Bændablaðið - 28.01.2021, Side 7

Bændablaðið - 28.01.2021, Side 7
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. janúar 2021 7 LÍF&STARF Sveinbjörn Beinteinsson frá Drag hálsi, óefað með bestu bragsnillingum sinnar tíðar, gaf út á árinu 1953 „Bragfræði og háttatal“. Þar tilgreinir höfundur, að ég held, alla braghætti sem til eru í vísnagerð á Íslandi. Vitað er þó af einhverjum nýjum bragformum sem orðið hafa til frá útgáfuári tilvitnaðrar bókar Sveinbjarnar. Það sem umfram allt gerir bragfræðirit Sveinbjarnar einstætt, er að hann yrkir þar sjálfur allar vísur þeirra 450 braghátta sem tilgreindir eru í bókinni. Hugmyndin er sú, að birta í næstu þáttum sitthvað af þeim sýnishornum er Sveinbjörn yrkir til hvers háttar. Ferskeytt er að líkindum elsti rímnabragurinn. Til glöggvunar eru þau orð skyggð sem vísa til þess bragháttar sem ort er undir. Fyrst er kveðið ferhent: Fjöll í austri fagurblá freista dalabarnsins. Ungur fylgir æskuþrá upp til jökulhjarnsins. Frumframhent/ hálfhent: Sveimað heimahögum frá hef ég vors á degi, víða stríða þræddi þá þunga hraunavegi. Frum-samframhent: Heiðin breiða hugumkær hvetur viljann ofar. Leiðin seiðir, fráum fær, fögrum sýnum lofar. Framhent: Gerð var ferð af glöðum hug. Geng ég lengi hærra. Hækkar, stækkar dirfskudug dáðaráðið stærra. Víxlframhent: Fjallið kallað örðugt er, enn þess kennir maður; stall af hjalla svifar sér, senn upp rennur hraður. Alhent: Myndi kindum, háum hjá hæðum, glæðast kraftur; þekkar brekkur þrá að sjá, þangað langar aftur. Síðframhent: Efstu grösin fríðu fé fæðugæði veita; styggar kindur kletts við hlé kjarnans þarna leita. Síðsam-framhent: Heillar fé úr heimasveit hlíð á blíðum dögum; Fegrar efstan yndisreit íðilfríðum högum. Víxlalhent. (fagrislagur): Fagnað magnar fríð á hlíð frjó og gróin jörðin; gagn og hagnað býður blíð, bjó þar róleg hjörðin. Frumbakhent: Mína hlýt ég herða ferð; heillar fögur myndin. Vart í náðum verður gerð viskuleit á tindinn. Síðbakhent: Gangan sækist öruggt enn urðaróti móti. Einatt hlutu heiðamenn höggvinn fót á grjóti. Bakhent. (Dvergmálsháttur): Hver, sem ofar á að ná, einskis metið getur þótt í fangið fái sá fjúk og hretið betur. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggð1@gmail.com 266MÆLT AF MUNNI FRAM Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk, leitar nú til landsmanna eftir aðstoð. Um 70 ungir einstaklingar greinast með krabbamein á hverju ári. Við viljum vekja athygli á því að krabbamein snertir ekki einungis þann sem greinist með krabbamein heldur fjölmarga í kringum hann, þar á meðal maka, foreldra, börn, vini, vandamenn og jafnvel vinnufélaga. Lífið er NÚNA Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, verður með vitundar­ vakningu og fjáröflunarherferð dagana 21. janúar til 4. febrúar. Markmið herferðar innar er að vekja athygli á hversu marga krabbamein hefur áhrif á, selja húfur til styrktar félaginu og starfsemi þess sem og afla styrkja fyrir félagið. „Um 70 ungir einstaklingar greinast með krabbamein á hverju ári. Við viljum vekja athygli á því að krabbamein snertir ekki einungis þann sem greinist með krabba- mein heldur fjölmarga í kringum hann, þar á meðal maka, foreldra, börn, vini, vandamenn og jafnvel vinnufélaga. Að meðaltali má segja að um 7–10 nánir aðstandendur standi að baki hverjum einstaklingi,“ segir Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts. Til að styðja við starfsemi Krafts getur fólk gerst mánaðarlegir styrktaraðilar, sent inn staka styrki eða keypt íslenska „Lífið er núna“-húfu sem var framleidd fyrir átakið. „Heiða Nikita hannaði húfuna fyrir okkur og er hún framleidd af Varma í samstarfi við Ístex. Okkur fannst ekkert annað koma til greina en að vera með íslenska hönnun og framleiðslu á þessum tímum og kemur húfan einstaklega vel út,“ segir Hulda. Húfan er til í svörtu og appelsínugulu og fæst í vefverslun Krafts, verslun og vefverslun Símans og í verslunum Geysis. Appelsínugulur ljómi mun ráða ríkjum í janúar þar sem Ráðhús Reykjavíkur, Háskóli Íslands, Perlan og Hof á Akureyri verða lýst appelsínugul til að vekja fólk til umhugsunar um ungt fólk og krabbamein. Eins verður Kirkjan á Sauðárkróki lýst appelsínugul þar sem einn viðmælandinn í herferðinni er þaðan. „Við hvetjum auk þess fólk til að deila reynslu sinni á samfélagsmiðlum um það hvernig krabbamein hefur haft áhrif á það og sýna þannig samstöðu og hversu marga krabbamein snertir. Það er til að mynda hægt að fara inn á vefsíðuna okkar, www. lifidernuna.is, og fylla þar út form um hvernig krabbamein hefur haft áhrif á þig hvort sem þú ert faðir, móðir, vinkona, sonur o.s.frv. Þeim upplýsingum geturðu svo deilt á Facebook með sérstakri mynd. Með því að deila sýnir þú samstöðu og færð sent til baka upplýsingar um þá þjónustu og stuðning sem gæti gagnast þér,“ segir Hulda að lokum. Lokahnykkur átaksins verður þann 4. febrúar, á alþjóðadegi gegn krabbameinum. Þá verður settur upp flottur rafrænn viðburður með frábæru listafólki sem hægt verður að horfa á í gegnum netstreymi þar sem við miðlum til áhorfenda hvernig þeir geta styrkt starfið hjá Krafti. Viðburðurinn er í samstarfi við Vetrarhátíð Reykjavíkur og verður nánar sagt frá honum síðar. Aðstandendur Krafts bjóða landsmönnum að kaupa þessar fallegu húfur og styrkja um leið starfsemi félagsins.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.