Fréttablaðið - 05.05.2021, Síða 1
20ÁRA— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —8 7 . T Ö L U B L A Ð 2 1 . Á R G A N G U R M I Ð V I K U D A G U R 5 . M A Í 2 0 2 1
KRINGLUKAST
20-50% AFSLÁTTUR5.-10. MAÍ
Miðvikudag til mánudags
VIÐSKIPTI Unnið er að því að leggja
skýrslubeiðni fyrir Alþingi sem
felur í sér að Ríkisendurskoðun geri
stjórnsýsluúttekt á starfsemi Sam-
keppniseftirlitsins. Þetta herma
heimildir Markaðarins. Frum-
kvæðið áttu Óli Björn Kárason og
Brynjar Níelsson, þingmenn Sjálf-
stæðisf lokksins og nefndarmenn
í efnahags- og viðskiptanefnd
Alþingis, en væntingar standa til
þess að þingmenn fleiri flokka komi
að skýrslubeiðninni.
Eftir því sem Markaðurinn kemst
næst mun stjórnsýsluúttektin bein-
ast að þeirri starfsemi Samkeppnis-
eftirlitsins sem snýr að samrunum
fyrirtækja. Þannig verður lagt mat
á eftirlitshlutverk stofnunarinnar,
árangur samrunamála og hvernig
þeim hefur verið háttað á síðustu
árum. – þfh / sjá Markaðinn
Biðja um úttekt
á samrunum
Allt tiltækt slökkvilið barðist í gær við að ráða niðurlögum gróðurelda sem kviknuðu í Heiðmörk síðdegis, Slökkviliðið naut aðstoðar bæði lögreglu og Landhelgisgæslunnar sem notaði
þyrlu við slökkvistarfið. Þegar Fréttablaðið fór í prentun taldi slökkviliðið sig hafa náð tökum á eldinum þótt mikil vinna hafi verið eftir við að slökkva hann. Sjá síðu 2 FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
VIÐSKIPTI Birgir Jónsson, nýr for-
stjóri félagsins Play, segir að það
sé vel pláss fyrir annað f lugfélag á
markaðinum í f lugi yfir hafið.
„Ég get ekki skrifað undir yfirlýs-
ingar um að það sé fullreynt að reka
annað flugfélag frá Íslandi. Ég byggi
það meðal annars á því að ég tel að
önnur lággjaldaf lugfélög sem hafa
verið starfrækt hér á landi hafi í raun
farið út af sporinu í sínum rekstri.
Það er ekkert náttúrulögmál þar að
baki heldur einungis sú staðreynd að
það voru teknar rangar ákvarðanir,“
segir Birgir í viðtali við Markaðinn.
Þrátt fyrir innkomu Play telur
Birgir langt í að við sjáum aftur þann
massatúrisma sem einkenndi ferða-
þjónustuna fyrir fáum árum þegar
Icelandair og WOW héldu úti 50 til
60 vélum í áætlunarflugi.
Play hafi engin áform um að vaxa
hratt heldur muni einblína á að vera
sveigjanlegt, lítið f lugfélag, sem ætli
sér að skila arðsemi fyrir hluthafa
þess með því að finna „matarholur“
til hliðar við stóru flugfélögin.
„Við ætlum ekkert að sigra heim-
inn og vera með f leiri tugi véla í
rekstri – heldur vera fókuseraðir,
einblína á afkomuna og virðið sem
við erum að búa til fyrir viðskipta-
vininn. Það voru þessir hlutir sem
fóru áður úrskeiðis í þessum lág-
gjaldaflugfélögum,“ segir Birgir.
Áætlanir Play gera ráð fyrir að
byrja með þrjár Airbus A321 Neo-
vélar í sumar en á næsta ári, þegar
stefnt er að því að hefja f lug til
Bandaríkjanna, er áformað að flug-
flotinn verði stækkaður í 6-8 vélar.
„Ég held að heppilegasta stærðin af
flugflota fyrir félag eins og Play sé um
15 vélar,“ útskýrir Birgir.
„Ef okkur ætlar að takast að halda
niðri kostnaði sem lággjaldafélagi
þá verðum við að gæta að því að vera
með framboð sem endurspeglar
raunverulega eftirspurn. Ef hún er
ekki fyrir hendi þá er miklu betra
að leyfa vélunum bara að standa
óhreyfðum.“ – hae / sjá Markaðinn
Ætlum ekki að sigra heiminn
Nýr forstjóri Play segir að nálgunin verði ekki að vaxa hratt heldur að vera lítið flugfélag sem geti skilað
góðri afkomu. Pláss fyrir tvö innlend flugfélög sem fljúga yfir hafið. Heppileg stærð á flota um 15 vélar.
Önnur lággjalda-
flugfélög sem hafa
verið starfrækt hér á landi
hafa í raun farið
út af sporinu í
sínum rekstri.
Birgir Jónsson,
forstjóri Play