Bændablaðið - 28.01.2021, Side 4

Bændablaðið - 28.01.2021, Side 4
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. janúar 20214 Nú hefur atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið birt niðurstöðu útboðs á toll kvót- um vegna innflutnings land- búnaðarvara frá ESB fyrir tímabilið janúar-apríl 2021. Hækkaði verð tollkvóta í öllum tilfellum utan osta frá fyrra útboði. Frá gildistöku tollasamnings Íslands við ESB hefur verð á toll- kvótum hins vegar lækkað um 47% að meðaltali og allt að 65% í einstaka flokkum. Í lok síðasta árs ákvað Alþingi að færa útboð tollkvóta fyrir landbúnaðarvörur tímabundið aftur í fyrra horf þar sem úthlutað er til hæstbjóðanda í stað jafnvægisútboðs, en síðastliðið sumar var stuðst við jafnvægisútboð í fyrsta sinn. Markmiðið með því að taka aftur upp fyrri útboðsleið var að lágmarka áhrif kórónuveirufaraldursins á innlenda framleiðslu landbúnaðarafurða en við breytinguna í sumar lækkaði t.d. verð á tollkvótum fyrir nautakjöt um 40% og unnar kjötvörur um 95% frá fyrra útboði, á sama tíma og tollkvótar hafa stóraukist í magni og markaðurinn minnkað vegna heimsfaraldursins. Á sama tíma hafa verið miklar verðlækkanir til bænda. Erfið staða „Staðan í íslenskum landbúnaði hefur verið erfið. Afurðaverð til íslenskra bænda hefur fallið hratt, samhliða auknum tollkvótum sem hafa lækkað umtalsvert í verði. Auk þess hafa verið verðhækkanir á aðföngum undanfarið ár og því er klipið af launalið bænda úr báðum áttum. Það er von okkar að upptaka fyrri útboðsaðferðar nú sporni gegn frekari lækkunum á afurðaverði með tilheyrandi versnandi afkomu bænda,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands. Verð á tollkvótum hefur lækkað um 47% frá 2018 Frá ársbyrjun 2018 hefur verð á tollkvótum fyrir landbúnaðarafurðir lækkað um 47% að meðaltali, en á sama tíma hefur vísitala kjöts hækkað um 6%. Lækkun á innkaupsverði innfluttra matvæla skapar verðþrýsting á innlenda framleiðslu og á tímabilinu hefur afurðaverð til bænda lækkað mikið. Ljóst er að lækkun á verði tollkvóta hefur ekki verið að skila sér til neytenda og virðist ávinningurinn renna fyrst og fremst til innflutningsaðila og verslunar, ásamt því að lækka afurðaverð til bænda. Félag atvinnurekenda og Neyt­ enda samtökin hafa haldið því fram að hækkun á verði tollkvóta muni hafa hækkandi áhrif á verð til neytenda. Hins vegar lækkaði ekki verð til neytenda þegar verð á tollkvótum lækkaði síðastliðið sumar, þá mest um 40% fyrir nautakjöt og 95% fyrir unnar kjötvörur. „Það gengur auðvitað ekki að lækkun á verði tollkvóta eins og við sáum í sumar skili sér einungis í verðþrýstingi á innlenda framleiðslu og ágóðinn af lægra innkaupsverði heildsala og verslunar stoppi þar, en hækkun á verði lendi alltaf á neytandanum,“ segir Gunnar enn fremur. FRÉTTIR Umsóknir um beingreiðslur vegna flutnings- og dreifingarkostnaðar raforku Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið auglýsir beingreiðslur vegna flutnings- og dreifikostnaðar raforku. Í framhaldi af endurskoðuðum samningi garðyrkjubænda við ríkið hefur verið gefin út ný reglugerð nr. 1273/2020 um stuðning við garðyrkju þar sem m.a. er fjallað um nýja tegund beingreiðslna þ.e. beingreiðslur vegna flutnings- og dreifingarkostnaðar raforku. Í lV. kafla reglugerðarinnar er fjallað sérstak- lega um beingreiðslur vegna flutnings- og dreifingarkostnaðar raforku og þar segir í 17 gr. Framleiðandi garðyrkjuafurða skal uppfylla eftirfarandi skilyrði til að fá beingreiðslu: a. Að orkukaupin séu vegna atvinnu- starfsemi. b. Að tilgreind raforka sé sérmæld og fari einungis til lýsingar plantna í gróðurhúsi til að örva vöxt þeirra. c. Að framleiðslan sé ætluð til sölu. d. Að ársnotkun til lýsingar sé meiri en 100 MWh á ári. Þeir sem vilja öðlast rétt til beingreiðslna að uppfylltum öðrum skilyrðum sem tilgreind eru í reglugerð skulu senda rafræna umsókn inn á www.afurd.is, undir „beingreiðslur C“ eigi síðar en 15. febrúar n.k. Stjórnarráð Íslands Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Umsóknir um beingreiðslur vegna flutnings- og dreifingar kostnaðar raforku Úthlutun á ESB-tollkvótum á landbúnaðarafurðum: Ekran fær stærstan hluta kjötkvótans Atvinnuvega- og nýsköpunar- ráðuneytið hefur birt niðurstöður úthlutunar Evrópusambands- tollkvótum á kjötvörum, osti og ystingi fyrir tímabilið frá 1. janúar til 30. apríl 2021. Heildverslunin Ekran fær langmest úthlutað af kvótum fyrir kjötvörur, eða rúmlega þriðjung, eða um 287 þúsund kíló. Varðandi osta og ysting fær Natan & Olsen mest úthlutað, 42.550 kíló, eða rúmlega fimmtung kvótans. Bæði eru fyrirtækin dótturfyrirtæki 1912 ehf. Samtals bárust gild tilboð frá 23 fyrirtækjum í tollkvótana. Tíu tilboðum í nautgripakjöt tekið Þrettán tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á nautgripakjöti í samtals 536.000 kíló, á meðalverðinu 177 krónur á kíló. Hæsta boð var 620 krónur á kíló, en lægsta boð var 0 krónur. Tilboðum var tekið frá tíu fyrirtækjum um innflutning á 232.000 kílóum á meðalverðinu 330 krónur á kíló. Átta tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á svínakjöti, samtals 651.300 kíló á meðalverðinu 106 krónur á kíló. Hæsta boð var 303 krónur á kíló en lægsta boð var 0 krónur. Tilboðum var tekið frá sjö fyrirtækjum um innflutning á 233.000 kílóum á meðalverðinu 204 krónur á kíló. Tólf tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á alifuglakjöti í samtals 894.700 kíló á meðalverðinu 217 krónur á kíló. Hæsta boð var 403 krónur á kíló en lægsta boð var 0 krónur. Tilboðum var tekið frá átta fyrirtækjum um innflutning á 285.000 kílóum á meðalverðinu 357 krónur á kíló. Fimm tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á alifuglakjöti, lífrænt ræktað/lausagöngu, samtals 154.000 kíló á meðalverðinu 117 krónur á kíló. Hæsta boð var 271 króna á kíló en lægsta boð var 1 króna á kílóið. Tilboðum var tekið frá einu fyrirtæki um innflutning á 67.000 kíló á meðalverðinu 239 krónur á kíló. Tólf tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á kjöti og ætum hlutum af dýrum, saltað í saltlegi, þurrkað eða reykt, samtals 131.000 kíló á meðalverðinu 40 krónur á kíló. Hæsta boð var 332 krónur á kíló en lægsta boð var 0 krónur. Tilboðum var tekið frá átta fyrirtækjum um innflutning á 33.000 kílóum á meðalverðinu 147 krónur á kíló. Pylsur og unnar kjötvörur Átján tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á pylsum og þess háttar vörum úr kjöti, vegna samtals 322.400 kílóa á meðalverðinu 64 krónur á kíló. Hæsta boð var 459 krónur á kíló en lægsta boð var 0 krónur. Tilboðum var tekið frá tólf fyrirtækjum um innflutning á 83.000 kílóum á meðalverðinu 233 krónur á kíló. Nítján tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á öðru kjöti, unnum kjötvörum eða kjöti sem varið er skemmdum. Samtals bárust tilboð í 426.100 kíló á meðalverðinu 128 krónur á kíló. Hæsta boð var 561 króna á kíló en lægsta boð var 0 krónur. Tilboðum var tekið frá þrettán fyrirtækjum um innflutning á 133.000 kílóum á meðalverðinu 329 krónur á kíló. Ostar og ystingur Fimmtán tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á ostum og ystingi á vörulið 0406, samtals 300.000 kíló á meðalverðinu 305 krónur á kíló. Hæsta boð var 788 krónur á kíló en lægsta boð var 0 krónur. Tilboðum var tekið frá tólf fyrirtækjum um innflutning á 127.000 kílóum á meðalverðinu 642 krónur á kíló. Þrettán umsóknir bárust um tollkvóta vegna innflutnings á ostum og ystingi úr vörulið ex 0406 sem er skráður í samræmi við reglugerð um vernd landfræðilegra merkinga og uppruna landbúnaðarafurða og matvæla. Samtals var sótt um kvóta vegna 404.550 kílóum. Er kvótanum úthlutað með hlutkesti og er hámark úthlutunar til hvers fyrirtækis 15 prósent af heildarmagni tollkvótans. Samtals var úthlutað 77.000 kílóum til tíu fyrirtækja. /smh Kjöt af nautgripum Magn (kg) Tilboðsgjafi 20.000 Aðföng 9.714 Ásbjörn Ólafsson ehf 130.000 Ekran ehf 1.429 Garri ehf 10.000 Innnes ehf 8.000 Kjarnafæði ehf 25.000 Kjötmarkaðurinn ehf 8.000 Krónan ehf 6.000 Samkaup sf 13.857 Sælkeradreifing ehf Svínakjöt, nýtt, kælt eða fryst Magn (kg) Tilboðsgjafi 25.000 Ásbjörn Ólafsson ehf 44.000 Ekran ehf 300 Innnes ehf 20.000 Kjarnafæði ehf 10.000 Kjötmarkaðurinn ehf 5.000 Krónan ehf 128.700 Mata ehf Kjöt af alifuglum, nýtt, kælt eða fryst Magn (kg) Tilboðsgjafi 60.000 Aðföng 131.000 Ekran ehf 30.000 Innnes ehf 27.000 Kjarnafæði ehf 4.000 Kjötmarkaðurinn ehf 5.000 Krónan ehf 20.000 Stjörnugrís ehf 8.000 Sælkeradreifing ehf Verð á tollkvótum lækkað um helming frá gildistöku samnings við ESB Þróun á verði tollkvóta fyrir landbúnaðarvörur frá ESB - í krónum á kg júl.-des. 2020, jan. 2018 – jafnvægisútboð jan. 2021 Nautakjöt 797 797 570 331 200 330 -59% Svínakjöt 378 285 202 188 182 204 -46% Alifuglakjöt 620 496 356 262 280 357 -42% Kjöt, saltað þurrt,reykt 312 338 308 200 5 147 -53% Ostar 765 774 743 719 680 642 -16% Unnar kjötvörur 467 302 310 167 10 233 -50% Annað kjöt 1602 938 331 292 239 175 329 -65% Flokkur jan.-des. 2018 jan.-jún. 2019 júl.-des. 2019 jan.-jún. 2020 jan.-apríl 2021 Gunnar Þorgeirsson. Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.