Bændablaðið - 28.01.2021, Page 6

Bændablaðið - 28.01.2021, Page 6
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. janúar 20216 Á stjórnarfundi þann 26. janúar síðastliðinn var samþykkt að ráða Vigdísi Ósk Häsler Sveinsdóttur í starf framkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands. Hún mun hefja störf í byrjun febrúar og vil ég óska henni til hamingju með starfið og vona að við sem bændur megum njóta hennar starfskrafta í okkar baráttumálum í framtíðinni. Jafnframt vil ég þakka Oddnýju Steinu Valsdóttur fyrir hennar innkomu í starf framkvæmdastjóra meðan við leituðum að nýjum, en svo það sé ekki á neinn hallað hefur hún skilað því verki af miklum metnaði. Garðyrkjunám Í síðasta tölublaði var frétt á forsíðu Bændablaðsins um tilfærslu náms í garðyrkju frá Landbúnaðar háskólanum til Fjölbrautaskólans á Suðurlandi. Það er okkar sýn að nám á fram halds skólastigi eigi frekar heima undir fjöl braut en undir háskóladeild. Nauðsynlegt er að hlúa að starfsnámi til framtíðar undir einingu sem sinnir starfsmenntanámi á skólastigi sem sinnir þeirri sýn og er með þá umgjörð sem námið geti þróast og vaxið á grunni samstarfs við atvinnugreinina og möguleika ungs fólks til metnaðarfulls starfsnáms. Með þetta að leiðarljósi vil ég hvetja ráðherra menntamála til að ganga frá samningi milli aðila um umgjörð námsins til framtíðar en það mál er enn óleyst í ráðuneytinu. Það er nauðsynlegt að þessi mál komist á hreint sem allra fyrst þannig að nemendur og starfsfólk séu ekki í einhverri óvissu næstu misserin. Tollkvótar Nú hefur verið tilkynnt um útboð á tollkvótum á grundvelli samninga um innflutning á landbúnaðarvörum til landsins. Með breyttu útboðskerfi hefur verð á tollkvótum breyst aðeins með hækkun á ákveðnum vörum og lækkun á öðrum flokkum. Eitt er verðið á kvótanum og svo er hitt, það er, þetta mikla magn sem samið var um við ESB á sínum tíma sem er allt of mikið magn miðað við stöðu markaðarins í dag án ferðamanna. Annað er líka að verð á kjötmörkuðum í Evrópu er í sögulegu lágmarki þar sem framleiðendur erlendis eru einnig að berjast við markaðsbrest vegna COVID-19. Ég tel að íslensk stjórnvöld verði að standa með innlendri framleiðslu. Ráðherra utanríkismála hefur óskað eftir viðræðum við ESB um endurskoðun á samningnum og bind ég vonir um að það leiði af sér ásættanlega niðurstöðu fyrir íslenskan landbúnað. En á sama tíma er verið að semja við Breta um milliríkjasamning vegna afurða frá Íslandi og til Íslands. Ég treysti því að landbúnaðurinn fái að njóta sanngirni í þeim viðræðum. Meðfylgjandi tafla var birt á vefsíðu Hagstofunnar um miðgildi launa á tímakaupi nokkurra ríkja. Þar má sjá að við erum ansi há á grundvelli meðaltals en það sem vekur mig til umhugsunar er hversu gríðarlega lág laun eru greidd í Póllandi, en við þetta þurfum við að keppa á Íslandi í framleiðslu á landbúnaðarvörum. Ríki eins og Þýskaland og Danmörk nýta sér sláturhús í Póllandi, þar sem launin eru mun lægri, til þess að lækka verð á afurðum til að auka samkeppnishæfni sína á mörkuðum. Ég verð oft hugsi hvort að okkur sé alveg sama hvaða laun eru greidd við þá framleiðslu sem við flytjum inn en viljum halda uppi mannsæmandi launum hér við okkar framleiðslu? Bændablaðið kemur út 24 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum á landinu og á öll lögbýli landsins. Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti gegn greiðslu. Árgangurinn kostar þá kr. 11.600 með vsk. (innheimt í tvennu lagi). Ársáskrift fyrir eldri borgara og öryrkja kostar 7.600 með vsk. Heimilisfang: Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294–2279 Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar − SKOÐUN Veruleikinn er oft allt annar en ýtrustu væntingar og óskhyggja vonast til. Oft eru væntingarnar þá byggðar á misskiln- ingi eða hreinlega röngum upplýsingum. Það á við í mjög mörgum málum, ekki síst í meðferð þeirra sem vilja fljóta efst á öldufaldi vinsældabylgju í almennri umræðu. Nú erum við Íslendingar að sigla inn í kosningaár. Við slíkar aðstæður kennir sagan okkur að sannleikurinn er ekki alltaf hátt skrifaður við pólitíska matreiðslu á málefnum. Það er mannlegt að gera mistök og segja orð í hita leiksins sem ekki eru endilega sannleikanum samkvæm. Þá er mikilvægt að viðurkenna mistökin og biðjast velvirðingar. Hugtakið hvít lygi er oft notað um hagræðingu á sannleikanum þegar málefnið þykir hvorki stórvægilegt né til þess fallið að valda miklum skaða. Verra er þegar fólk hamrar meðvitað á rangri túlkun sinni á sannleikanum í þeirri von að ef staglast er nógu oft á lyginni þá verði hún ígildi sannleikans á endanum í hugum fólks. Þeir sem hlusta á slíkan málflutning eru ekki alltaf upplýstir um raunverulegan sannleika og kannski ekki heldur í aðstöðu til að kynna sér sannleiksgildi málsins. Við slíkar aðstæður getur lygin orðið hættuleg og valdið óbætanlegum skaða. Við höfum séð mýmörg dæmi um þetta í samfélagsumræðunni. Þá verður stundum til fyrirbæri sem kallað er rétttrúnaður. Hávær hópur fólks tekur undir lygaþvæluna og skýtur í kaf alla þá sem hafa uppi efasemdir um að matreiddi sannleikurinn sé endilega sá rétti. Blind rétttrúnaðarviðhorf hafa því miður oft verið áberandi í mikilvægum málum er varða t.d. orkumál, landnýtingu, loftslag, landbúnað, endurheimt votlendis, fiskveiðikerfi, fiskirækt og vernd náttúru og dýralífs. Þá eru réttmætar spurningar gjarnan skotnar í kaf með fullyrðingum sem slengt er fram í umræðuna sem ekki er hirt um eða vilji til að staðfesta með vísindalegum gögnum. Það er t.d. dálítið sérkennilegt þegar orkumál ber á góma að það þykir einstaklega vont að virkja fallvötn vegna inngrips í náttúruna. Samt vill sama fólk að við njótum öll hreinnar orku sem vart verður framleidd á betri hátt nema með nýtingu fallvatna. Þá er það líka skrítið hversu mikil þögn ríkir um framleiðslu raforku með vindrafstöðvum. Margir líta á vindorku sem mjög hreina, auk þess sem litið er á byggingu vindorkugarða sem afturkræfa aðgerð í náttúrunni. Auðvelt sé að taka vindmyllurnar niður ef við verðum leið á að hafa þær fyrir augunum. Það er nokkuð til í því en þá gleymist einn veigamikill þáttur, en það eru áhrif vindrafstöðva á fuglalíf. Norðmenn virðast nú vera komnir í ógöngur með þetta eftir að upplýst var um mikinn fjölda arna sem drepist hefur í árekstri við vindmylluspaða. Á Íslandi heyrist hins vegar ekki múkk í náttúruverndarfólki þó fyrirhugað sé að reisa vindmyllugarða á helsta uppeldissvæði hafarnarins við Breiðafjörð. Bæði vatnsorkuver og vindorkuver eru sannarlega góðir kostir til framleiðslu á hreinni raforku. Við munum í stórauknum mæli þurfa á slíkri orku að halda í framtíðinni. Hafið er kapphlaup úti í hinum stóra heimi um vetnisframleiðslu í stórum stíl. Framleiðsla og nýting á vetni mun örugglega koma upp í umræðunni á Íslandi á komandi misserum. Þá mun málið ekki snúast um hvort slík framleiðsla fari í gang, heldur verðum við að vera tilbúin með mótaða afstöðu til þess hvar við viljum hafa orkuverin fyrir þá framleiðslu. Þar dugir einfaldur rétttrúnaður ansi skammt. /HKr. Nýr framkvæmdastjóri, garðyrkjunám og tollkvótar Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands gunnar@bondi.is ÍSLAND ER LAND ÞITT Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 − Rekstur og markaðsmál: Tjörvi Bjarnason tjorvi@bondi.is – Blaðamenn: Erla Hjördís Gunnarsdóttir ehg@bondi.is – Margrét Þóra Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is – Auglýsingastjóri: Guðrún Hulda Pálsdóttir ghp@bondi.is – Sími: 563 0303 – Netfang auglýsinga: augl@bondi.is − Vefur blaðsins: www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Frágangur fyrir prentun: Ágústa Kristín Bjarnadóttir – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621 Hrafnseyrarheiði er heiði milli Þingeyrar og Arnarfjarðar. Hún nær 552 metra hæð. Þessi heiði var ekki fær að vetrarlagi þótt hún væri eina beina vegatengingin milli suður- og norðurhluta Vestfjarða. Að öðrum kosti þurfti að aka um Ísafjarðardjúp, yfir í Strandasýslu og þaðan um Þröskulda yfir í Barðastrandarsýslu til að komast á milli þessara landshluta. Um þá leið eru um 444 km á milli Ísafjarðar og Patreksfjarðar. Sú leið mun reyndar styttast um nærri 22 kílómetra með nýjum vegi yfir Þorskafjörð og um Teigskóg. Ný 5,6 km Dýrafjarðargöng milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar, sem opnuð voru síðastliðið haust, hafa gjörbreytt stöðunni. Með þeim og væntanlegum endurbótum á Dynjandisheiði verður vegurinn milli Patreksfjarðar og Ísafjarðar um 145 km heilsársvegur. Mynd / Hörður Kristjánsson Veruleiki eða trú

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.