Bændablaðið - 28.01.2021, Side 33
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. janúar 2021 33
Lely Center Ísland
Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is
Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600
HAUGSUGU-
DÆLUR
6,500 - 9,500
11,000 - 13,500 lítra
HAUGSUGUHLUTIR
VARAHLUTIR
Víkurvagnar ehf. – Hyrjarhöfði 8. – 110 Reykjavík
Sími 577-1090 – www.vikurvagnar.is – sala@vikurvagnar.is
STYRKUR, ÞJÓNUSTA OG ÁREIÐANLEIKI
MIKIÐ ÚRVAL KERRUVARAHLUTA
VÍKURVAGNAR EHF.
RAFMAGNSBÚNAÐUR
BREMSUR
BEISLI
DEKK
LJÓS
LED LJÓS
Nú er tími til að undirbúa vorið í tíma.
Bjóðum úrval af landbúnaðartækjum frá JANSEN í Þýskalandi.
Góð tæki á hagstæðu verði.
Sendið fyrirspurnir á sala@svansson.is
Svansson ehf Sími 697-4900 www.svansson.is
Akureyri · Sími 465 1332
www.buvis.is
PA
NT
IÐ
TÍM
AN
LE
GA
Sænskar
snjókeðjur
UTAN ÚR HEIMI
Það tekur um hálft ár að ná sláturþyngd villisvíns upp í 80 kíló. Mynd / Limpopo
Finnskur bóndi stórgræðir
á villisvínaeldi
Finnski bóndinn Johu Reinkain
ens er með 150 villisvín í eldi á
tveggja hektara landsvæði.
Hann skiptir svæðinu upp í
tvennt, einn hluta fyrir gyltur
og grísi og annan hluta fyrir
dýr til slátrunar. Hann reynir að
skapa villisvínunum náttúrlegar
aðstæður en fyrir besta kjötið fær
hann himinhátt verð á kílóið.
Í austurhluta Finnlands,
um klukkutíma frá rússnesku
landamærunum, er Korpikarju-
sveitabærinn þar sem villisvín
eru alin til kjötframleiðslu. Í fyrstu
var um hliðarbúgrein að ræða
hjá bóndanum Johu en eftir því
sem eftirspurnin jókst eftir kjöti
frá honum hefur hann nýverið
fjárfest í fleiri dýrum. Johu lýsir
búskapnum sem einföldum þar
sem villisvínin ganga frjáls á
tveggja hektara svæði á sveita-
bænum. Hann er með 12 gyltur
sem gjóta á vorin og koma á bilinu
fjórir til sex grísir úr hverju goti.
Dýrin eru heilsuhraust og hefur
Johu afar sjaldan þurft að ráðfæra
sig við dýralækni. Villisvínin lifa
að mestu á korni og heyi.
Upp undir 9 þúsund
krónur á kílóið
Það tekur um hálft ár að ná slátur-
þyngd upp í 80 kíló en eftir þann
tíma segir Johu nást hið ekta villi-
bragð sem viðskiptavinir hans leita
eftir. Johu slátrar sjálfur gripunum
og hefur til þess tilskilin leyfi og
vottanir. Kjötverðið frá bænum er
á bilinu 5.922 til 8.736 krónur ís-
lenskar en fyrir villisvínahakk er
kílóverðið 3108 krónur íslenskar.
Villisvínaævintýri Johu er
þó ekki áhyggjulaust því afrísk
svínapest hefur nú þegar greinst
í Rússlandi og nýleg tilfelli í
Þýskalandi krefjast varkárni.
Juho er með tveggja metra háa
rafmagnsgirðingu í kringum
stofninn sinn sem er grafin 40
sentímetra niður í jörðina. Hann er
alltaf á vakt gagnvart smitleiðum og
hefur neyðst til að skjóta villisvín
utan girðingar á landareign sinni.
/ehg - Landbrugsavisen