Bændablaðið - 28.01.2021, Blaðsíða 21

Bændablaðið - 28.01.2021, Blaðsíða 21
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. janúar 2021 21 Það samsvarar 115 ferkílómetr­ um. Til samanburðar er allt land Reykjavíkurborgar um 273 km2. Þetta félag er skráð hérlendis, en er í 100 prósent eigu þýska fyrirtækis­ ins STEAG Beteilungsgesellschaft. Ekki voru lög heldur mikið að þvælast fyrir erlendum fjárfest­ um sem hafa keypt grimmt jarðir í Mýrdalshreppi á liðnum árum. Þar má t.d. nefna Svisslendinginn Rudolf Walter Lamprecht sem á jarðir hús og veiðiréttindi í Mýrdalshreppi. Er eignarhald útlendinga þar um slóðir væntan­ lega komið vel á annan tug þús­ unda hektara. Lamprecht komst í fréttir 2013, en þá hafði hann keypt 6 jarðir og eina að hluta til viðbótar og hafði þá eignast Heiðardalinn eins og hann lagði sig. Hann sagð­ ist þá skilja áhyggjur Íslendinga yfir jarðakaupum útlendinga, en sagðist þó ekki hafa trú á að þeir myndu eignast 30 til 40% af landinu. Kaup erlendra fjárfesta á síðum stórblaða úti í heimi Hefur ásælni erlendra auðmanna í jarðir á Íslandi vakið athygli fjöl­ miðla á borð við breska blaðið Daily Mail og afleiðu þess, Mail on Sunday. Þar birtist t.d. grein þann 17. janúar síðastliðinn um landakaup hins 68 ára gamla breska milljarðamæringsins sir Jim Ratcliffe á Íslandi. Hann er fimmti ríkasti maður Bretlands og eru eigur hans metnar á 12,2 milljarða punda, en hann á m.a. olíuefnafyr­ irtækið Ineos. Er hann sagður hafa varið 36,2 milljónum punda í kaup á 39 jörðum á Íslandi síðan 2016 (um 6,4 milljarðar króna á núvirði), m.a. til að tryggja sér veiðirétt í íslenskum laxveiðiám. Einnig segir í fréttinni að vaxandi áhyggjur séu yfir umsvifum Ratcliffe á Íslandi sem kunni að leiða til þess að honum verði bannað að kaupa meira land. Auk kaupa á Hofsá, þar sem Charles Bretaprins stundaði lax­ veiðar í um árabil, keypti Ratcliffe m.a. Selá, þar sem George H. W. Bush, fyrrum Bandaríkjaforseti, veiddi í og lýsti sem ótrúlega fal­ legri á. Ratcliffe á einnig veiðirétt í fjórum öðrum helstu veiðiám á Norðausturlandi, þ.e. Hafralónsá, Svalbarðsá, Miðfjarðará og Vesturdalsá. Vitnað er í Jóhannes Sigfússon, bónda á Gunnarsstöðum í Þistilfirði, sem býr á 7.400 ekra landi sem liggur að Hafralónsá. Segist hann ekki þekkja Ratcliffe, en það geti ekki verið gott þegar einn maður eignast svo mikið land. Jóhannes vakti einmitt athygli á þessum málum á eftirminnilegan hátt á forsíðu Bændablaðsins 21. júní 2018. Þar sagði hann að við yrðum að koma böndum á þetta því við værum að missa landið úr höndum okkar. Í fréttinni í Mail on Sunday er verkefni Ratcliffes, sem kall­ að er „Six Rivers Conservation Project“, sagt ætlað að tryggja stöðugleika og sjálfbærni Norður­ Atlantshafslaxins í ám á svæð­ inu. Er þar vitnað í orð Gísla Ásgeirssonar, formanns veiðifé­ lagsins Strengs, sem segir að það sé helsta ástæðan fyrir kaupum Ratcliffe á íslenskum jörðum. Hundruð jarða líklega komnar í eigu útlendinga að öllu leyti eða að hluta Erfitt er að festa hendur á hversu mikil jarðakaup útlendinga eru orðin á Íslandi. Oft eru slík jarða­ kaup gerð í gegnum íslenska aðila eða með sameiginlegu eignarhaldi. Í Viðskiptablaðinu þann 24. júlí 2018 var reynt að kasta á þetta tölu. Þar kom fram að samkvæmt fasteignaskrá væru 7.670 skráðar jarðir á Íslandi. Þar af eru 384 jarðir að hluta eða öllu leyti í eigu fólks með lögheimili erlendis, tæplega 2.400 jarðir eru í eigu félaga eða fyrirtækja, nánast þriðjungur allra jarða. Eitthvað af þeim var þá sagt vera í eigu útlendinga, en ekki lá þá fyrir hversu margar. Samkvæmt lögbýlaskrá sem gefin var út í janúar 2020 eru skráð lögbýli sögð vera 6.700 og hefur lögbýlum því fækkað um 970 jarðir sem hafa verið teknar út úr lögbýlaskráningu af óskilgreindum ástæðum. Stofnandi Microsoft kallaður „Jarðakóngur Ameríku“ Fréttir af landhremmingum auð­ manna eru líka umfjöllunarefni um allan heim. Bandaríski fjöl­ miðillinn New York Post fjall­ aði um miðjan janúar um söfnun Bill Gates á bújörðum og segir að hann geti nú óhikað kallað sig „Jarðakóng Ameríku“. Er fréttin unnin upp úr efni af vefsíðu The Land Report, en þar segir í grein þann 11. janúar síðastliðinn að Bill Gates og eiginkona hans, Melinda Gates, séu nú stærstu jarðaeigendur í Bandaríkjunum með um 242.000 ekrur af ræktarlandi sem samsvara 97.934 hekturum, eða rúmlega 979 ferkílómetrum (km2). Einnig eiga þau 47.927 ekrur af öðru landi, eða 19.395 hektara sem samsvara tæpum 194 km2. Samanlagt eru hjónin Bill og Melinda Gates því sögð eiga 117.329 hektara eða rúma 1.173 km2. Bandaríkjamenn áttu 8,4 milljón hektara í öðrum löndum árið 2016 Líklega er vafasamt að kalla Bill Gates jarðakóng Ameríku því enginn veit í raun með vissu hvað auðkýfingar hafa verið að sölsa undir sig af jörðum á liðnum árum í Bandaríkjunum. Líkt og hér á landi eru slík kaup oft gerði í nafni fyrir­ tækja. Þá eiga bandarískir þegnar gríðarlega mikið jarðnæði í öðrum löndum, eða sem nemur ríflega 8,4 milljónum hektara, eða um 84.168 km2 sem nemur um 82% af flatar­ máli Íslands. Samkvæmt vefsíðu Statista áttu Bandaríkjamenn á árinu 2016 t.d. rúmlega 2,2 milljónir hektara í Lýðveldinu Kongó, rúmlega 2 milljónir hektara í Papúa Nýju Gíneu, um 1,4 milljónir hektara í Suður­Súdan, 559 þúsund hekt­ ara í Mósambik og tæplega 462 þúsund hektara í Úkraínu. Þá áttu þeir 1.604.797 hektara í minnst 26 löndum til viðbótar, eða samtals 8.416.784 hektara og eru jarðir í eigu Bandaríkjamanna á Íslandi þá ekki meðtaldar. Evrópskir auðjöfrar hafa líka verið iðnir við kolann við jarða­ kaup bæði innan og utan Evrópu. Þar má t.d. nefna jarðakaup í Úkraínu og í ríkjum Afríku. Kínverjar eru engir aukvisar Haldi menn að Bandaríkjamenn séu stórtækir, þá má spyrja hvað menn kalli jarðakaup Kínverja úti um allan heim og þá sérstaklega í Afríku. Um þetta var m.a. fjallað í blaðinu The Japan Times í apríl á síðasta ári. Eru jarðakaup þeirra í Afríku sögð „miklu meira en land­ hremmingar (landgrabbing)“. Þar segir m.a. að Kínverjar hafi komið inn í lönd sunnan Sahara með ým­ iss konar aðstoð og lánveitingar um tugi milljarða dollara gegn því að fá í staðinn aðgengi að námum, olíu, vatnsorku og ræktarlandi. Kínverjar hafa líka verið iðnir við að tryggja sér land í Suður­ Ameríku. Þar hafa þeir lengi stefnt að því að ná yfirráðum yfir ræktarlandi líkt og í Afríku til að tryggja sitt eigið fæðuöryggi. Eru þeir þannig orðnir langstærstu framleiðendur heimsins á ýmsum fæðutegundum. Evrópsk fyrirtæki eru líka stórtæk í Asíu Útlendingar hafa þó líka ásælst jarðnæði innan landamæra Kína. Þar má t.d. nefna iðnaðarræktun á trjám (Industrial tree plantations ­ ITP) í Guangxi­héraði þar sem finnska fyrirtækið Stora Enso og APP í Indónesíu hafa verið mjög stórtæk. Lögðu þessi fyrirtæki undir sig gríðarstórt landsvæði undir trjárækt sem hafði víðtæk áhrif á íbúa og vakti mikla óá­ nægju heimamanna, enda komið með yfir 20 verksmiðjur og 300.000 hektara undir skóglendi í Kína. Var finnska fyrirtækið komið með stjórn á 99,94% af öllu skóglendi á svæðinu sem samt var að 62% hluta í eigu kínverska rík­ isins. Finnska pappírsframleiðslu­ fyrir tækið leigði stærstan hluta landsins til 50 ára og náði þar afar hagstæðum samn ingum á sínum tíma. Hafa þeir samningar m.a. vakið mikla gremju heimamanna. Stora Enso var þegar árið 2017 komið með sögunarmyllur og pappírsverksmiðjur víða um heim, ýmist í eigin eigu eða í samstarfi við aðra. Þar má nefna lönd eins og Brasilíu, Úrúgvæ, Bandaríkin, ýmis Evrópulönd. Rússland, Kína og Pakistan. Þá átti Stora Enso 4 milljónir hektara skóglendi í Svíþjóð, Finnlandi, Úrúgvæ Brasilíu. Eistlandi, Rúmeníu, Lettlandi, Rússlandi, Kína og í Laos. Það var líka með níu verksmiðjur og 2,6 milljón­ ir hektara undir trjáplantekrur í Indónesíu. Hjónin Bill Gates og eiginkona hans, Melinda Gates, eru nú sögð stærstu jarðaeigendur Bandaríkjunum. Mynd / The Land Report, Finnska fyrirtækið Stora Enso hefur verið stórtækt í ræktun trjáa til papp- írsframleiðslu í Guangxi-héraði í Kína. Hafa smábændur þurft að hrökklast undan vegna ágangs í þeirra gamla ræktarland. Kom til harðra deilna við bændur í héraðinu á árinu 2015 vegna þessa og á myndinni má sjá lögreglu- menn skerast í leikinn. Landhremmingar, eða „Land Grabbing“, hefur líka verið nefnt nýlendustefna peningahyggjunnar eða efnahagsnýlendustefna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.