Fréttablaðið - 05.05.2021, Síða 26

Fréttablaðið - 05.05.2021, Síða 26
Slegist um borgarstjórastólinn Kannanir benda til að borgarstjóri London, Sadiq Khan, haldi velli í kosningum á fimmtudaginn. Khan er með 13 prósentustiga forystu á frambjóð- anda Íhaldsf lokksins. Athygli vekur að London hallar sér í ríkara mæli upp að Verkamannaf lokknum en sömu sögu er ekki að segja þegar litið er til alls Bretlands. Greinendur rekja muninn til þess að íbúar höfuðborgarinnar séu yngri, af f leiri kynþáttum og styðji fremur ESB. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Skotsilfur Jón Bjarki Bentsson aðalahagfræð- ingur Íslands- banka Seðlabankanum er nokkur vandi á höndum. Hag­kerfið hefur undanfarið gengið í gegn um mikinn samdrátt og þrátt fyrir að landið sé tekið að rísa er staðan enn nokkuð tvísýn. Á sama tíma hefur verðbólga reynst talsvert þrálátari en vænst var. Í apríl var verðbólgutakturinn sá hraðasti í átta ár og verðbólga hefur verið yfir 4% efri viðmiðunarmörkum verð­ bólgumarkmiðs bankans frá ára­ mótum. Verðbólguvæntingar hafa þokast upp og langtíma verðbólgu­ álag á markaði hefur ekki verið lengra frá verðbólgumarkmiðinu í tvö ár. Seðlabankafólk hefur eðli­ lega lýst áhyggjum af ástandinu og minnt á að tæki og tól bankans til aukins aðhalds séu skammt undan ef ekki horfir til betri vegar fyrr en seinna. Þótt íbúðaverð hafi reynst drýgsti hækkunarvaldur vísitölu neyslu­ verðs í apríl eru ástæður mikillar verðbólgu þó f leiri þessa dagana, enda mældist 12 mánaða verðbólga með og án húsnæðisliðar sú sama í mánuðinum. Af 4,6% núverandi verðbólgu má rekja 2,0 prósent til innf luttra vara, 0,9 prósent til húsnæðisliðar og innlendar vörur og þjónusta skýra hvor sínar 0,8 prósenturnar. Húsnæðisliðurinn skýrir því fimmtung verðbólgunnar undanfarna 12 mánuði. Hröð hækkun íbúðaverðs í síð­ ustu mælingu Hagstofunnar lyfti hins vegar brúnum margra, enda virðist hann renna frekari stoðum undir þá útbreiddu skoðun að spenna fari vaxandi á íbúðamark­ aði. Öfugt við ýmsa aðra þætti verð­ bólgunnar er íbúðamarkaðurinn auk heldur undir áhrifasviði Seðla­ bankans þar sem vextir og önnur umgjörð lánamarkaðar hafa mikil áhrif á þróun hans. Sviðið sem Seðlabankinn horfir yfir má því kortleggja eitthvað á þessa leið: Eftir ár af kórónukreppu er atvinnuleysi mikið. Fyrirtæki og einyrkjar í stærstu útflutnings­ greininni og tilteknum öðrum inn­ lendum geirum á borð við sviðslist­ ir hafa orðið fyrir miklum búsifjum og tekjutapi. Óvissa er enn mikil og fyrirtæki í þeim geirum sem betur standa virðast mörg hver munu fara fetið í fjárfestingum og aukn­ um umsvifum þar til línur skýrast í efnahagsmálum. Til að mynda benda niðurstöður úr könnun SA meðal stærstu fyrirtækja landsins til þess að fjárfesting atvinnuveg­ anna kunni að dragast saman í ár eftir allharðan samdrátt í fyrra. Á hinn bóginn er staða f lestra heimila góðu heilli sterk um þessar mundir þótt það sé auðvitað lítil huggun þeim stóra hópi sem orðið hefur fyrir atvinnumissi og tekju­ tapi í kórónukreppunni. Sterk eignastaða þorra almennings, vax­ andi kaupmáttur og hagstæð kjör íbúða lána skýra væntanlega að miklu leyti hversu lífseig eftirspurn á íbúðamarkaði hefur verið á sama tíma og framboð nýrra eigna er að skreppa saman. Þá benda nýlegar kortaveltutölur til þess að neyslu­ vilji landans sé umtalsverður og væntingar neytenda náðu þriggja ára hámarki í nýjustu mælingu Gallup. Í þriðja lagi má svo með hóflegri bjartsýni álykta að líkur fari batn­ andi á bjartari tíð fyrr en seinna í efnahagslífinu. Bólusetningar eru loks komnar á mikinn skrið bæði hérlendis og í viðskiptalöndum okkar. Kannanir á ferðavilja, leitni­ gögn úr leitarvélum og bókunar­ þróun hjá f lugfélögum og innlend­ um ferðaþjónustuaðilum bendir allt til þess að spár um ört batnandi hag ferðaþjónustunnar á seinni helmingi ársins gætu vel gengið eftir. Þótt það séu afar góðar fréttir ef hagkerfið nær viðspyrnu þegar líður á árið gæti þörfin fyrir mikinn slaka í hagstjórninni minnkað fyrr fyrir vikið. Þar við bætist svo fyrr­ nefndur verðbólguþrýstingur sem þrengir að valkostum hagstjórnar­ aðila í núverandi stöðu. Er gullni meðalvegurinn þriggja akreina? Samantekið má því segja að fyrir hagstjórnina væri heppilegt að til­ teknir angar hagkerfisins, til að mynda íbúðamarkaður, byggju við meira aðhald af hálfu hagstjórnar­ innar. Talsverður hluti til viðbótar, til að mynda f lest heimili og hluti atvinnulífsins, gæti líklega haldið sínu striki þrátt fyrir að aðhaldið væri aukið hóflega. Sá hluti heim­ ila og þeir geirar atvinnulífsins sem orðið hafa fyrir mestum skakkaföll­ um vegna faraldursins mega hins vegar illa við auknu aðhaldi pen­ ingamála á komandi fjórðungum meðan efnahagsbatinn er að skjóta rótum. Þessi mikla breidd í stöðu heimila og fyrirtækja er nokkurt einsdæmi í nútíma hagsögunni þar sem eitt hefur oftast yfir alla gengið í talsvert ríkari mæli. Verði aðhald­ ið aukið of hratt til að bregðast við verðbólguþrýstingi frá íbúðamark­ aði og/eða vaxandi spurn þeirra heimila sem betur standa getur það valdið síðastnefnda hópnum hér að framan miklum erfiðleikum. Sé hins vegar beðið með aukið aðhald þar til ljóst er að síðastnefndi hóp­ urinn er alfarið kominn fyrir vind getur eftirspurnarspenna og verð­ bólguþrýstingur hins vegar náð að grafa um sig í millitíðinni og farið að ógna hinum dýrmæta og tiltölu­ lega nýfengna trúverðugleika verð­ bólgumarkmiðsins. Farsælasta lausnin á þessari snúnu stöðu er líklega að leitast við að laga aðhaldið að hverjum þessara þriggja hópa eftir því sem það er unnt. Til að mynda hlýtur að vera nærtækara að hægja á spurn á íbúðamarkaði að hluta með þjóð­ hagsvarúðartækjum á borð við þak á skuldsetningarhlutfall fremur en beita eingöngu vaxtatækinu til þess að kæla þann markað og þyngja þar með almennt róðurinn í hag­ kerfinu. Að sama skapi þyrfti að gæta að því að mótvægisaðgerðir hins opinbera dugi til þess að létta heimilum og fyrirtækjum sem orðið hafa fyrir barðinu á kórónu­ kreppunni róðurinn þar til þau hafa sambærilega burði til að standa undir hærri vaxtakostnaði og þeir aðilar sem minna fundu fyrir krepp­ unni. Nýlega tilkynnt framlenging á aðgerðum ríkisstjórnarinnar og aðlögun sumra þeirra að þróun undanfarinna fjórðunga er þar jákvætt skref. Sjálfsagt er hægt að finna fleiri leiðir til þess að ná þessu markmiði. Stjórnvöldum hefur heilt yfir tekist vel upp við að fást við kór­ ónukreppuna. Nú reynir á að treysta undirstöðurnar sem best fyrir komandi uppsveiflu fyrir alla innlenda aðila með hliðsjón af mjög misskiptum áhrifum kórónukrepp­ unnar á hérlend heimili og fyrir­ tæki. Er Seðlabankinn að fást við þrískipt hagkerfi?   Það hlýtur að vera nærtækara að hægja á spurn á íbúðamark- aði að hluta með þjóðhags- varúðartækjum á borð við þak á skuldsetningarhlutfall fremur en að beita eingöngu vaxtatækinu til þess að kæla þann markað og þyngja þar með róðurinn í hagkerfinu. Hagsmunaverðir eru víða Ákveðnir fjölmiðlar, með Ríkisútvarpið í fararbroddi, halda áfram að mjólka mistúlkun á ummælum Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra um hagsmuna- hópa. Þeir láta eins og þetta sé enn stórfrétt og reyna þannig að þröngva ferköntuðum kubbi í hringlaga gat. RÚV birti til að mynda viðtal við heimspeking í gær þar sem ummælin voru enn og aftur túlkuð þveröfugt við útskýringar seðlabankastjóra um að hann hefði verið að vísa til fjöl- breytts hóps fyrirtækja, stofnana og samtaka. Hagsmunagæslan er víða. Í aðdraganda alþingis- kosninganna mun Drífa Snædal, forseti ASÍ, hitta formenn stjórn- málaflokkanna til að ræða málefni kosninganna og áherslur flokk- anna. Ekki er annars að vænta en að hagsmunir samtakanna verði þar ofar á dagskrá, sem eðlilegt er, en endilega hagsmunir heildar- innar. Skuldafyllerí Sósíalista Eitt af fyrstu kosn- ingaloforðum Sósíalistaflokks- ins er faktískt að drekkja ríkissjóði, og þar með lands- mönnum öllum, í skuldum. Fleiri slík loforð hljóta að fylgja innan tíðar. Það er jú háttur sósíalista. Komist flokkur- inn til valda í næstu alþingiskosn- ingum mun hann byggja íbúðir fyrir 650 milljarða með lánsfé. Sósíalistaflokkurinn, sem Gunnar Smári Egilsson kom á kortið, segir framkvæmdirnar munu ekki kalla á aukin ríkisútgjöld vegna þess að ódýr leiga muni standa undir kostnaðinum. Slíkur ríkisrekstur getur ekki klikkað. Það er hæpið að Sósíalistar verði valdamiklir á komandi þingi. Aftur á móti gætu aðrir vinstriflokkar þurft að stíga dansinn. Grunnvandinn á hús- næðismarkaði felst ekki í að lánin séu ekki nógu löng (sem er dýr- keypt) heldur lóðaskorti og hve dýrt er að byggja. Pétur til Kviku eignastýringar Pétur Richter, sem starfaði áður um langt skeið hjá Arion banka og forverum hans, hefur verið ráðinn til Kviku eignastýringar þar sem hann er sérfræðingur hjá framtakssjóðum bankans. Hann hafði áður unnið sem fyrirtækja- ráðgjafi hjá Deloitte en Pétur er vélaverkfræðingur frá Háskóla Íslands og er með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Hjá Arion og Kaupþingi starfaði Pétur í fyrir- tækjaráðgjöf, fyrirtækjalausnum og markaðsviðskiptum. 5 . M A Í 2 0 2 1 M I Ð V I K U D A G U R10 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.