Fréttablaðið - 24.04.2021, Page 62

Fréttablaðið - 24.04.2021, Page 62
Skólamatur er fjölskyldufyrir- tæki sem sérhæfir sig í fram- leiðslu og framreiðslu á ferskum og hollum máltíðum fyrir nemendur og starfsfólk í leik- og grunnskólum. Fyrirtækið er í eigu Axels Jóns- sonar matreiðslumanns. Saga Skólamatar nær aftur til ársins 1990 þegar Axel fór að velta fyrir sér hvernig mætti bjóða upp á heitar skólamáltíðir í grunn- skólum. Hugmyndin fékk að malla í huganum allt þar til árið 1999 þegar hugmyndin var tilbúin til framkvæmdar. Fyrst um sinn var fyrirtækið rekið sem hluti af almennri veisluþjónustu en árið 2007 var Skólamatur ehf. stofnað og ákveðið var að einblína nær eingöngu á matreiðslu fyrir leik- og grunnskóla. Segja má að ákvörðunin hafi verið mikið gæfuspor, en fyrir- tækið hefur vaxið jafnt og þétt og nú þjónustar fyrirtækið rúmlega 50 mötuneyti í níu sveitarfélögum. Börn Axels, þau Fanný og Jón, hafa tekið við stjórn fyrirtækisins í samstarfi við alla 150 starfsmenn þess. Hollar og ferskar máltíðir Á dæmigerðum degi útbúa starfs- menn Skólamatar hádegismáltíðir fyrir tæplega 13.000 nemendur og um 5.000 skammta af morgun- og síðdegishressingu. „Á hverjum degi bjóðum við upp á tvo aðalrétti, þar af er annar ávallt vegan. Meðlætisbar er með úrvali af fersku grænmeti og ávöxtum og við leggjum mikla áherslu á það að útbúa hollar og ferskar máltíðir úr hágæða hrá- efni,“ segir Jón Guðni Þórarinsson, yfirmatreiðslumaður Skólamatar. „Fyrirtækið þarf að sjálfsögðu að fullnægja ströngum kröfum um heilnæmi og næringarinnihald máltíðanna en vitaskuld verður maturinn jafnframt að vera ljúf- fengur og góður. Þessu til viðbótar býður fyrirtækið upp á sérfæði fyrir þá nemendur sem til dæmis vegna læknisfræðilegra- eða trúarlegra ástæðna geta ekki neytt matar af matseðli dagsins.“ Jón Guðni, sem tók við starfi yfirmatreiðslumanns hjá Skóla- mat í febrúar síðastliðnum, segir að ákveðins misskilnings gæti hjá þeim sem þekki ekki nægilega vel til fyrirtækisins og haldi að matur- inn sé allur eldaður á einum stað og síðan dreift út í skólana. Hið rétta er að máltíðirnar eru undir- búnar í miðlægu eldhúsi í Reykja- nesbæ. Starfsfólk Skólamatar sem starfar í skólamötuneytunum sér hins vegar um lokaeldun í skól- unum sjálfum, rétt áður en matar- tíminn hefst. „Þannig náum við að tryggja bæði að gæði og bragð matarins haldi sér sem best“. Helmingi minni matarsóun Umhverfismál eru fyrirtækinu ofarlega í huga og Skólamatur hefur í langan tíma kappkostað að hámarka nýtingu hráefna og lágmarka matarsóun. Með sam- stilltu átaki allra starfsmanna hefur tekist að minnka matarsóun fyrirtækisins um meira en helming á fimm árum. „Áskorunin er alltaf sú að finna þessa fínu línu sem tryggir nægan mat fyrir okkar viðskiptavini en á sama tíma að lágmarka þann mat sem ekki er neytt og endar í ruslinu. Við höfum náð mjög góðum árangri í því að lágmarka matarsóun meðal annars með því að skrá nákvæmlega hjá okkur á hverjum degi áætlaðan fjölda þeirra sem munu borða og það magn af mat sem var neytt, vigta matarafganga og sjá þann- ig nákvæmlega hversu mikið af matarafgöngum verður á hverjum diski. Auk þessa er mikilvægt að bjóða starfsfólki okkar upp á fræðslu og þjálfun í því hvernig best sé að bera fram mat til að lágmarka sóun. Við höfum til dæmis lært í gegnum tíðina að nemendur borða mismikið af grænmeti og ávöxtum, allt eftir því hvernig það er niðurskorið,“ segir Jón Axelsson framkvæmdarstjóri Skólamatar. Hreinskilnir nemendur Viðskiptavinir Skólamatar eru að stærstum hluta nemendur á aldrinum 2 ára til 16 ára. Jón segir að það sé virkilega gefandi að fá að þjónusta þennan hóp. „Nemendur eru alltaf óhræddir við að tjá sína skoðun, þau láta okkur hiklaust vita ef þeim líkar ekki eitthvað sem við erum að gera, en líka þegar þau eru ánægð með okkur og matinn. Þannig höfum við fengið margar frábærar hugmyndir frá nemendum bæði hvað varðar rétti til að bæta á matseðilinn en líka varðandi atriði eins og að birta innihaldslýsingar og næringarút- reikning á hverri máltíð á heima- síðunni okkar. Við getum öll verið stolt af þeirri kynslóð sem er að vaxa úr grasi. Heilt yfir eru þetta mjög ábyrgir neytendur sem láta ekki bjóða sér hvað sem er og ætlast til þess að fyrirtæki sýni samfélagslega ábyrgð og sinni til dæmis umhverfismál- um af heilum hug. Skólamatur er því stöðugt að leita leiða til þess að bæta þjónustu sína við viðskipta- vini. Ábendingar frá nemendum og foreldrum eru einn mikilvægasti þátturinn í þeirri vegferð.“ Fjölskyldan í fyrirrúmi Jón segir Skólamat starfa sam- kvæmt þremur gildum. „Gildi Skólamatar eru jákvæðni, fjöl- skylda og virðing og við hjá Skóla- mat hugum að þessum gildum í allri okkar starfsemi. Skólamatur er fjölskyldufyrirtæki í grunninn og við vinnum fyrir fjölskyldur. Við leggjum mikla áherslu á að skapa fjölskylduvænt umhverfi fyrir starfsfólk okkar og innan fyrirtækisins ríkir fjölskyldu- menning. Við berum virðingu hvert fyrir öðru, okkar viðskipta- vinum og því starfi sem við innum af hendi og nálgumst öll verkefni með jákvæðnina að leiðarljósi. Við trúum því að öll vandamál sé auðleysanlegri með jákvæðu hugarfari.“ Hægt er að hafa samband við Skólamat á: skolamatur.is Gefandi að þjónusta leik- og grunnskólanemendur Jón Guðni Þórarinsson yfirmatreiðslu- maður og Jón Axelsson framkvæmda- stjóri Skóla- matar. FRÉTTA- BLAÐIÐ/ANTON Vegangerðin er nýtt íslenskt frumkvöðlafyrirtæki sem vinnur að því að þróa matvörur án dýraafurða og úr íslenskum hráefnum. Fyrsta varan sem er væntanleg er svokallað tempeh, unnið úr íslensku byggi, en hefðbundið tempeh er gerjuð sojaafurð sem á uppruna sinn að rekja til Indónesíu og hefur lengi notið mikilla vinsælda meðal grænmetisæta um allan heim. hjordiserna@frettabladid.is Kristján Thors er einn stofnenda Vegangerðarinnar en hann er með matreiðslugráðu frá Le Cordon Bleu í Bandaríkjunum auk þess sem hann er stjórnmálafræðingur. „Ég er frumkvöðull í matar- gerð og vinn þessa stundina við að koma Vegangerðinni á lagg- irnar. Vegangerðin ætlar að búa til grænan íslenskan mat án dýra- afurða og með eins miklu íslensku hráefni og við getum.“ Tækniblogg og brauðtertur Að baki Vegangerðinni stendur þéttur þriggja manna hópur. „Við erum þrjú saman í Vegangerðinni að vinna að sjálfbærum mat og eru hinir félagar mínir systkinin Atli Stefán og Áslaug Ellen Yngvadóttir. Við Atli eigum okkur langa sögu og kynntumst fyrst í spjallherbergi í tölvuleiknum Starcraft. Við unnum svo saman hjá Voda- fone í mörg ár við að tengja fólk við þráðlaust Internet. Þar stofnuðum við saman tæknibloggið Simon.is sem er hlaðvarpið Tæknivarpið í dag. Við Atli gerðum einnig frum- legustu brauðtertu ársins 2019 saman.“ Hvaðan kom þessi hugmynd? „Gerjun á matvælum hefur alltaf heillað mig en hugmyndin að Vegangerðinni kviknaði í göngu- túrum okkar Atla Stefáns, eða walkies eins og við köllum það. Ég hafði heyrt af tempeh sumarið 2019 frá vini mínum Davíð Jóns- syni sem býr til Kaupmannahöfn. Davíð hafði þá verið að framleiða tempeh fyrir fína danska veit- ingastaði. Ég skellti mér til hans í lærdómsferð og fékk að kynnast verklaginu hjá Davíð. Ég kom heim og kynnti Atla fyrir tempeh. Við sáum fljótt að þetta væri eitthvað sem hægt væri að gera á Íslandi. Við fórum í mikla rannsóknarvinnu að finna hvaða hráefni væri hægt að finna á Íslandi sem við gætum notast við. Við tókum þátt í Gullegginu 2019 þar sem við komumst áfram í topp 10 og vorum val fólksins það ár.“ Hvernig datt ykkur í hug að nota bygg? „Bygg er eitt af þeim kolvetnis- ríku hráefnum sem henta tempeh- gerð og sem er framleitt hér á Íslandi. Við viljum nota sem mest af íslenskum grunnmatvörum við framleiðslu til þess að ná niður umhverfisspori okkar.“ Hvernig er þetta ferli, að búa til tempeh frá grunni? „Þú tekur eitthvað kolvetnaríkt eins og baunir, bygg og kornmeti og sýður það niður þar til það er orðið mjúkt. Það er svo kælt þangað til það er öruggt að bæta við sérstökum sveppagróum sem eru ábyrg fyrir gerjuninni. Svo er blöndunni komið fyrir í bökkum í hitastýrðu umhverfi og er leyft að gerjast í um tvo sólarhringa. Þá er blandan búin að þéttast þökk sé sveppunum og er orðin mun með- færilegri hleifur.“ Hvernig viðtökur hafið þið fengið? „Við erum búnir að vera prófa tempeh nýlega í svokölluðum betaprófunum og leyfðum fólki að smakka núna í apríl og verðum með annað betapróf í maí. Tempeh úr byggi er þétt og skemmtileg matvara sem er auðvelt að elda. Fólk finnur byggbragðið og hleifurinn minnir smá á brauð. Viðtökurnar voru mjög góðar og við fengum fullt af myndum af tilbúnum réttum sendar til okkar á samfélagsmiðlum. Fólki finnst frábært að fá að smakka ferska matvöru sem hentar grænkerum sem er framleidd hér á Íslandi.“ Eruð þið sjálf grænmetisætur? „Við Atli borðum allt en Áslaug Ellen er grænmetisæta sem leyfir sér stundum fisk. Okkar ástríða liggur í því að framleiða góðan mat með eins litlu umhverfisspori og hægt er. Grænmetis- og vegan- mataræði eru með mun minna umhverfisspor en hefðbundið mataræði.“ Hvenær mun verða hægt að kaupa svona í búðum? „Við erum enn að þróa vöruna og koma rekstrinum af stað þessa dagana. Við stefnum á að vera komin með tempeh í matvöru- verslanir í sumar. Tempeh hentar mjög vel fyrir grillun og er ein vin- sælasta uppskriftin BBQ tempeh- rif.“ Eruð þið með einhverjar aðrar vörur í vinnslu? „Það er hægt að búa til tempeh úr alls konar baunum og blanda þeim saman til að búa skemmti- legar blöndur. Við erum einnig að horfa til kryddlaga og tilbúinna rétta með tempeh. Við köllum eftir framleiðendum sem vilja búa til baunir fyrir okkur hér á landi!“ Áhugasöm geta fylgst með starfsemi Vegangerðarinnar á heimasíðunni: vegangerdin.is og á Instagram undir: Vegangerðin Kynna Íslendinga fyrir töfrum tempeh Kristján segir bæði einfalt og skemmtilegt að matreiða með tempeh. Tempeh er þétt og bragðgott. Tempeh, líkt og frænka þess tófú, er tilvalið í marga ólíka rétti. 6 kynningarblað 24. apríl 2021 LAUGARDAGURMATVÆLAIÐNAÐUR Á ÍSLANDI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.