Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.05.2021, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 05.05.2021, Qupperneq 18
Þorsteinn Friðrik Halldórsson tfh@frettabladid.is Fjarskipta- fjölmiðlunar-fyrirtækið Sýn undirbýr frekari sölu á fjarskipta-innviðum á þessu ári að sögn Heiðars Guðjóns-sonar, forstjóra Sýnar. Hann segir Ríkisútvarpið hafið yfir lög og reglur og furðar sig á því að stjórnvöld hafi ekki átt frumkvæði að því að jafna stöðu íslenskra fjöl- miðla og samfélagsmiðla. Styrkja- kerfi fyrir fjölmiðla lini einungis þjáningar en bjargi engu. „Við getum selt eignir fyrir marga milljarða á þessu ári,“ segir Heiðar í samtali við Markaðinn. Sýn hefur náð samkomulagi við erlenda fjárfesta um sölu og endur- leigu á óvirkum farsímainnviðum félagsins. Væntur söluhagnaður nemur yfir 6 milljörðum króna. „Verð á innviðum hefur hækkað mikið á alþjóðavísu. Á meðan félag eins og Sýn er metið á fimm sinnum EBITDA [rekstrarhagnaður fyrir skatta, fjármagnsliði og afskriftir] eru innviðir metnir á bilinu 20 til 30 sinnum EBITDA. Og hvers vegna er það? Stofnanafjárfestar á borð við lífeyrissjóði og tryggingafélög sækja í öruggt sjóðsflæði til langs tíma – eignir sem haga sér í raun eins og skuldabréf – sem er nánast hvergi fáanlegt,“ segir Heiðar. „Það er okkur mjög hagfellt að geta nýtt þessa miklu eftirspurn til að selja innviði á góðu verði til fjár- festa sem eru traustir og sérhæfðir í innviðafjárfestingum. Getum við gert þetta við aðra innviði? Já, svo sannarlega,“ bætir Heiðar við. „Við eigum f leiri inn- viði, svo sem IPTV-kerfið í kringum myndlyklana og landsdekkandi burðarnet, sem við viljum gjarnan selja og það eru kaupendur sem vilja kaupa.“ Í tilkynningu Sýnar til Kaup- hallarinnar kom fram að sala og endurleiga á óvirkum innviðum hefðu óveruleg áhrif á EBITDA fyrir- tækisins. „Þetta breytir engu um rekstrar- niðurstöðuna,“ segir Heiðar. „Við eigum ekki lengur þessi möstur, hættum að þjónusta þau og hættum að fjárfesta í viðhaldi. Kaupandinn tekur á sig krónuáhættu, vaxta- áhættu og mótaðilaáhættu ef eitt- hvað kemur upp hjá okkur eða NOVA. Við losnum við áhættu, fáum gott verð fyrir og einföldum þannig reksturinn. Það sem við erum að vinna í er að breyta kostn- aði fyrirtækisins úr föstum í breyti- legan þannig að hann fari upp og niður með tekjunum.“ Stefnumótunin að skila sér Óhætt er að segja að rekstur Sýnar sé margþættari en rekstur f lestra fyrirtækja. Kaup á eignum 365 miðla árið 2017 sameinuðu fjar- skiptarekstur og fjölmiðlun, og viðskiptalíkanið var útvíkkað enn frekar með kaupum á upplýsinga- tæknifyrirtækinu Endor árið 2019. „Við erum með viðskiptasam- band við yfir 70 þúsund heimili, um helming af 300 stærstu fyrirtækjum landsins og mjög stóran hluta af smærri fyrirtækjum. Það er ekki fráleitt að útvíkka viðskiptasam- bandið með því að selja til dæmis raforku, tryggingar eða öryggis- þjónustu. Við þekkjum viðskipta- vini okkar vel og getum nýtt stærð- arhagkvæmnina til þess að lækka kostnað heimila og fyrirtækja á ýmsum sviðum,“ segir Heiðar. Yfirtakan á eignum 365 miðla gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig. Samþætting tók lengri tíma en búist var við og kostnaður var umfram spár. Á árinu 2019 nam tap Sýnar ríflega 1,8 milljörðum króna. „Það má segja að samþættingin hafi ekki gengið sem skyldi en við- skiptahugmyndin á bak við sam- einingu fjarskipta og fjölmiðla er enn góð og gild,“ segir Heiðar. Ráðist var í stefnumótun á árinu 2019 til þess að koma fyrirtækinu á réttan kjöl en hún fól í sér miklar umbætur á þjónustuleiðum og vöruframboði Sýnar. Afraksturinn kemur sífellt betur í ljós. „Ánægjuskor okkar í könnunum hefur nú aldrei mælst jafnhátt en sumarið 2019 hafði það aldrei verið jafnlágt. Og ánægja starfsmanna hefur aldrei mælst hærri í sögu fyr- irtækisins. Það er eitthvað að gerast sem fólk hefur trú á.“ Sýn tapaði 400 milljónum króna á árinu 2020 en ef ekki hefði verið fyrir kórónaveirufaraldurinn, sem hafði verulega neikvæð áhrif á auglýsingatekjur og farsímatekjur, hefði fyrirtækið skilað hagnaði. Þá var tap fjórða ársfjórðungs einungis 3 milljónir króna samanborið við ríflega 2 milljarða króna tap á sama fjórðungi 2019. Þá hefur lækkun áskriftarverðs skilað sér í mikilli fjölgun áskrif- enda. Verð á Stöð 2 Sport hefur helmingast á síðustu þremur árum. „Það hafa ekki verið fleiri áskrif- endur að Stöð 2 um margra ára skeið. Í mars fórum við af stað með fjölskyldupakka þar sem Stöð 2 og Stöð 2 plús er selt saman ásamt fjar- skiptaþjónustu. Kaupin á fjölmiðl- unum voru einmitt til þess gerð að hægt væri að bjóða betra verð til heimila og þá má því segja að búið sé að sameina fyrirtækin endanlega þegar fjölmiðlarnir og fjarskiptin vinna svona saman.“ Læsingin gaf góða raun Í byrjun árs voru kvöldfréttir Stöðvar 2 teknar úr opinni dag- skrá en þar með urðu þær einungis aðgengilegar áskrifendum. Heiðar segir að í kjölfarið hafi áskrifendum að stöðinni fjölgað í þúsundatali. „Við erum mjög ánægð með þessa ákvörðun. Og auk þess er meiri samfella í dagskrárgerðinni því nú þarf ekki að huga að því að ein- hverjir sem eru ekki áskrifendur séu að einnig að horfa. Þetta er hrein áskriftarstöð.“ Hafið þið í hyggju að ganga enn lengra? Til dæmis að setja hluta af Vísi á bak við greiðslugátt? „Það er ein hugmynd. Ef þú skoð- ar fjölmiðla á Norðurlöndum þá sérðu að þeir eru nánast allir með efni á bak við greiðslugátt. Að því leyti er Ísland í ákveðinni sérstöðu. Stærstu vefmiðlarnir, Vísir og síðan mbl.is, eru með opinn aðgang að nánast öllu sínu efni. En ég get séð fyrir mér eins konar „premium“ áskrift að Vísi sem veitir aðgang að enn meira efni og sníður viðmótið eftir höfði neytandans. Ef þú ert til Sýn vill gjarnan selja fleiri innviði í ár Sýn getur selt fleiri innviði fyrir milljarða á þessu ári. Afrakstur af stefnumótun að skila sér í rekstrarbata. Heiðar Guðjónsson forstjóri segir Vísi eiga mikið inni og gæti hugsað sér greiðslugátt að efni á vefmiðlinum. Sláandi hversu langt RÚV gangi í samkeppni við einkamiðla. Heiðar Guðjónsson segir að ánægjuskor Sýnar í könnunum hafi aldrei mælst hærra en um þessar mundir en sumarið 2019 var það hins vegar í lágmarki. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Fjölmiðlafrum- varpið linar þján- ingar en bjargar engu. Það er plástur á sár sem stækkar og stækkar. 5 . M A Í 2 0 2 1 M I Ð V I K U D A G U R6 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.