Fréttablaðið - 24.04.2021, Page 90
Kolbrún: Þetta var heldur aumt
kvikmyndaár. Engin tilnefndu
myndanna er frábær, sumar
reyndar drepleiðinlegar. The
Father finnst mér afar áhugaverð
og hið sama má segja um Promis-
ing Young Woman. Ég horfði hins
vegar með mestri ánægju á Mank,
þannig að hún fær mitt atkvæði.
Ég er þó viss um að hin þraut-
leiðinlega Nomadland muni vinna
– algjörlega óskiljanlegt!
Þórarinn
Þórarinsson
thorarinn@frettabladid.is
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
Besti leikstjórinn
Thomas Vinterberg Another Round
David Fincher Mank
Lee Isaac Chung Minari
Emerald Fennell Promising Young
Woman
Chloé Zhao Nomadland
Laskaður k vikmynda-bransinn heldur sína uppskeru- og árshátíð á sunnudagskvöld að íslenskum tíma og oft hefur nú verið meira
líf í tuskum hátískuhönnuðanna
og tilnefningunum almennt. En
kannski er ekki við öðru að búast
þegar heimsfaraldur og einstefna í
rétthugsun leggjast á eitt.
Það segir sitt um ástandið að
aldrei þessu vant eru fulltrúar há-
og dægurmenningardeilda Frétta-
blaðsins í einu og öllu sammála um
hver niðurstaðan verður í þeim
fimm f lokkum sem vekja jafnan
mesta athygli og áhuga.
En sem betur fer á akademían
það til að koma á óvart og úr
óvæntri átt og nokkrir jókerar sem
eru til alls líklegir eru í stokknum.
Sem betur fer, því að annars væri
aðeins hasar og spenna í kringum
það hvort Húsvíkingar ríði ekki
örugglega feitasta hestinum af
rauða dreglinum með verðlaun
fyrir besta lagið um heimabæinn
við Skjálfanda þar sem hvalirnir
eiga athvarf og söngur fjallanna
bergmálar í gegnum gargið í máv-
unum.
Besta myndin
The Father
Judas and the Black Messiah
Mank
Minari
Nomadland
Promising Young Woman
Sound of Metal
The Trial of Chicago 7
Þórarinn: Drungi, þunglyndi
og leiðindi eru dagskipunin hjá
Óskarnum á þessum allra síðustu
og leiðinlegustu tímum og í
þeim efnum hefur Nomadland
seigfljótandi yfirburði yfir aðrar
tilnefndar myndir og mun hreppa
verðlaunin þótt stemningin og
tíðarandinn hrópi ef til vill hærra
á Minari og að Netflix hafi keyrt
á klikkaða kosningabaráttu fyrir
The Trial of the Chigaco 7.
Kolbrún: Vel David Fincher, leik-
stjóra Mank sem skilar sínu verki
af miklu öryggi og sannri fag-
mennsku. Ég held samt að Chloé
Zhao sé örugg með verðlaunin
fyrir hina mjög svo þreytandi
Nomadland. Ég veit ekki um
neinn sem segist hafa horft á þá
mynd af sannri ánægju. Listræn
tilgerð mun sigra, en það er ekki
alveg óþekkt í listaheiminum.
Mávarnir öskra
yfir döpru ársuppgjöri
Óskarsins
Tilnefningarnar til Óskarsverðlaunanna eru til vitnis
um heldur dapurlegt kvikmyndaár og ýmislegt hefði
varla komist á blað í venjulegu ári og engu veirufári.
Allt virðist þetta svo fyrirsjáanlegt að sérfræðingar
Fréttablaðsins eru í fyrsta skipti sammála um hjá
hverjum allar eftirsóttustu stytturnar munu enda.
Þórarinn: David Fincher er alveg
hress í Mank og skilar flottri og
skemmtilegri mynd um gerð
handrits meintrar bestu myndar
allra tíma, Citizen Kane. Þrátt
fyrir sjálfhverfu Hollywood-
liðsins verður þetta ekki kvöldið
hans og þótt Nomadland hafi
fært leiðindi upp í nýjar og áður
óþekktar hæðir verður ekki af
myndinni tekið að hún á erindi og
Chloé Zhao hirðir þessi verðlaun
verðskuldað. Það þarf lítið að
þrasa um það.
2 4 . A P R Í L 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R50 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
LÍFIÐ