Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.04.2021, Qupperneq 91

Fréttablaðið - 24.04.2021, Qupperneq 91
Kolbrún: Þarna hlýtur baráttan að standa á milli Anth­ ony Hopkins og Chadwick heitins Boseman en báðir eru frábærir í hlutverkum sínum. Ég hallast að Hopkins sem er algjörlega frábær og veitir manni afar sannfær­ andi sýn inn í heim Alzheimer­sjúklings. Ég held þó að Boseman hreppi styttuna fyrir afar áhrifamikla túlkun sína. Þetta er eina tækifæri hans til að fá Óskarinn og ég held að styttan verði hans. Það mun verða hjart­ næm stund. Þórarinn: Valið stendur klárlega milli Anthony Hopkins og Chadwick Boseman en enginn deilir við dauðann og Boseman, sá frábæri leikari, er öllum harmdauði og ekkert getur komið í veg fyrir að aka­ demían sýni honum verðskuldaðan sóma og virðingu með styttunni. Hopkins á líka eina styttu fyrir og hefur verið tilnefndur sex sinnum en þessi tilnefning Bosemans er hans fyrsta og því miður sú síðasta. Kolbrún: Ég er einlægur aðdáandi hinnar stórkost­ legu leikkonu Violu Davis sem aldrei stígur feilspor. Ég veðja á hana og held að akademían geri það líka. McDormand hlýtur þó að eiga talsverða möguleika. Vanessa Kirby er fantagóð í Pieces of a Woman og gæti orðið óvæntur sigurvegari, en ég á samt ekki sérstaklega von á því. Þórarinn: Fengi ég einhverju ráðið fengi Carey Mull­ igan þessi verðlaun fyrir Promising Young Woman. Vegna þess að hún er frábær í góðri mynd en fékk einhvern leiðinda rembuskít yfir sig frá gagnrýn­ anda Variety. Óskarinn mætti alveg senda fingurinn í fílabeinsturninn með verðlaunum til hennar en vindurinn er í seglin hjá Violu Davis sem stelur styttunni frá Frances McDormand og eyðileggur Nomadland alslemmuna í leiðinni. Kolbrún: Sacha Baron Cohen er ansi góður í The Trial of Chicago 7 og fær mitt atkvæði en ég held að Daniel Kaluuya hreppi styttuna. Satt að segja finnst mér þessi flokkur einna minnst spennandi einfaldlega vegna þess að mynd­ irnar þykja mér ekkert sérstakar. Þórarinn: Sacha Baron Cohen er vissulega góður í The Trial of Chicago 7 og trommar meira að segja upp með ekta Óskarsverð­ launahárgreiðslu en samfélags­ stemningin í heimsþorpinu er með Judas and the Black Messiah. Myndin er enda með tvo leikara tilnefnda í þessum flokki; Lakeith Stanfield og Daniel Kaluuya og sá síðarnefndi tekur þetta með glæsi­ brag. Reyndar má gera alvarlegar athugasemdir við það hvers vegna hann er ekki tilnefndur í flokki aðalleikara en þá hefði hann að vísu mætt Boseman og þurft að lúta í lægra haldi. Kolbrún: Ég hef einungis séð stiklur úr Minari en þær benda til að Yuh­Jung Youn eigi Óskarinn skilið og ég hef trú á því að hún vinni. Hinar fjórar leikkonurnar eru allar góðar í sínum hlutverkum en Amanda Seyfried finnst mér best þeirra, hún er unaðsleg Marion Davies í Mank. Þórarinn: Amanda Seyfried var vissulega dásamleg í Mank og hélt Gary Oldman heldur betur á tánum í þeirra senum en Yuh­Jung Youn á verðlaunin svo sannarlega skilið og fær þau. Ég ætla samt að leyfa mér að láta persónulegar skoðanir mínar og dynti ráða hérna og veðja á Maria Bakalova í Borat Subsequent Moviefilm. Hún er það langbesta við þetta útvatnaða og heldur mislukkaða framhald epísku snilldarinnar Borat: Cultural Learnings of Amer­ ica for Make Benefit Glorious Nation of Kazakhstan og sýnir leik sem er mörgum klössum ofar en myndin sjálf. Besta leikkona Viola Davis Ma Rainey’s Black Bottom Andra Day The United States vs. Billie Holiday Vanessa Kirby Pieces of a Woman Carey Mulligan Promising Young Woman Frances McDormand Nomadland Besti leikari í aukahlutverki Sacha Baron Cohen The Trial of Chicago 7 Daniel Kaluuya Judas and the Black Messiah Leslie Odom One Night in Miami Lakeith Stanfield Judas and the Black Messiah Paul Raci Sound of Metal Besta leikkona í aukahlutverki Glenn Close Hillbilly Elegy Maria Bakalova Borat Subsequent MovieFilm Olivia Colman The Father Amanda Seyfried Mank Yuh-Jung Youn Minari Besti leikari Riz Ahmed Sound of Metal Chadwick Boseman Ma Rainey’s Black Bottom Anthony Hopkins The Father Gary Oldman Mank Steven Yeun Minari L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 51L A U G A R D A G U R 2 4 . A P R Í L 2 0 2 1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.