Fréttablaðið - 05.05.2021, Síða 23

Fréttablaðið - 05.05.2021, Síða 23
SUMARGRILL Veglegt sérblað Fréttablaðsins um sumargrill kemur út 8. maí nk. Allt sem hugsast getur varðandi grillið í sumar. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Nánari upplýsingar um blaðið veitir: Jón Ívar Vilhelmsson, markaðsfulltrúi Fréttablaðsins Sími 550 5654 / jonivar@frettabladid.is dæmis mikill íþróttaáhugamaður og heldur með Arsenal þá væru fréttir þess efnis efst á síðunni.“ Heiðar ítrekar þó mikilvægi þess að Vísir, sem er stærsti vefmiðill landsins ef horft er til fjölda not- enda, ræki áfram hlutverk sitt sem almannaþjónusta. Sérstaklega í ljósi þess að upplýsinga- og fréttavefir á vegum ríkisins geta reynst brigðulir á ögurstundu. „Í eldgosinu hrundu vefir Ríkisútvarpsins og Veðurs.is vegna álags á meðan Vísir hélt sínu striki.“ Að mati Heiðars á Vísir mikið inni en á síðasta ársfjórðungi jukust aug- lýsingatekjur vefmiðilsins um 15 prósent á milli ára. Helsta vaxtartækifærið gæti þó falist í uppbyggingu tengdri hluta- neti (e. Internet of Things), sem gerir tækjum kleift að tala saman og er einn angi af fjarskiptum framtíðar- innar. Sýn hefur til að mynda unnið með Controlant í yfir áratug og bjó til fyrstu sérhæfðu kortin sem fyrir- tækið notar í mæla sína. Samningar Controlant við lyfjarisa um að nýta tækni íslenska fyrirtækisins við dreifingu á bóluefni gegn COVID-19 voru mikil lyftistöng fyrir þennan hluta starfseminnar. „Ég hugsa að við séum með um 95 prósenta markaðshlutdeild á Íslandi þegar kemur að sérhæfðum kortum. Við erum í algjörum sér- flokki,“ segir Heiðar. Við þetta bætist að Sýn mun tengja alla nýja snjallmæla Veitna á um 160.000 stöðum og samstarf við Vodafone Global gerir það að verkum að nánast allir nýir bílar sem koma til landsins frá og með þessu ári munu tengjast við sím- kerfi Sýnar. RÚV hafið yfir lög og reglur Rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla á Íslandi litast af umsvif- um Ríkisútvarpsins á auglýsinga- markaði og í dagskrárgerð. En þrátt fyrir að áhrif stofnunarinnar á fjöl- miðlamarkaðinn hafi legið fyrir lengi hafa stjórnvöld lítið aðhafst. „Árið 1996, þegar áform voru uppi um að breyta afnotagjaldinu í nefskatt, var skrifuð skýrsla fyrir menntamálaráðuneytið. Þar var fullyrt – og spáð hárrétt fyrir – að starfsemi Ríkisútvarpsins myndi smám saman ganga að einkarekn- um fjölmiðlum dauðum og lagt til að stofnunin yrði tekin af auglýs- ingamarkaði. Þetta var fyrir aldar- fjórðungi síðan.“ Hefurðu misst trúna á því að stjórnvöld taki á ruðningsáhrifum Ríkisútvarpsins? „Já, ég hef enga trú á því að það verði einhverjar breytingar í bráð. En það er ekki eins og ég sé á móti Ríkisútvarpinu. Það ætti að sinna menningarþjónustu en ekki keppa við einkamiðla.“ Heiðar rifjar upp viðtal sem Morg- unblaðið tók fyrr í vetur við hann, Orra Hauksson, forstjóra Símans, og Stefán Eiríksson útvarpsstjóra. Þar var bent á að RÚV hefði oft framleitt efni til höfuðs einkareknum miðlum, svo sem barnaefni, en Stefán sagði að hann teldi ekki að RÚV ætti að vera í beinni samkeppni við einkamiðla um áhorf á tilteknum tímum. „Síðan hefst nýr tónlistarþáttur á RÚV í síðasta mánuði sem er nákvæmlega á sama tíma og Heima með Helga. Það er sláandi hversu langt RÚV gengur,“ segir Heiðar. Og honum virðist að RÚV sé hafið yfir lög og reglur. Árið 2019 birti Ríkisendurskoðun skýrslu um rekstur Ríkisútvarpsins þar sem fjölmiðillinn var sagður brjóta lög með því að hafa vanrækt að setja samkeppnisrekstur í sér- stakt dótturfélag. Lög sem kveða á um að RÚV skuli stofna dótturfélag eru frá árinu 2013 en gildistöku umrædds ákvæðis var frestað til 2018. Sagði í skýrslunni að ákvæðið um dótturfélag væri til að tryggja að ríkisstyrkir rynnu ekki til annarrar starfsemi en almannaþjónustu. „Skýrslan varpaði ljósi á það hvernig RÚV var að blekkja virðis- aukaskattskerfið með því að nota innskattinn af almannaþjónustunni þegar þau máttu einungis nota inn- skattinn af samkeppnishlutanum. Þetta var bókhaldsbrella. Ef einka- fyrirtæki hefði verið staðið að þessu hefði brotið varðað fangelsisvist. Og ef eigandinn gæti ekki endurgreitt ríkinu vangoldin gjöld hefði hann verið gerður persónulega gjald- þrota.“ Þá birti fjölmiðlanefnd skýrslu á síðasta ári þar sem ríkismiðillinn er sagður hafa þverbrotið þjónustu- samning sinn við stjórnvöld með því að f lokka verktakagreiðslur til starfsmanna sinna sem kaup á dagskrárefni frá sjálfstæðum og óskyldum framleiðendum. Sinnulaus stjórnvöld Ásamt umsvifum RÚV er tilfærsla auglýsinga yfir til samfélagsmiðla ein stærsta rekstraráskorun einka- rekinna fjölmiðla á Íslandi. Hins vegar fær ríkissjóður engan virðis- aukaskatt af auglýsingakaupum á samfélagsmiðlum, jafnvel þó að þær séu keyptar af íslenskum fyrir- tækjum og séu ætlaðar neytendum á Íslandi. „Áður fyrr sögðu samfélags- miðlarnir allir í kór að þeir væru einungis opinn vettvangur, að þeir gætu ekki haft stjórn á efninu sem þar birtist. Síðan afhjúpa þeir sig í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum þegar þeir hófu að ritskoða fréttir þeim tengdar. Nú eru Ástralía og Kanada að stíga fram og gera samninga við þessa sam- félagsmiðla þannig að þeir greiði höfundarréttargreiðslur, skatta og önnur gjöld. Það er ótrúlegt að stjórnvöld hér á landi hafi ekki kippt þessu í liðinn þegar þau hafa skýra hagsmuni af því að vernda íslenska fjölmiðlun. Í staðinn er verið að koma á fót styrkjakerfi fyrir fjölmiðla. Það er miklu nær að jafna leikinn frekar en að fást við afleiðingarnar,“ segir Heiðar og vísar þar bæði til umsvifa RÚV og samfélagsmiðla. Fjölmiðlafraumvarpið er sem sagt gagnslítið? „Fjölmiðlafrumvarpið linar þján- ingar en bjargar engu. Það er plástur á sár sem stækkar og stækkar. Svo vitum við að um leið og ríkið kemur á fót styrkjakerfi byrja fjölmiðlar að laga sig að skilmálum kerfisins. Allt í einu er komin ógn við ritstjórnar- legt sjálfstæði.“ Reglur og höft kosta sitt Fjarskiptalagafrumvarp er nú í meðförum Alþingis. Í frumvarpinu er kveðið á um að búnaður í til- teknum hlutum innlendra farneta, sem teljast viðkvæmir með tilliti til almannahagsmuna og öryggis ríkisins, skuli í heild sinni eða að ákveðnu hlutfalli búnaðar vera frá framleiðanda í ríki sem Ísland á öryggissamstarf við eða ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins. Frumvarpinu er meðal annars ætlað að tryggja að 5G-kerfin verði ekki of háð kínverska fyrirtækinu Huawei eða öðrum framleiðendum tæknibúnaðar. Bæði Sýn og Nova nota fjarskiptabúnað frá Huawei. „Í frumvarpinu felast jákvæðar breytingar sem miða að því að leyfa meiri samrekstur á kerfum í stað þess að hvert fyrirtæki sé í sínu horni. Við þekkjum hvernig þetta hefur verið með Mílu og Gagnaveitu Reykjavíkur sem grafa tvo ljósleið- ara í hvert hús. En það er ekki enn búið að afgreiða frumvarpið sem veldur því að við eigum erfitt með að ráðast í fjárfestingar til lengri tíma. Við vitum ekki hvaða tak- markanir á birgja verða settar. Okkur finnst ótækt að ríkið ætli að skipa einkafyrirtækjum fyrir um við hverja þau eiga viðskipti. Við tökum öryggishlutverk okkar mjög alvarlega og á vegum Voda- fone Global starfa þúsundir fjar- skiptaverkfræðinga sem sjá um að ganga úr skugga um að kerfin séu örugg. Þá vaknar sú spurning hvort þingmönnum á Íslandi sé betur treystandi en þeim til þess að meta áhættuna. En svona er þetta oft með reglur og höft. Fólk virðist ekki átta sig á því að reglur kosta og í þessu tilfelli kosta þær gríðarlega fjármuni. Sterkir og hagkvæmir innviðir skipta öllu máli fyrir sam- keppnishæfni til langs tíma.“ Í lok árs 2019 undirrituðu Sýn, Síminn og Nova viljayfirlýsingu um viðræður um möguleika á sam- nýtingu og samstarfi við uppbygg- ingu fjarskiptainnviða. Er einhver hreyfing í þessum efnum? „Já, Póst- og fjarskiptastofnun hefur leyft okkur að prófa búnaðinn saman, farsímakjarna frá Ericsson og sendi frá Huawei og öfugt, og Samkeppniseftirlitið hefur ekki gert athugasemdir. Þessar prófanir hafa gefið góð fyrirheit en við þurfum að fá fjarskiptalagafrumvarpið sam- þykkt svo að við vitum til hvers sé ætlast af okkur.“ Ofurskuldir bitna á þeim ungu Úr rekstrinum yfir í efnahagsmál. Ríkissjóður hefur skuldsett sig fyrir hundruð milljarða króna til þess að bregðast við kórónakreppunni. Hefurðu áhyggjur af þessari miklu skuldasöfnun? „Ég hef aðallega áhyggjur af ungu fólki, það er að segja, að þróunin verði eins og í Japan á tíunda ára- tug síðustu aldar – og hennar gætir raunar enn í dag – þar sem japanska ríkið skuldsetti sig gífurlega en komandi kynslóðir sátu uppi með reikninginn. Mikið er rætt um að hækka atvinnuleysisbætur en það er ekki fjárfesting. Það er í lagi að taka lán ef það skilar sér í verðmætasköpun sem stendur undir láninu og vel það. En það er fráleitt að fjármagna sam- neyslu með láni til langs tíma. Ungt fólk í dag virðist ekki vera sérstak- lega spennt fyrir stjórnmálum eða fjármálum en það hefur mikla hags- muni af því að sitja ekki uppi með þennan risastóra reikning.“ Talandi um atvinnuleysi. Það er í sögulegum hæðum á sama tíma og mikill skriðþungi er í launaþróun, sérstaklega hjá hinu opinbera. Gengur dæmið upp? „Við höfum þurft að segja upp fólki vegna þess að launakostnaður við hvern starfsmann er orðinn svo mikill. Af leiðingin er sú að álagið eykst á þá sem eftir eru,“ segir Heið- ar. „ Það er óhják væmileg t að launahækkanir um fram það sem atvinnulífið stendur undir skili sér í verðbólgu eins og hagsaga Íslands vitnar um. Ýmsir ytri þættir hafa haldið aftur af verðbólgunni á síð- ustu tveimur árum, til dæmis lágt olíuverð, framleiðsluslaki í hag- kerfinu og hagstæð markaðsverð fyrir fisk og ál. Við höfum verið heppin en hagfræðilögmálin hafa hins vegar ekki breyst. Það sem veitir manni bjartsýni er hraði tæknibreytinga,“ bætir Heiðar við. „Þær eru áhrifamikill kraftur sem verkar í átt til verðhjöðnunar. Á hverjum degi kemur ný tækni sem gerir fólki kleift að gera meira fyrir minna. Horft fram á veginn munu hraðar tæknibreytingar og minnkandi fólksfjölgun hafa verð- hjaðnandi áhrif á alþjóðavísu.“ Þetta var bókhalds- brella [af hálfu RÚV]. Ef einkafyrirtæki hefði verið staðið að þessu hefði brotið varðað fang- elsisvist. Hart bitist um enska boltann Eins og kunnugt er missti Sýn sýningarréttinn á enska bolt- anum árið 2018 þegar Síminn yfirbauð fyrirtækið í útboði um réttinn. Í kjölfarið hafði Markaðurinn eftir heimildum að tilboð Sýnar hefði numið nærri átta milljónum evra, jafnvirði um 1,2 milljarða króna á nú- verandi gengi. Útboðsferlið var með þeim hætti að ef munur á tilboðum væri innan tíu prósenta færi útboðið í aðra umferð. Ekki kom til þess og því ljóst að tilboð Símans var minnst tíu prósentum hærra. „Það verður hart bitist um sýn- ingarréttinn þegar hann verður boðinn út í sumar. En við getum ekki tapað á því enda eigum við ekki réttinn sem stendur. Við getum einungis hagnast ef vel tekst til.“ Ætla að má að norræna streymisveitan Viaplay taki þátt í útboðinu en fyrirtækið á nú þegar sýningarréttinn á enska boltanum á öllum hinum Norðurlöndunum. Via Play hefur fært út kvíarnar hér á landi með kaupum á sýningarréttum erlendra íþróttaviðburða, svo sem Meistaradeild Evrópu en rétturinn skiptist til helminga milli Via Play og Sýnar. „Við höfum vitað um nokkurt skeið að áhersla okkar þyrfti að vera á innlenda efnisfram- leiðslu,“ segir Heiðar en Sýn hefur tryggt sér sýningarréttinn á efstu deildum karla og kvenna í knattspyrnu næstu fimm árin. Daglegur rekstur er stanslaus barátta Heiðar starfaði sem fjárfestir um langt skeið áður en hann tók við sem forstjóri Sýnar árið 2019. Þetta eru tvö ólík hlut- verk. Voru mikil viðbrigði að taka við forstjórastarfinu eftir að hafa verið fjárfestir í svo langan tíma? „Auðvitað er daglegur rekstur hjá einkafyrirtæki stanslaus barátta. Þá skiptir miklu máli að hafa gaman af verkefnunum og vinna með góðu fólki.“ Hefurðu þurft að vinna í ein- hverju eiginleikum til þess að fínstilla stjórnunarstílinn? „Ætli ég hafi ekki þurft að hlusta meira en ég er vanur að gera,“ segir Heiðar á léttum nótum. MARKAÐURINN 7M I Ð V I K U D A G U R 5 . M A Í 2 0 2 1

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.