Fréttablaðið - 24.04.2021, Síða 80
BÍLAR
FERMINGARGJAFIR
Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út
bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal
hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum.
Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst
gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi.
Tryggðu þér gott auglýsingapláss
í langmest lesna dagblaði landsins.
Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402
eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is
LÍFRÆN VOTTUN
Fréttablaðið vinnur í samstarfi við Vott narstofuna Tún
að sérblaði. Blaðið mun innihalda alls kyns fróðleik um
lífrænar afurðir, ásamt viðtölum og umfjöllunum.
Blaðið kemur út 30. apríl nk.
Vertu viss um að tryggja þér gott auglýsingapláss
í langmest lesna blaði landsins.
Nánari upplýsingar um blaðið veitir
Jón Ívar Vilhelmsson markaðsfulltrúi Fréttablaðsins.
Sími 550 5654 / jonivar@frettabladid.is
Samkvæmt frétt The Korean Times
er Apple nálægt því að skrifa undir
samstarfssamning um framleiðslu
bíla fyrir tölvurisann. LG Magna er
samstarfsvettvangur LG Electron
ics sem framleiðir meðal annars
rafhlöður fyrir rafbíla, og Magna
sem framleiðir íhluti í bíla. Fyrir
nokkrum vikum var það í fréttum
að kóreska bílamerkið Hyundai
væri í svipuðum sporum, en það
var svo dregið til baka af Apple.
LG hefur haft víðtækt sam
starf við Apple gegnum aðrar
deildir sínar eins og LG Display,
LG Chem, LG Energy Solution og
LG Innoteck, svo að samstarfs
samningur við LG Magna er ekki
alveg út úr kortinu. Að sögn The
Korean Times er samningurinn
um litla framleiðslu til að byrja
með þar sem um þróunarsamstarf
er að ræða. Apple vill líka prófa
hvernig viðtökur neytenda verða
á vörunni, líkt og fyrirtækið gerir
með aðra hluti. Líklegt er að Apple
vilji bjóða upp á eitthvað öðru
vísi, sérstaklega þegar kemur að
notendaviðmóti.
Tímasetningin fyrir Apple að
koma á markað með rafbíl er með
besta móti um þessar mundir.
Apple nálgast samning við LG Magna
Kannski er þess ekki langt að bíða
að Apple-bílabúðir opni dyr sínar.
Toyota hefur kynnt til sögunnar
fyrsta hreina rafbíl merkisins
sem verður byggður á nýjum
undirvagni og keppa mun við
Volkswagen ID.4 og Tesla Model
Y.
Toyota bZ4X er fyrsti rafbíllinn
af sjö sem kynntir verða fram
til ársins 2025. Bíllinn kemur á
eTNGA undirvagninum sem er
sveigjanlegur að því leyti að hægt
er að stækka hann og minnka eftir
þörfum hvers módels. Undir
vagninn var þróaður í samstarfi
við Subaru sem hafði hönd í bagga
með hönnun fjórhjóladrifsins.
Toyota hefur ekki gefið upp neinar
stærðartölur en sagt að um milli
stóran jeppling sé að ræða. Talan
4 í nafninu bendir þó til þess að
hann sér svipaður af stærð og
RAV4. Hjólhafið virðist í lengra
lagi en Toyota segir að fótarými sé
svipað og í Lexus LS, svo gott má
það vera. Að sögn Toyota verður
bíllinn meðal annars búinn sólar
sellum til hleðslu.
Að innan er bíllinn alveg ný
hönnun eins og sést vel á litlu
mælaborði og stórum upplýsinga
skjá. Það sem flestir taka þó strax
eftir er óvenjulegt stýri bílsins.
Lagið er þannig að ökumaður mun
ekki þurfa að taka hönd af stýri
til að leggja á það, en það mun
breyta átaki eftir hraða bílsins.
Þessi tækni verður fyrst kynnt í
Kína, en Toyota áformar að kynna
það á heimsvísu á seinni stigum.
Bíllinn mun koma í framleiðslu
árið 2022 og er væntanlegur í sölu
það sumar.
Toyota kynnir bZ4X sem tilraunabíl
Ytra útlit bílsins er í takt við hvassar línur nýrri gerða Toyota-tvinnbíla og
glansandi plast í brettum vekur athygli ásamt löngu húddinu.
Stýrið er þannig uppsett að öku-
maður þarf bara að leggja einu sinni
á það, jafnvel við U-beygju.
Volkswagen hefur sent frá sér frétta
tilkynningu um að allar sportút
gáfur merkisins í framtíðinni muni
bera undirmerkið GTX. Fyrir eru
heiti eins og GTI, GTD og GTE sem
eru fyrir sportútgáfur bensínbíla,
dísilbíla og tengil tvinn bíla.
Fyrsti bíllinn til að fá GTXmerk
ið verður VW ID.4 GTX sem frum
sýndur verður í lok mánaðarins.
Hann verður að öllum líkindum
með sömu 302 hestafla rafmótora
og Skoda Enyaq vRS og verður því
um 6,2 sekúndur í hundraðið. Sá
búnaður er tveir rafmótorar, hvor
fyrir sinn öxulinn, og er aflið venju
lega aðeins á afturdrifi. Við snögga
inngjöf kemur aflið líka á fram
drifið eða þegar aksturskerfi bílsins
skynja að hann sé að missa grip.
Hægt verður að hafa hann í fjór
hjóladrifi eingöngu með svokölluðu
Tractionaksturskerfi.
GTX verður undirmerki Volkswagen
fyrir öflugri gerðir rafbíla
Volkswagen áætlar að auka sölu
rafbíla, meðal annars með sport-
legum GTX-útgáfum.
Þetta er í fimmta sinn sem bíll frá
Volkswagen hlýtur þessi verð-
laun en VW Golf, Polo og Up hafa
hlotið titilinn áður.
njall@frettabladid.is
Á þriðjudag var tilkynnt um úrslit
í vali á heimsbíl ársins 2021. Að
valinu standa 93 bílablaðamenn
frá 28 löndum og eru veitt verðlaun
í nokkrum flokkum. Volkswagen
ID.4 rafbíllinn hlaut titilinn
Heimsbíll ársins að þessu sinni en
áður hafði VW Golf hlotið verð
launin 2013, VW Up 2012, VW Polo
2010 og VW Golf 2009. Alls voru
24 bílar í forvalinu og var sá hópur
minnkaður niður í þrjá bíla í lok
mars, en í úrslitum voru ásamt VW
ID.4, Toyota Yaris og Honda e. Bílar
sem taka þátt í valinu þurfa að vera
framleiddir í að lágmarki 10.000
eintökum og vera til sölu í hið
minnsta tveimur heimsálfum.
Auk þess að velja Heimsbíl ársins
voru veitt verðlaun í nokkrum
öðrum flokkum. Í f lokki lúxus
bíla var það MercedesBenz Slína
sem skaut öðrum ref fyrir rass, en
í úrslitum voru einnig Land Rover
Defender og Polestar 2. Sportbíll
ársins var Porsche 911 Turbo sem
keppti við Audi RS Q8 og Toyota
GR Yaris. Borgarbíll ársins 2021 var
valinn Honda e sem atti kappi við
nafna sinn Honda Jazz og Toyota
Yaris. Loks var hönnun ársins
talin vera Land Rover Defender en
hann hafði betur gegn Honda e og
Mazda MX30.
Síðast en ekki síst velur
hópurinn sem stendur að valinu
Bílamann ársins. Sá sem hlaut
heiðurinn að þessu sinni var
enginn annar en Akio Toyoda, for
stjóri og stjórnarformaður Toyota
samsteypunnar. Toyota var eitt af
fáum bílamerkjum sem skiluðu
hagnaði á síðasta ári.
Volkswagen ID.4 er heimsbíll ársins
Volkswagen ID.4 er vel að titlinum kominn enda afburða rúmgóður rafbíll með 500 km drægi.
Defender var endurhannaður eins
og um nýjan bíl væri að ræða.
bZ4X er fyrsti
rafbíll Toyota af sjö
fyrir 2025.
2 4 . A P R Í L 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R40 B Í L A R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð