sambærilegar vörur innihalda TORO-vörurnar lítið salt, þær innihalda enga pálmaolíu eða MSG og eru flestar án rotvarnarefna því vegna frostþurrkunar er líftími þeirra langur,“ upplýsir Andrea. Kolefnisspor TORO í lágmarki TORO gerir fyrirtækjum og stofn- unum auðveldara fyrir að velja vörur með lágt kolefnisspor. „Árið 2019 hóf TORO samstarf við sænsku rannsóknarstofnunina RISE, til að mæla kolefnisspor allra TORO-vara og fá þær jarðarmerkið ef kolefnisspor þeirra er lágt sam- kvæmt viðmiðum Sameinuðu þjóðanna, sem er undir 0,8 kg CO2e,“ upplýsir Andrea. Við útreikning kolefnisspors er miðað við innihald, f lutninga, umbúðir og allt ferli framleiðsl- unnar. „Til að halda kolefnisspori í lág- marki eru kostir frostþurrkunar ótvíræðir. Til dæmis er ekkert óþarfa vatn í f lutningum og er hrá- efnum safnað á uppskerutíma. Allt skilar það löngum líftíma og minni matarsóun,“ segir Andrea. John Lindsay heildsala er í Kletta- görðum 23. Sími 533 2600. Sjá nánar á lindsay.is TORO - líka fyrir stóreldhús Hágæða hráefni TORO er frostþurrkað sem veldur lágmarks kolefnisspori. TORO er þekkt fyrir góða bragðið. kynningarblað 5LAUGARDAGUR 24. apríl 2021 MATVÆLAIÐNAÐUR Á ÍSLANDI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.