Bændablaðið - 28.01.2021, Qupperneq 34
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. janúar 202134
Útvarp rauf einangrun í sveitum landsins
þegar RÚV hóf útsendingar 1930
Nú um þessar mundir er Ríkis
útvarpið 90 ára. Hinn 21. desem
ber 1930 var fyrsta formlega
útsend ingin þegar sendistöðin á
Vatnsendahæð ofan Reykjavíkur
var tilbúin. Otto B. Arnar loft
skeytafræðingur hafði reynt að
reka útvarpsstöð frá 1926 til 1928
en varð að hætta vegna fjárskorts.
Innflutningur á viðtækjum var
ekki mikill enda kostaði útvarp á
bilinu 260 til 550 krónur á meðan
verkamannalaun voru ekki nema 1
kr. á tímann og bændur fengu 40 til
80 aura fyrir eitt kíló af nautakjöti.
Það hefði því tekið verkamann frá
einum og hálfum mánuði til þriggja
mánaða að vinna fyrir einu útvarps
tæki og bóndinn hefur þurft að selja
rúmlega hálft tonn af kjöti.
Eftir stofnun RÚV var sett á
laggirnar viðtækjasmiðja til að
mæta þörfum landsmanna svo ná
mætti sendingum útvarpsins. Fyrst
voru framleidd mjög ódýr einföld
tæki sem náðu aðeins sendingum
RÚV í Reykjavík og nágrenni.
Fæstir sveitabæir höfðu rafmagn
og því voru tækin drifin áfram af
rafhlöðum sem hægt var að hlaða.
Viðtækjastofa Ríkisútvarpsins var
með sérstaka þjónustu til að hlaða
rafgeymana. Einnig voru einstaka
sveitabæir með vindmyllur á þeim
tíma. Menn fóru jafnvel fótgangandi
dagleið með rafgeymi á bakinu til að
fá hann hlaðinn.
Einn var þó hugvitsmaðurinn,
Pétur Símonarson í Vatnskoti í
Þingvallasveit, sem útbjó dínamótor
á reiðhjól. Hjólið var fest á grind og
lét hann bændur snúa hjólinu þar til
geymirinn var hlaðinn. Það gat tekið
allt upp í þrjá tíma.
Fyrstu útvörpin sem smíðuð
voru höfðu tvo lampa og aðeins
fyrir heyrnartól sem einn gat hlust
að á í einu. Fljótlega var bætt við
einum lampa í viðbót til að drífa
hátalara. Þessi fyrsta útgáfa náði
ekki sendingum RÚV til dæmis á
Vestfjörðum. Þá var bætt við einum
lampa í viðbót sem gerði tækið
næmara.
Til að auðkenna tækin var fyrsta
gerðin skýrð SUÐRI og næsta gerð
fékk nafnið Vestri. Mest var fram
leitt af þeirri gerð. Árið 1938 var
búið að framleiða 550 tæki og 200
fyrir skip, en þau tæki voru í málm
kassa á meðan hin voru í trékössum.
Eftirspurnin var mikil en erfitt var
að fá íhluti í smíðina þegar nær dró
stríðsbyrjun sem hamlaði fram
leiðslunni. Þá var brugðið á það ráð
að fá íhluti frá Ameríku og því eru
tækin eftir það blönduð evrópskum
og amerískum íhlutum.
Að jafnaði unnu 3–5 menn að
þessari smíði. Viðtækjasmiðjan
hætti störfum 1949.
Á Austfjörðum var erfitt að
nota Vestra því þar voru sendingar
erlendra útvarpsstöðva mjög sterkar
og því var brugðið á það ráð að
smíða vandaðri tæki sem gátu
frekar einangrað sendingar RÚV frá
þeim erlendu. Sú útgáfa fékk heitið
AUSTRI. Þau tæki voru framleidd
að mestu eftir pöntunum.
Áfram var smíðin þróuð eftir
því sem á leið. Smíðuð voru sér
stök lítil tæki sem fengu heitið
SUMRI og var ætlað fyrir sum
arhús í nágrenni Reykjavíkur. Svo
kom vandað þriggja lampa tæki sem
heitir SINDRI. Það var með stærri
hátalara og hljómbetra.
Auglýsing í blaðinu „Útvarps
tíðindi“ í ferbrúar 1947 er svohljóð
andi:
Viðtækjasmiðja Ríkisútvarpsins
smíðar eftir pöntun eftirfarandi
gerðir af viðtækjum:
Þriggja lampa tækið „Sindri“,
fyrir 6. 12 og 32 volta rafgeyma-
spennu. Sparneytið og traust
viðtæki sem gefur góð tóngæði.
Þriggja lampa tækið „Suðri“
fyrir þurrrafhlöður með spari-
stilli sem gefur 30% möguleika
á sparnaði rafhlöðunnar. Fjögra
lampa súper viðtækið „Austri“
fyrir 6, 12 og 32 volta rafgeyma-
spennu.
Á fyrstu árum útvarpsins var
sérstaklega tekið fram þegar
innflutt tæki voru auglýst að
lampar fylgdu með ásamt hátalara,
sem hét „GELLIR“ í þá daga.
Sendistöðin á Vatnsenda var
stækkuð 1938 úr 16 kw. í 100 kw.
Það breytti miklu fyrir afskekkta
sveitabæi á landinu. Þrátt fyrir að
erlendum útvarpsstöðvum fjölgaði
eftir stríð með auknum sendistyrk
nýttust þessi einföldu útvarpstæki
ágætlega, sérstaklega inn til sveita.
Ég veit dæmi þess að svona
tæki var í notkun til ársins 1955
á sveitabæ í Húnavatnssýslu.
Öll þessi tæki, hvort sem þau
voru innflutt eða heimasmíðuð,
þurftu loftnet sem var langur vír
ýmist milli húsa eða frá húsi í staur
skammt frá. Í einstaka tilfellum
stálust bændur til að nota aðra
símalínuna sem lá að bænum fyrir
loftnet. Ein gerðin af VESTRA
er einmitt með þéttum í seríu
við loftnetsinntakið sem hefur
verið bætt við til að deyfa ekki
sambandið á símalínunni.
Eins og oft gerist henda menn
hlutum þegar notkun er hætt og því
er lítið til af þessum heimasmíðuðu
útvarpsviðtækjum. Nokkur tæki
eru þó til af VESTRA og SUÐRA
ásamt örfáum skipatækjum á
söfnum. Undirritaður er að kanna
hvort einhver veit um AUSTRA,
því það tæki virðist hvergi vera til
á söfnum svo vitað sé.
Auðvelt er að þekkja þessi
íslensku tæki frá innfluttum þar
sem aðeins voru þrír takkar framan
á þeim eins og myndirnar sýna
og ekki gler með stöðvarheitum.
Einnig er nafn tækisins á bakinu
eða miði á botninum merktum
Viðtækjaverslun ríkisins.
Ef einhver veit um svona tæki,
Suðra, Vestra eða Austra væri
undirritaður þakklátur að fá vitn
eskju af því, þótt ekki væri nema
til að skoða og taka myndir af
tækinu.
Sigurður Harðarson
rafeindavirki
Sími 892-5900
Netfang: siggiradio@gmail.com
TÆKNI&MENNING
E f einhver veit um svona tæki, Suðra, Vestra eða Austra, væri undirritaður
þakklátur að fá vitneskju af því,
þótt ekki væri nema til að skoða
og taka myndir af tækinu.
Sigurður Harðarson.
Útvarpstækið AUSTRI sem Viðtækjastofa Ríkisútvarpsins framleiddi á fyrstu
árum útvarpsreksturs Íslendinga og var sérhannað til að ná útvarpssendingum
RÚV á Austurlandi.
SUÐRI var fyrsta gerð útvarpstækja sem Viðtækjastofa Ríkisútvarpsins
framleiddi á fjórða áratug síðustu aldar.
Útvarpstækið VESTRI var annað í röðinni í framleiðslulínu Viðtækjastofu
Ríkisútvarpsins. Mest var framleitt af þeirri gerð. Árið 1938 var búið að
framleiða 550 VESTRA-tæki.
Útvarpstækið VESTRI var líka framleitt fyrir skip og voru smíðuð 200 slík
tæki. Þau tæki voru í málmkassa á meðan hin voru í trékössum.
Bakhliðin á útvarpstækinu VESTRA.
Merkimiði af botni útvarpstækis. Þessi miði er frá viðgerðarstofu útvarpsins
og dagsettur 10. febrúar árið 1949.
Bænda
bbl.is Facebook
HLAÐVARP BÆNDABLAÐSINS