Bændablaðið - 28.01.2021, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 28.01.2021, Blaðsíða 14
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. janúar 202114 FRÉTTIR Bjargráðasjóður: Bætur vegna kals- og girðingatjóna Í lok síðustu viku voru greiddar úr Bjargráðasjóði 442 milljónir króna í bætur til bænda vegna mikils kals- og girðingatjóns sem varð veturinn 2019–2020. Að tillögu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra voru sjóðn- um tryggðar 500 milljónir aukalega til að hann gæti komið til móts við bændur vegna þess mikla tjóns sem varð á ræktarlandi og girðingum. Styrkir greiddir til 183 umsækjenda Kaltjón varð óvenju mikið sem þýddi mikla uppskerurýrnun sumarið 2020. Það hafði í för með sér mikinn kostnað bænda við endurræktun sem og við að afla nægilegs fóðurs fyrir líðandi vetur með heykaupum, leigutúnum eða öðrum lausnum. Girðingatjón varð einnig verulegt vegna snjóþyngsla. Með greiðslunni var hægt að veita bændum styrki sem samsvara um helmingi tjónsins samkvæmt mati Bjargráðasjóðs. Kaltjón varð alls á 4.776 hekturum ræktar lands hjá þeim sem sóttu um til sjóðsins auk tjóns á 221,6 kílómetrum af girðingum. Alls bárust 212 umsóknir vegna kaltjóns. Stjórn sjóðsins ákvað að greiða styrki til 183 umsækjenda, alls að upphæð kr. 381,4 milljónir króna. Mörk um eigin áhættu Við mat á tjóni einstakra umsækj- enda var meginforsendan umfang kals, að frádreginni 25% eigin áhættu, en einnig er tekið tillit til uppskeru 2020 samanborið við árin 2018 og 2019 sem og kostn- aðar við leigu á túnum og flutningi á aðkeyptu fóðri ef um það var að ræða. Ástæða þess að umsækjendur fá ekki styrki er í öllum tilvikum sú að tjónið féll innan marka eigin áhættu. Alls bárust 73 umsóknir vegna girðingatjóns. Stjórn sjóðsins ákvað að greiða styrki til 72 umsækjenda, alls að upphæð kr. 60,6 milljónir króna. Við mat á tjóni einstakra umsækjenda var meginforsendan lengd og tegund girðingar auk aldurs hennar. Bjargráðasjóður starfar samkvæmt lögum nr. 49/2009 og er sjálfstæð stofnun í eigu ríkisins. /ehg Kaltjón varð óvenjumikið sem þýddi mikla uppskerurýrnun sumarið 2020. Norðurland vestra: Kanna þörf fyrir almenningssamgöngur Samtök sveitarfélaga á Norður- landi vestra og Rann sóknar- stofnun Háskólans á Akureyri hafa gert með sér sam starfs samning um vinnu við skoðun á fýsileika þess að koma á fót almenningssam- göngum á vinnu sóknarsvæðum á Norður landi vestra. Markmiðið með verkefninu er að komast að því hvort þörf sé á almenningssamgöngum í lands- hlutanum og þá hverjir myndu helst nýta sér þær, milli hvaða staða og hvernig mætti útfæra þær svo þær nýtist sem best. Stefnt að niðurstöðu í mars Verkefnið er framkvæmt með stuðningi úr lið A-10 í byggðaáætlun – Almennings sam- göngur um land allt, en samtökin hlutu styrk til verkefnisins á dögunum. Gert er ráð fyrir að niðurstaða liggi fyrir í mars á næsta ári með fyrirvara um ófyrirsjáanlegar tafir vegna heimsfaraldurs eða annarra óvið- ráðanlegra orsaka. Frá þessu er sagt á vef SSNV og þar eru íbúar, sem hafa ábend ingar varðandi möguleika á almennings- samgöngum á svæðinu, hvattir til að senda þær til Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. /MÞÞ Markmiðið með verkefninu er að komast að því hvort þörf sé á almennings­ samgöngum í landshlut anum. Mynd / NV Umferð um Hringveg tæplega 14% minni í fyrra en árið á undan: Aldrei mælst meiri samdráttur í umferð Umferðin á Hringveginum árið 2020 dróst saman um 13,6 prósent miðað við árið 2019 og er um að ræða langmesta samdrátt sem mælst hefur. Hann er tveimur og hálfu sinnum stærri en sá sem mældist á milli áranna 2010 og 2011. Umferðin í desember dróst saman um 7,3 prósent. Umferðin, um 16 lykilteljara Vegagerðarinnar á Hringvegi, dróst svipað saman og umferðin á höfuðborgarsvæðinu, eða um 7,3%. Mest dróst umferð saman á Suðurlandi, eða um tæp 22%, en minnst, utan höfuðborgarsvæðis, um Norðurland, eða um 12%. Ekki hefur mælst minni umferð í desember á Hringvegi síðan árið 2016. Minnsti samdráttur á landsbyggðinni var um Kræklingahlíð Af einstaka stöðum varð mestur samdráttur um mælisnið á Mýrdals- sandi, eða tæplega 72% samdráttur en minnst, utan höfuðborgarsvæðis, um mælisnið í Kræklingahlíð norðan Akureyrar, eða 4,5% samdráttur. Mest dróst umferð saman um mælisnið á Austurlandi, eða um tæplega 29%, en minnst, utan höfuðborgarsvæðis, um Vesturland, eða um tæplega 18%. Umferðin á síðasta ári dróst saman í öllum vikudögum en mest á sunnudögum, eða um rúmlega 18% ,en minnst á þriðjudögum, eða um tæp 11%. Eins og vænta mátti er mest ekið á föstudögum. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. /MÞÞ Minnsti samdráttur í umferð utan höfuðborgarsvæðis var um mælisnið í Kræklingahlíð norðan Akureyrar, eða 4,5% samdráttur. Mynd /MÞÞ Bændur í Húnaþingi vestra: Mótmæla frekari uppkaupum á hlunnindajörðum Atvinnuvega- og nýsköpunar- ráðuneytið óskaði eftir umsögn Húnaþings vestra um kaup Flaums, sem Andri Teitsson er í forsvari fyrir, vegna fyrirhugaðra kaupa á jörðinni Núpsdalstungu. Fyrir á félagið um sex þúsund hektara lands en samkvæmt jarðarlögum þarf að fá álit sveitarfélaga ef eign kaupanda fer yfir ákveðinn fjölda jarða og hektara. Stjórn Félags sauðfjárbænda í sýslunni, en á annað hundrað félagsmenn eru í félaginu, hefur óskað eftir því að ráðherra hafni kaupunum. Ólafur Benediktsson, formaður Félags sauðfjárbænda í Vestur-Húnavatnssýslu, segir jarðakaup hafa brunnið á fólki í samfélaginu um alllangt skeið og með breytingu á jarðalögum síðastliðið sumar hafi opnast gluggi fyrir félög og íbúa á svæðinu til að mótmæla slíkum jarðakaupum. „Við tókum undir þessa áskorun með sveitarfélaginu í fyrsta sinn því það veldur okkur áhyggjum að jarðirnar skuli ekki vera byggðar. Það er ekki búseta á jörðum hér í kring og við sjáum dæmi þessa allt í kringum okkur að þar sem eru hlunnindi að laxveiðiám, þá falast menn eftir þeim. Þetta eru aðilar sem gefa afskaplega lítið út í samfélagið. Til að venjulegt samfélag virki þarf ákveðið marga íbúa. Við erum ein af röddunum sem vonandi getum haft áhrif og nýtum okkur það,“ segir Ólafur og bætir við: „Mín skoðun er sú að laxveiði- hlunnindin séu góð eins langt og það nær en þau geta snúist upp í andhverfu sína. Jarðalögunum var breytt í sumar og meiri kvaðir settar á kaupendur. Ef enginn segir neitt þegar fyrsta jörð fer í gegn þá er ákveðið fordæmi komið og það ásamt fleira ýtti á okkur. Þetta brennur á fólki hér í samfélaginu og hefur gert lengi og það er ánægjulegt að við getum látið okkar raddir heyrast.“ /ehg – Sjá nánar um afstöðu sveitar félagsins til uppkaupa Núpsdals tungu á bls. 15 Bætur vegna tjóns af völdum álfta og gæsa: Alls bárust 70 umsóknir vegna tjóns á síðasta ári Á árinu 2020 var úttekið tjón vegna ágangs álfta og gæsa á 213 hektara ræktunarspildna 33 bænda. Alls bárust 70 umsóknir um bætur vegna slíks tjóns og greiddar bætur námu rúmum þremur milljónum króna. Samkvæmt upplýsingum úr atvinnuvega- og nýsköpunar- ráðuneytinu er eingöngu greitt út á tjón á ræktunarspildum, það er spildum sem sáð var í árið 2020. Ekki sé greitt út á eldri tún þótt tjón sé oft mikið á nýræktun á öðru og þriðja ári. Tjón er eingöngu bætt ef tjónið er metið meira en 30 prósent af heildarstærð spildunnar. Þegar tjón er 31–70 prósent er greitt 50 prósenta álag, en þegar tjón er meira er 75 prósenta álag greitt. /smh Ágangur álfta og gæsa getur verið gífurlegur í ræktarlöndum. Tjón var ein­ göngu bætt vegna ágangs álfta og gæsa á spildum sem sáð var í árið 2020. Mynd / smh Bænda 11. febrúar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.