Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.05.2021, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 05.05.2021, Qupperneq 8
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Friðsam- legur sáttafundur hlýtur að gefa betri raun inn í framtíðina en einhliða og opinber yfirlýsing um að unglingur- inn sé ofbeldis- maður. Talið er að 10.000 borgarbúar hafi komið að mótun stefnunnar. Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur @frettabladid.is ára Látum draumana rætast, er yfirskrift mennta-stefnu Reykjavíkur sem samþykkt var af öllum flokkum í borgarstjórn 20. nóvember 2018. Stefnan gildir til ársins 2030. Hún var unnin í víð- tæku samráði barna, foreldra, kennara, starfsfólks og stjórnenda í skóla- og frístundastarfi borgar- innar með ráðgjöf innlendra og erlendra mennta- fræðinga. Talið er að 10.000 borgarbúar hafi komið að mótun stefnunnar þar sem leitað var svara við því hver væri mikilvægasta hæfnin sem ungmenni þyrftu að búa yfir við útskrift úr grunnskóla vorið 2030. Niðurstaðan var að leggja bæri áherslu á fimm grundvallarþætti: félagsfærni, sjálfseflingu, læsi, sköpun og heilbrigði. Framtíðarsýnin er að móta kraftmikið skóla- og frístundastarf þar sem börn og unglingar öðlast menntun og reynslu til að láta drauma sína rætast og hafa jákvæð áhrif á umhverfi sitt og samfélag. Fjölbreytt umbótaverkefni Á þeim þremur árum sem liðin eru frá samþykkt stefnunnar hefur verið unnið að fjölbreyttum þróunar- og nýsköpunarverkefnum í skóla- og frístundastarfi borgarinnar, en meðal aðgerða var að veita árlega 200 milljónum króna í styrki til skóla- og frístundastarfsins í fjölbreytt umbótaverk- efni. Þrátt fyrir ágjöf allt síðastliðið ár hefur verið magnað að sjá þann kraft sem einkennir skóla- og frístundastarf borgarinnar og á allt starfsfólk, börn og foreldrar hrós skilið fyrir samstarf, seiglu og fádæma útsjónarsemi. Á Menntastefnumóti 10. maí verður haldin upp- skeruhátíð í þessu víðtæka þróunar- og nýsköp- unarstarfi. Þar verður hægt að fá innsýn í marg- þætt og spennandi starf leikskóla, grunnskóla, frístundaheimila og félagsmiðstöðva og hlusta á innlenda og erlenda gesti fjalla um menntun til framtíðar. Viðburðurinn er rafrænn og öllum opinn og má nálgast á menntastefnumot.vel- komin. is Mótum nýja menntastefnu Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla- og frí- stundasviðs Fríða Bjarney Jónsdóttir deildarstýra Ný- sköpunarsmiðju menntamála hjá SFS The Towering Inferno Það má alltaf treysta á gott bíó þegar kirkjunnar menn deila. Nú hafa Mótettukórinn og Schola Cantorum sungið sitt síðasta í Hallgrímskirkju og fylgja organistanum út kirkjugólfið. „Hvað er eiginlega að gerast í kirkjunni okkar þegar svona slys verða?“ spyr Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson tónlistarmógúll með meiru á Facebook-síðu sinni í kjölfar fréttanna um að Hörður Áskelsson sé horfinn úr starfi kantors kirkjunnar. „Mótettu- kórinn og Schola Cantorum horfin úr Hallgrímskirkju. Það er efni í stórslysamynd,“ segir Þorvaldur Bjarni. Hvort síðasta versið í þessum útgöngusálmi hefur verið sungið er óvíst. Air Sky Lagoon Connect Guðni Ágústsson tók sér penna í hönd og skrifaði í Morgunblað gærdagsins að miðaldra karlar væru að ganga að íslenskunni dauðri. Vísaði hann þar til þess að nýjasta viðbót við afþrey- ingu á höfuðborgarsvæðinu, Sky Lagoon á Kársnesi, hefði verið valið einmitt þetta nafn. Mun betra hefði verið að að nefna baðstaðinn „Skýjalónið“ eða „Skýjaborgina“. Guðni er ágætur en hann er ekki góður í að finna nöfn á fyrirtæki ef marka má þessa tillögu hans. Sky Lagoon er vissulega ekki gott heiti en þó skömminni skárra en „Skýja- borgin“. Hver vill baða sig í Skýjaborg? Í gær var ung kona, Elínborg Harpa Önundar-dóttir, dæmd fyrir að hafa sparkað í lögreglu-mann og óhlýðnast fyrirmælum hans. Vett-vangur brotsins var Alþingi þar sem konan hafði tekið sér stöðu og óskaði eftir áheyrn kjörinna fulltrúa um vanda flóttafólks. Refsing hennar er tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þá ber henni að greiða sakarkostnað málsins, rúma milljón króna. Elínborg er ekki sú eina sem hefur verið ákærð og dæmd fyrir brot gegn valdstjórninni í kjölfar mót- mæla. Dæmin eru fjölmörg. Refsivernd lögreglumanna var aukin 2007 og refsirammi fyrir brot gegn valdstjórninni hækkaður úr sex í átta ár að hámarki. Síðan þá hefur umburðarlyndi lögreglu gagnvart hvers kyns hótunum og ofbeldi gegn lögreglumönnum snarminnkað og málafjöldi í vald- stjórnarbrotum aukist til muna. Á hverju ári eru á bilinu 120 til 140 valdstjórnarbrot kærð til héraðssaksóknara. Fæst þeirra varða mót- mælendur. Í flestum tilvikum er um að ræða ölvað fólk sem lögregla þarf að hafa afskipti af. Sum þeirra eru alvarleg, flest verða að teljast smávægileg. Nýverið var maður ákærður fyrir að hóta lögreglu- manni lífláti þar sem hann sat handjárnaður í aftur- sæti lögreglubifreiðar. Annar var ákærður fyrir ofbeldi gegn tveimur lögreglumönnum í fangaklefa á lögreglu- stöðinni við Hlemm. Lögreglumennirnir höfðu ákærða í tökum þegar hið meinta ofbeldisbrot var framið. Ef staðreyndin er í raun og veru sú að lögreglumenn séu svo hætt komnir við störf sín að kæra þurfi hátt í þrjú ofbeldisbrot gegn þeim í hverri viku stöndum við frammi fyrir alvarlegum vanda. En sem betur fer enda ekki öll þessi mál í ákæruferli og menn geta velt fyrir sér hvort stundum sé verið að gera úlfalda úr mýflugum. Í viðtali við Fréttablaðið fyrir nokkrum árum sagði Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari að of lítill greinarmunur væri gerður á alvarleika mála. Það mætti hífa refsingar upp fyrir alvarleg valdstjórnar- brot og láta vægari brotin falla niður. Hún sagði sátta- miðlun hafa gefist vel: „Þar komu ungir krakkar inn sem voru að stíga sín fyrstu skref út af sporinu og við erum að reyna að stoppa þá þróun,“ sagði Kolbrún. Þetta er hins vegar sjaldgæft, því miður. Fólk er bara ákært og dæmt, jafnvel fyrir ekki þyngra brot en að hrækja á hlífðarvesti lögreglumanns. Er þetta skynsamleg leið til að bæta samskipti lögreglu við borgarana? Fólk sem ver frítíma sínum í að krefjast betra sam- félags, ekki aðeins fyrir sig sjálft, heldur einnig og mun oftar fyrir samborgara sína, er fólk sem er vel þess virði að ræða við í góðu tómi. Lögreglan hefur úrræði til að nálgast það á yfirvegaðri hátt en með ákæru. Það sama er að segja af ungmennum sem lögreglan þarf að hafa afskipti af. Friðsamlegur sáttafundur hlýtur að gefa betri raun inn í framtíðina en einhliða og opinber yfirlýsing um að unglingurinn sé ofbeldis- maður. Hættum þessu rugli og sættumst á þau mál sem for- svaranlegt er að ljúka án dóms. Mildi er best ? 5 . M A Í 2 0 2 1 M I Ð V I K U D A G U R8 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.