Bændablaðið - 28.01.2021, Síða 23

Bændablaðið - 28.01.2021, Síða 23
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. janúar 2021 23 Valtra Lely Center Ísland Reykjavík Krókháls 5f – Sími 414 0000 // Akureyri Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 – lci.is VARAHLUTIR Í DRÁTTARVÉLAR John Deere New Holland Steyr Case IH Fiat Deutz Fahr Zetor Kubota Massey Ferguson Claas Fendt Sími: 517-8240 - Súðarvogur 20 - www.eyjalind.is Vertu vinur okkar á Facebook Sæti og varahlutir í - Lyftara - Vinnuvélar - Vörubíla - Báta Þann 1. febrúar n.k. opnar Matvælastofnun fyrir umsóknir um styrki vegna vatnsveitna á lögbýlum í samræmi við reglugerð um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til vatnsveitna á lögbýlum, nr. 180/2016. Umsókn um styrk til vatnsveituframkvæmda (nr. 10.06) er í þjónustugátt MAST sem er aðgengileg á vef Matvælastofnunar. Umsækjandi skráir sig inn með Íslykli eða rafrænum skilríkjum. Umsóknarfrestur er til og með 28. febrúar n.k. Umsóknarfrestur verður ekki framlengdur. Eftirfarandi fylgigögn skulu fylgja með umsókninni: Mat úttektaraðila á þörf býlis fyrir framkvæmd Staðfest kostnaðar- og framkvæmdaráætlun Teikningar sé um byggingar að ræða Umsögn viðkomandi sveitastjórnar um að skilyrði 1. mgr. 1. gr. ofangreindrar reglugerðar séu uppfyllt, þ.e. að hagkvæmara sé að mati sveitastjórnar að leggja vatnsveitu að einstökum bæjum, sbr. 2. mgr. 1. gr. laga um vatnsveitur sveitafélaga, nr. 32/2004 Stuðningur fyrir hverja framkvæmd getur að hámarki numið 44% af stofnkostnaði við vatnsveitu til heimilis- og búsþarfa. Vakin er athygli á því að þeir umsækjendur sem áttu samþykkta umsókn á sl. ári en luku ekki framkvæmdum þurfa að sækja um aftur. www.mast.is Vatnsveitustyrkir fyrir bændur Gerður var samningur um miðjan janúar við framleiðsludeild Thyssenkrupp Uhde Chlorine Engineers á vistvænu vetni (Green Hydrogen product division) í því skyni að byggja 88 megavatta (MW) vatnsrafgreiningarverksmiðju í Kanada. Samningurinn er með fyrirvara um áreiðanleikakönnun. Verkefnið snýst um að setja upp rafgreiningarverksmiðju til að framleiða vetni fyrir kanadíska ríkisorkufyrirtækið Hydro-Québec sem er einn stærsti vatnsaflsorku- framleiðandi í Norður-Ameríku. Vatnsgreininga r verksmiðjan verður byggð í Varennes í Quebec og á að framleiða 11.100 tonn af grænu vetni árlega. Bæði vetnið og súrefnið sem er aukaafurð rafgreiningarferlisins, verður notað í lífeldsneytisverksmiðju til að framleiða lífeldsneyti úr sorpi fyrir flutningageirann. Afl rafgreiningarverksmiðjunnar verður 88 megawött (MW) og verður þetta ein stærsta framleiðslueining fyrir grænt vetni í heiminum. Gangsetning er áætluð síðla árs 2023. „Þetta verkefni er frábær lýsing á því hversu mikilvægt samspil öruggs aðgangs að samkeppnis- hæfri endurnýjanlegri orku og notkun skalaðrar tækni til vetnis- framleiðslu er,“ segir Sami Pelkonen, framkvæmdastjóri Chemical & Process Technologies rekstrar- einingar Thyssenkrupp. Denis Krude, forstjóri Uhde, klór verkfræðideildar Thyssenkrupp, bætir við: „Quebec sem svæði og Hydro- Québec sem viðskiptavinur bjóða upp á kjöraðstæður til að setja vatnsrafgreiningartækni okkar í margra megavatta kvarða í fyrsta skipti.“ Vetnisframleiðsla með raf- grein ingu á vatni er vart talin samkeppnishæf sem orkumiðill nema það sé framleitt í stórum skala. Rafgreining vatns frá Thyssenkrupp upp á nokkur hundruð megavött er talin ná þeirri stærðarhagkvæmni sem sóst er eftir. /HKr. Hydro-Québec í Kanada semur við Thyssenkrupp AG í Þýskalandi: Hyggjast reisa 88 megavatta rafgreiningarstöð til að framleiða vetni í stórum stíl UTAN ÚR HEIMI Vetnisvæðingarkapphlaup hafið á meðal þjóða heims Þrátt fyrir efasemdarraddir á liðnum árum um ágæti vetnis sem orkumiðils í samgöngum þá hafa stórþjóðir og ríkjasamsteypur þegar hafið kapphlaup um gríðarlega vetnisinnleiðingu á næstu árum. Framleiðsla á rafgreiningar- búnaði til vetnisframleiðslu (electro lyzers) hefur margfaldast á einu ári samkvæmt gögnum greiningar deildar Wood Mackenzie í orkumálum. Í fyrstu skýrslu sinni, sem bar yfirskriftina „Græn vetnis- framleiðsla: Landslag, verk efni og kostnaður“, var talið að fyrirhuguð væru verkefni í framleiðslu á vetni upp á 3,2 gígavött. Í mars 2020 var ljóst að fyrirhuguð verkefni á þessu sviði kölluðu á 8,2 gígavött í uppsettu afli, sem var 31 sinnum meira en allt afl í vetnisframleiðslu var þá á heimsvísu. Þá voru 17 verkefni vetnis- framleiðsluverkefni komin í vinnslu sem hvert um sig kallaði á meira en 100 megavött. Þetta voru verkefni í Ástralíu, Frakklandi, Þýskalandi, Hollandi, Paragvæ, Portúgal, Bretlandi og í Bandaríkjunum. „Við erum að sjá stærri og stærri verkefni tilkynnt með stuðningi frá Fortune 500 fyrirtækjum,“ sagði Ben Gallagher, sérfræðingur í málefnum kolefnis og nýrrar tækni fyrir orkuskipti hjá Wood Mackenzie. Metnaðarfyllsta áætlunin er Asíska miðstöðin fyrir endur- nýjanlega orku í Pilbara-héraði í Ástralíu. Hefur það verið „eitt mest spennandi orkuverkefni í heimi“. Þar er áætlað að setja upp allt að 15 gígavatta virkjanir af vind- og sólarorkuframleiðslu. Af þeirri orku á að nota 12 gígavött til framleiðslu á grænu vetni. Wood Mackenzie áætlar að miðstöðin verði komin með eins gígavatts rafgreiningargetu árið 2027. Annað stórkostlegt verkefni sem ætlað er að ljúka fyrir árið 2027 er HyGreen Provence-verksmiðjan sem er byggð af Engie og Air Liquide í Frakklandi. Wood Mackenzie segir rafgreiningargetu þess verkefnis vera 760 megavött. Kínverjar komnir á fullt og ESB hyggst fylgja þeim fast eftir Kínverjar og fleiri Asíuþjóðir hafa þegar mótað stefnu og hafið miklar fjárfestingar í vetnisframleiðslu og uppbyggingu innviða vegna stóraukinnar vetnisnotkunar. Evrópu sambandið ætlar sér greini- lega ekki að sitja eftir og í júlí 2020 setti ESB fram það markmið að byggja upp verksmiðjur innan sinna landamæra til rafgreiningar á vetni í stórum stíl. Samkvæmt yfirlýstum mark- miðum ESB á að taka í notkun rafgreiningarverksmiðjur fyrir árið 2024 sem framleiða vetni með 6 gígavöttum af raforku. Það er risastökk frá þeim 250 megavöttum sem notuð eru til slíkrar framleiðslu í heiminum nú þegar, samkvæmt skýrslu Wood Mackenzie. Þá er stefna ESB að búið verði að gangsetja fyrir árið 2030 vetnisframleiðslustöðvar innan landamæra ESB-ríkja sem nota 40 gígavött af rafmagni. Einnig á þá að vera búið að taka í notkun rafgreiningarverksmiðjur í nágrannaríkjum ESB-landanna fyrir önnur 40 gígavött til viðbótar. /HKr.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.