Bændablaðið - 28.01.2021, Side 28

Bændablaðið - 28.01.2021, Side 28
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. janúar 202128 LÍF&STARF Sigurður Halldórsson, stofnandi og framkvæmdastjóri plastendur­ vinnslunnar Pure North Recycling í Hveragerði, segir íslenskan landbúnað nú vera í kjörstöðu með að ná endurnýtingu á öllu plasti sem til fellur í greininni. Þannig geti okkar landbúnaður orðið til fyrirmyndar með einstakri stöðu á heimsvísu. „Til mikils er að vinna því um 2.000 tonn af heyrúlluplasti fellur til í íslenskum landbúnaði á hverju ári og við viljum aðstoða bændur við að skila því í endurvinnslu.“ Íslenskur landbúnaður verði sjálfbær í plastnotkun „Við erum búin að þróa nýjar aðferðir til að endurvinna þetta plast og getum nú auðveldlega ráðið við það verkefni. Þetta er mjög spennandi því við erum nú í aðstöðu til að tryggja í góðri samvinnu við bændur, að landbúnaður á Íslandi verði fyrsti landbúnaðargeirinn í heiminum sem verður sjálfbær hvað varðar notkun á plasti,“ segir Sigurður. Geta tekið við allt að 200 tonnum á mánuði „Fyrirtækið gengur mjög vel og við erum nú komin á fullt skrið með endurvinnslu á rúllubaggaplasti frá bændum. Við getum tekið á móti um 150 til 200 tonnum af rúlluplasti til vinnslu á mánuði og nú vantar okkur einungis mun meira hráefni til vinnslu. Síðan erum við búin að ganga frá samningum við aðila sem vinna úr hráefninu sem við framleiðum úr rúlluplastinu og öðru plasti sem til fellur.“ Biðla til bænda um skil á rúllubaggaplasti Sigurður segir að Pure North Recycling biðli nú til bænda um að skila rúlluplastinu til sín í endur- vinnslu. Þá sé æskilegt að bændur flokki í sundur hvítt og mislitt plast, því hráefnið úr hvíta plastinu er verðmeira í endursölu. Þá er líka æskilegt að bændur skili plastinu í þessum tveimur flokkum sæmi- lega hreinu, það spari mikla vinnu í vinnsluferlinu og geri afurðina verðmætari. Vottun skilað fyrir fækkun kolefnisspora Sigurður segir að í undirbúningi sé samningur við Bændasamtök Íslands um skil á plasti sem til fellur í ís- lenskum landbúnaði. Þar sé ekkert því til fyrirstöðu að plast sé uppruna- merkt þeim bæ sem skilar því inn og á móti skili Pure North Recycling viðkomandi bæ vottun um frá- dráttarbært kolefnisspor fyrir hvert tonn sem skilað er. Jafnframt verði spennandi að fylgjast með þeim ár- angri sem atvinnugreinin nái sem heild í lækkun kolefnisspors með skilum á plastinu. Hann telur borðleggjandi að sams konar samningar verði gerðir við sveitarfélög í landinu um skil á plasti til endurvinnslu. Til að auðvelda bændum skil á plasti hefur Pure North Recycling unnið að því að finna lausnir til að gera flokkun á hverjum stað auðveldari og jafnframt valkosti í leiðum til flutnings á plastinu til Hveragerðis. Þá hefur fyrirtækið einnig verið að leita eftir notuðum fiskikörum til að útvega bændum til að safna plastinu í. Þá er Pure North Recycling með til sölu litlar pressur sem bændur geta keypt til að bagga plast og minnka þar með umfang þess verulega. Þessar pressur má líka nota til að bagga ýmis önnur efni, t.d. ull eða pappír. Sigurður leggur því áherslu á að sem flestar leiðir standi opnar fyrir bændur til að skila frá sér plastinu í endurvinnslu. Plast er frábært efni svo lengi sem það er meðhöndlað rétt Hann segir að viðhorf séu smám saman að breytast gagnvart plastinu og fólk að hverfa frá þeirri grjóthörðu neikvæðu andstöðu sem verið hefur. Plast sé frábært efni til ýmissa nota sem nútíma þjóðfélag komist vart hjá að nýta sér. Hins vegar þurfi fólk að vera meðvitaðra til hvaða hluta plastið er notað og hvernig það er meðhöndlað þegar það nýtist ekki lengur. Þá sé mikilvægt að safna öllu ónýttu plasti saman og koma því í endurvinnslu svo það fari ekki út í náttúruna. Telur Sigurður að þar geti bændur spilað stórt hlutverk sem leitt geti til bættrar ímyndar fyrir íslenskan landbúnað, bæði hvað varðar meðhöndlun á plasti og við að draga úr kolefnisspori vegna plastnotkunar. „Í dag er enn verulegur hluti af plasti frá landbúnaði flutt utan til vinnslu eða brennslu í sorporku- stöðvum. Þess má einnig geta að því miður hefur urðun á rúlluplasti aukist á s.l. árum. Þetta er þróun sem við verðum að snúa við.“ „Umhverfisvænsta plast í heimi“ „Við getum tryggt að allt það plast sem notað er í landbúnaði verði endurunnið hér á landi og lækkað kolefnisspor þess að sama skapi. Allt það plast sem notað verður í landbúnaði á Íslandi yrði þannig umhverfisvænsta plast í heimi og höfum við þegar látið gera lífsferilsgreiningu á þessu ferli. Það er því til mikils að vinna fyrir ásýnd landbúnaðarins og þau markmið sem búið er að setja í loftslagsmálum.“ Lykillinn að minnkun kolefnisspors felst í vinnsluaðferðinni Sigurður segir að lykillinn að 80% minnkun kolefnisspors á plastinu sem hjá þeim er unnið felist í framleiðsluferli Pure North Recycling með nýtingu á jarðvarma, hreinu vatni og grænni raforku frá vatnsorkuverum. Sambærileg endurvinnslufyrirtæki úti í Evrópu og í öðrum löndum sem tekið hafa við úrgangsplasti frá Íslandi búi ekki svo vel. Víðast erlendis er raf- og hitaorka sem til þarf við endurvinnslu á plasti framleidd með kolum og eða olíu sem eykur á kolefnissporið en minnkar það ekki. Það skapar einstakt tækifæri á Íslandi. Plastmengun er farin að hafa áhrif á vistkerfið í heild og ekki síst vistkerfi hafsins. Íslendingar eiga mikið undir í sjávarútvegi og ferðaþjónustu með ósnortna náttúru í for ­ grunni og nú ógnar þessi þróun afkomu okkar og velferð. Starfsemi Pure North fellur vel að aðgerðaráætlun ríkis- stjórnarinnar í loftslagsmálum sem og aðgerðaráætlun í mál- efnum plasts. Plast á að verða aftur plast og fyrir hvert tonn sem endurunnið er af plasti sparast 1,8 tonn af olíu. Í lífferlisgreiningu sem unnin var fyrir Pure North Recycling er gerður samanburður á vinnslu- aðferðum Pure North Recycling við endurvinnslu annars staðar í Evrópu og í Asíu. Í þeim niður- stöðum kemur fram að lægstu umhverfisáhrifin eru á endur- vinnslu Pure North Re cycling á Íslandi. Umhverfis áhrifin eru þar lægst í 13 af 14 áhrifaflokkum sem mæld eru er varðar um - hverfis áhrif. Samkvæmt þess- um niðurstöðum hefur orðið koltvíoxíðs sparnaður af vinnslu Pure North Recycling upp á 1,52 tonn af CO2 ígildum á hvert tonn af plasti. Endurvinnslan hjá Pure North Recycling: Hvert tonn af plasti sparar um 1,8 tonn af olíu og 1,52 tonn af CO2 Hörður Kristjánsson hk@bondi.is Plastendurvinnslan Pure North Recycling í Hveragerði kallar eftir samstarfi við bændur: Íslenskur landbúnaður sagður í kjörstöðu til að endurvinna plast sem til fellur í greininni – Gæti um leið lækkað kolefnisspor vegna plastnotkunar umtalsvert Svona verður fyrrverandi mislitt rúllubaggaplast af túnum bænda þegar það hefur farið í gegnum vinnsluferli Pure North Recycling og er orðið að hráefni í nýtt rúllubaggaplast eða aðrar iðnvörur. Áslaug Hulda Jónsdóttir, sem stýrir viðskiptum og þróun hjá Pure North Recycling í Hveragerði og Sigurður Hall- dórsson, stofnandi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Myndir / HKr. Harðplastbrettin verða líka að kurli sem nota má til að framleiða nýjar vörur.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.