Fréttablaðið - 05.05.2021, Síða 6
Gott væri ef hreins-
unin gæti hafist
ekki seinna en á næsta ári.
Kolbeinn Óttarsson
Proppé,
þingmaður VG
Stefnt er að því að
Bandaríkin taki við allt að
62.500 flóttamönnum í ár.
AÐALFUNDUR FYLKIS
Fimmtudaginn 20. maí 2021 kl. 19:30 er boðað til aðal-
fundar Íþróttafélagsins Fylkis í samkomusal Fylkishallar.
Dagskrá:
• Hefðbundin aðalfundastörf samkvæmt lögum félagsins
• Önnur mál.
Upplýsingar um fjöldatakmarkanir vegna fundarins
verða settar á heimasíðu félagsins þegar þær liggja fyrir.
Aðalstjórn Fylkis
UMHVERFISMÁL Stjórnskipunar- og
eftirlitsnefnd Alþingis samþykkti í
gær að fela Guðmundi Inga Guð-
brandssyni, umhverfis og auð-
lindaráðherra, að gangast fyrir
rannsókn á umfangi mengunar
á Heiðarfjalli á Langanesi, bæði í
jarðvegi og grunnvatni. Þar hafði
Bandaríkjaher aðstöðu fyrir rúmri
hálfri öld. Samhliða verði ráðherra
falið að gera áætlun um kostnað
og hreinsun úrgangs og spilliefna.
Verði skýrslurnar unnar í samstarfi
við landeigendur jarðarinnar Eiðis
og skilað eigi síðar en 15. mars árið
2022.
Bandaríkjaher rak ratsjárstöð
á Heiðarfjalli árin 1954 til 1970 og
skildi eftir sig mikinn úrgang og
spilliefni í jörðu. Í áratugi hafa land-
eigendur, með stuðningi sveitar-
félagsins, barist fyrir því að herinn
hreinsi eftir sig og kærumál gengið á
öllum dómstigum, bæði innlendum
og erlendum, en ekki haft erindi
sem erfiði.
Allir fulltrúar nefndarinnar sam-
þykktu ályktunina og Kolbeinn
Óttarsson Proppé, þingmaður
Vinstri grænna og talsmaður máls-
ins, segir að hún hafi verið unnin í
góðu samstarfi. Í ljósi þessa segist
hann eiga von á því að þingheimur
samþykki ályktunina í vor.
„Ég ætla að leyfa mér að vona að
þetta sé upphafið að endinum á
þessari áratugalöngu baráttu,“ segir
Kolbeinn. „Það er löngu kominn
tími á að þetta ranglæti sé leiðrétt.“
Í greinargerðinni kemur fram að
nauðsynlegt sé að íslensk stjórnvöld
hefji viðræður við Bandaríkjastjórn
og Atlantshafsbandalagið (NATO)
um aðkomu og þátttöku í væntan-
legu hreinsunarstarfi.
Viðhorfið til umhverfismála sé
gjörbreytt frá brotthvarfi hersins
og hvorki Bandaríkjaher né NATO
hafi farið varhluta af þessari breyt-
ingu þegar kemur að viðskilnaði á
hernaðarsvæðum. Bandaríkjaher
hafi áður hreinsað land þar sem
áður stóðu herstöðvar, óháð samn-
ingum og kvöðum, og NATO verið
tilbúið að veita styrki til rannsókna
á mengun vegna hernaðarumsvifa.
Um er að ræða tveggja hektara
svæði þar sem raf hlöður og ýmis
önnur spilliefni hersins voru grafin
á fjögurra til fimm metra dýpi. Í
rannsókn sem landeigendur létu
gera á tíunda áratugnum mældist
blý bæði í jarðvegi og grunnvatni en
á jörðinni eru náttúrulegir grunn-
vatnsgeymar. Hreinsun á svæðinu
hefur verið afar takmörkuð hingað
til enda verkið afar umfangsmikið.
Kolbeinn segist vona að hægt
verði að leggja mat á umfang meng-
unarinnar sem fyrst til að hægt
sé að gera áætlanir. „Gott væri ef
hreinsunin gæti hafist ekki seinna
en á næsta ári,“ segir hann.
kristinnhaukur@frettabladid.is
Upphafið að endinum
í Heiðarfjallssögunni
Verði ályktun um hreinsun Heiðarfjalls, þar sem Bandaríkjaher skildi eftir
úrgang, samþykkt á Alþingi verður kostnaðaráætlun sett upp innan árs. Kol-
beinn Óttarsson Proppé segir löngu tímabært að leiðrétta ranglæti í málinu.
Um er að ræða tveggja hektara svæði við Heðarfjall sem stendur nálægt Þórshöfn á Langanesi.FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
FAXAFEN 11, 108 REYKJAVÍK, S: 534-0534
WWW.PARTYBUDIN.IS
Allt fyrir veisluna á einum stað
Skraut, borðbúnaður, búningar og tækjaleiga
Komdu yfir í stuðið á orkusalan.is
FÁÐU
KASSANA
FRÍTT
Ertu að flytja?
BANDARÍKIN Joe Biden, forseti
Bandaríkjanna, hefur ákveðið að
taka á móti f leiri f lóttamönnum
á þessu ári en hingað til. Miðað
verður við að f lóttamennirnir verði
allt að 62.500.
Fyrir tveimur vikum uppskar
ríkisstjórn Bidens mikla gagnrýni
fyrir að halda í það viðmið sem sett
var í valdatíð Donalds Trump sem
var að einungis yrði tekið við 15
þúsund f lóttamönnum ár hvert.
Í yfirlýsingu um breytinguna
sagði Biden að stefna Trumps end-
urspeglaði ekki gildi Bandaríkj-
anna sem þjóðar sem tekur á móti
og styður við f lóttamenn. „Það
er mikilvægt að grípa til þessara
aðgerða til að fjarlægja þann lang-
varandi vafa í huga f lóttamanna
um allan heim sem hafa þurft að
þola svo margt og bíða eftirvænt-
ingarfullir eftir að nýtt líf sitt hefj-
ist,“ sagði hann og bætti svo við að
stefnt væri að því að auka fjöldann
enn frekar á næsta ári, um 125
þúsund.
Flóttamannastofnun Sameinuðu
þjóðanna hefur fagnað ákvörðun
forsetans. Filippo Grandi, yfir-
maður hjá stofnuninni, sagði að
með ákvörðun forsetans myndu
Bandaríkin endurheimta forystuna
í f lóttamannamálum í heiminum.
Aðeins um 1,6 prósent þeirra
1,44 milljóna sem Flóttamanna-
stofnunin skilgreindi í forgangs-
hópi fundu heimili í nýjum lönd-
um í gegnum stofnunina á síðasti
ári eða um 22,770, minnsti fjöldi í
hartnær tvo áratugi. Helsta ástæða
þess eru áhrif heimsfaraldursins en
samgöngur milli landa hafa dreg-
ist saman og mörg ríki ákveðið að
taka við færri f lóttamönnum. – atv
Fagna nýrri flóttamannastefnu Bidens
Joe Biden forseti hefur uppskorið
fögnuð vegna hinnar nýju stefnu.
5 . M A Í 2 0 2 1 M I Ð V I K U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð