Fréttablaðið - 24.04.2021, Blaðsíða 90

Fréttablaðið - 24.04.2021, Blaðsíða 90
Kolbrún: Þetta var heldur aumt kvikmyndaár. Engin tilnefndu myndanna er frábær, sumar reyndar drepleiðinlegar. The Father finnst mér afar áhugaverð og hið sama má segja um Promis- ing Young Woman. Ég horfði hins vegar með mestri ánægju á Mank, þannig að hún fær mitt atkvæði. Ég er þó viss um að hin þraut- leiðinlega Nomadland muni vinna – algjörlega óskiljanlegt! Þórarinn Þórarinsson thorarinn@frettabladid.is Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Besti leikstjórinn Thomas Vinterberg Another Round David Fincher Mank Lee Isaac Chung Minari Emerald Fennell Promising Young Woman Chloé Zhao Nomadland Laskaður k vikmynda-bransinn heldur sína uppskeru- og árshátíð á sunnudagskvöld að íslenskum tíma og oft hefur nú verið meira líf í tuskum hátískuhönnuðanna og tilnefningunum almennt. En kannski er ekki við öðru að búast þegar heimsfaraldur og einstefna í rétthugsun leggjast á eitt. Það segir sitt um ástandið að aldrei þessu vant eru fulltrúar há- og dægurmenningardeilda Frétta- blaðsins í einu og öllu sammála um hver niðurstaðan verður í þeim fimm f lokkum sem vekja jafnan mesta athygli og áhuga. En sem betur fer á akademían það til að koma á óvart og úr óvæntri átt og nokkrir jókerar sem eru til alls líklegir eru í stokknum. Sem betur fer, því að annars væri aðeins hasar og spenna í kringum það hvort Húsvíkingar ríði ekki örugglega feitasta hestinum af rauða dreglinum með verðlaun fyrir besta lagið um heimabæinn við Skjálfanda þar sem hvalirnir eiga athvarf og söngur fjallanna bergmálar í gegnum gargið í máv- unum. Besta myndin The Father Judas and the Black Messiah Mank Minari Nomadland Promising Young Woman Sound of Metal The Trial of Chicago 7 Þórarinn: Drungi, þunglyndi og leiðindi eru dagskipunin hjá Óskarnum á þessum allra síðustu og leiðinlegustu tímum og í þeim efnum hefur Nomadland seigfljótandi yfirburði yfir aðrar tilnefndar myndir og mun hreppa verðlaunin þótt stemningin og tíðarandinn hrópi ef til vill hærra á Minari og að Netflix hafi keyrt á klikkaða kosningabaráttu fyrir The Trial of the Chigaco 7. Kolbrún: Vel David Fincher, leik- stjóra Mank sem skilar sínu verki af miklu öryggi og sannri fag- mennsku. Ég held samt að Chloé Zhao sé örugg með verðlaunin fyrir hina mjög svo þreytandi Nomadland. Ég veit ekki um neinn sem segist hafa horft á þá mynd af sannri ánægju. Listræn tilgerð mun sigra, en það er ekki alveg óþekkt í listaheiminum. Mávarnir öskra yfir döpru ársuppgjöri Óskarsins Tilnefningarnar til Óskarsverðlaunanna eru til vitnis um heldur dapurlegt kvikmyndaár og ýmislegt hefði varla komist á blað í venjulegu ári og engu veirufári. Allt virðist þetta svo fyrirsjáanlegt að sérfræðingar Fréttablaðsins eru í fyrsta skipti sammála um hjá hverjum allar eftirsóttustu stytturnar munu enda. Þórarinn: David Fincher er alveg hress í Mank og skilar flottri og skemmtilegri mynd um gerð handrits meintrar bestu myndar allra tíma, Citizen Kane. Þrátt fyrir sjálfhverfu Hollywood- liðsins verður þetta ekki kvöldið hans og þótt Nomadland hafi fært leiðindi upp í nýjar og áður óþekktar hæðir verður ekki af myndinni tekið að hún á erindi og Chloé Zhao hirðir þessi verðlaun verðskuldað. Það þarf lítið að þrasa um það. 2 4 . A P R Í L 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R50 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.