Bændablaðið - 28.01.2021, Síða 39
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. janúar 2021 39
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins
Afkvæmarannsóknir í sauðfjárrækt árið 2020
Ein besta leiðin til að meta gæði
veturgömlu hrútanna er að prófa
þá á skipulagðan hátt. Vel fram
kvæmd afkvæmarannsókn ætti
því að vera fastur póstur í starf
semi allra sauðfjárbúa sem vilja
ná auknum árangri. Í þessum
greinarstúfi verður farið nokkrum
orðum um afkvæmarannsókn
ir á vegum bænda framleiðslu
árið 2020 en niðurstöður ásamt
um fjöll unum eru nú aðgengilegar
á heimasíðu RML.
Haustið 2020 voru 77 sauð
fjárbú sem uppfylltu skilyrði um
styrk hæfar afkvæmarannsóknir, en
verkefnið er styrkt af þróunarsjóði
sauðfjárræktarinnar. Afkvæma
hóparnir voru 777 og þar af voru
veturgamlir hrútar í prófunum 481.
Þátttakendur eru heldur fleiri en
árið 2019 en þá voru þátttökubúin
72. Vissulega eru mun fleiri sem
prófa lambhrútana með einhverjum
hætti en hér er aðeins fjallað um
afkvæmarannsóknir sem uppfylla
ákveðin skilyrði.
Bændum hafa staðið til boða
styrkir út á hvern veturgamlan hrút
sem er í samanburðinum. Helstu
kröfur eru þær að a.m.k. 5 hrútar
séu í samanburði og þar af a.m.k.
4 veturgamlir. Þeir þurfa að eiga 8
eða fleiri ómmæld afkvæmi og 15
eða fleiri afkvæmi með kjötmats
upplýsingar. Síðan eru menn hvattir
til að framkvæma samanburðinn á
þann hátt að niðurstöður afkvæma
hópanna séu sem allra best sam
anburðarhæfar. Tilgangurinn með
þessari vinnu er að hvetja bændur
til að prófa lambhrúta á skipulagð
an hátt og stuðla að framförum í
stofninum fyrir bættum skrokk
gæðum.
Um niðurstöður
Heildareinkunn úr afkvæma rann
sóknunum byggir á þrem þáttum
sem allir hafa jafnt vægi. Það er
einkunn fyrir kjötmatsniðurstöður
(gerð og fita), einkunn fyrir fall
þunga og einkunn úr líflamba
skoðun. Líflambaskoðunin bætir við
mikil vægum upplýsingum m.a. um
verðmæ tasta skrokkhlutann sem er
bakvöðvinn. Heildareinkunnin gefur
síðan til kynna hversu mikla yfir
burði hver hrútur sýnir í samanburði
innan búsins. Erfitt er því að bera
þessar einkunnir saman milli búa.
Synir sæðingastöðvahrútanna
Í þessum uppgjörum eru margir synir
stöðvahrútanna áberandi. Klettur 13
962 frá Borgarfelli, Mávur 15990
frá Mávahlíð og Fáfnir 16995 frá
Mýrum 2 eiga flesta syni, 23 til 24.
Með 10 til 20 syni eru Dreki 13953,
Durtur 16994, Drjúgur 17808,
Reykur 14812, Ebiti 13971, Spakur
14801, Dúlli 17813 og Guðni 17
814. Af þessum ofantöldu hrútum er
meðaleinkunn Durtssonanna hæst en
synir Durts skipa sér víða í fremstu
röð sem lambafeður.
Af einstökum gripum
Í töflu 1 má sjá yfirlit yfir þá hrúta
sem ná 120 stigum eða fleirum í
heildareinkunn. Sá hrútur sem mesta
yfirburði sýnir í þessum uppgjörum
er ónefndur gripur frá Svarfhóli í
Laxárdal nr. 18502. Á Svarfhóli var
jafnframt umfangsmesta afkvæma
rannsókn haustsins en þar voru 35
hrútar í samanburði enda um að
ræða eitt af stærstu sauðfjárbúum
landsins. Þessi hrútur er aðkeyptur
frá Broddanesi, sonur Svala 14071
og dóttursonur Djákna 13065. Því
miður er þessi öflugi lambafaðir
fallinn.
Sá hrútur sem gerir næstmest
útslag í heildareinkunn afkvæma
rannsókna og með hæstu einkunn
úr kjötmatshlutanum þetta árið er
Suddi 17120 frá Skarðaborg. Suddi
er gamalreyndur kappi sem hefur á
síðustu árum verið alveg í sérflokki
á búinu sem lambafaðir og gerir úts
lag bæði í mati á lifandi gimbrum
og í flokkun sláturlamba. Suddi er
kominn af sterkum meiði í Skarðborg
og tiltölulega fjarskyldur sæðinga
stöðvahrútunum.
Þriðji hrúturinn á listanum er
einnig gömul kempa en það er
Svartur 17372 frá Hvammi í Lóni.
Svartur er sonur Kletts 13962 frá
Borgarfelli sem gerir því Svart
athyglisverðan sem alhliða kynbóta
grip, en Klettur var eitilmagnaður
ærfaðir.
Í næstu tvö sæti raða sér hrútar
úr afkvæmarannsókn í Forsæludal í
Vatnsdal, þeir Glókollur 19372 og
Skuggi 19373. Báðir þessir hrútar
eru aðkeyptir frá Ingu Ragnheiði á
Svínafelli 3 í Öræfum. Glókollur er
sonarsonur Ebita 13971 frá Melum
og dóttursonur Fannars 14972 frá
Heydalsá. Skuggi er hins vegar af
hyrndu fé og stendur Hvati 13926
frá Hesti honum næstur af stöðva
hrútum.
Ef horft er til niðurstaðna mæl
inga eða mats á einstökum þáttum, þá
má nefna hér nokkra afburðarhrúta.
Tveir hrútar ná einkunninni 13,1
fyrir gerð sláturlamba. Það eru þeir
Bjartur 19081 frá LitluReykjum,
Reykjahverfi, sonur Kambs 16038
sem síðar verður getið, og Viðar
17844 frá EfriFitjum. Viðar var
í afkvæmaprófun vegna sæðinga
stöðvanna en hann var einnig tek
inn með í annað uppgjör fyrir búið
byggt á rýmri kröfum.
Sá hrútur sem átti þann hóp sem
mældist með þykkasta bakvöðva
nn var Kambur 16038 frá Litlu
Reykjum. Dætur hans mældust að
jafnaði með hvorki meira né minna
en 36 mm þykkan bakvöðva að jafn
aði. Kambur er sonur Gríms 14955
frá YtriSkógum.
Sá hrútur sem skartar hæstu með
altali fyrir lærastig dætra er Tilberi
19330, HaukatunguSyðri 1 en dætur
hans hlutu 18,9 að jafnaði fyrir læri.
Líkt og fleiri afburðargerðarhrútar, er
Tilberi aðkeyptur frá Broddanesi og
er sonur Hnikils 18053 og dótturson
ur Barkar 15077. Um afrek þessara
hrúta og annarra má lesa betur í
umfjöllun á vef RML.
Að lokum eru bændur hvattir
til að nýta sér það til gagns að gera
vandaðar afkvæmarannsóknir þar
sem sérstök áhersla er lögð á að
fá sem bestan dóm á veturgömlu
hrútana.
Eyþór Einarsson
ráðunautur búfjárræktar-
og þjónustusviðs
ee@rml.is
Bú Nafn Númer Faðir Nafn Faðir Númer
Eink.
Fallþ.
Eink.
kjötmat
Eink.
líflömb
Eink.
Heild Fallþ. Gerð Fita Ómv. Ómf. Læri Aldur
Svarfhóll, Laxárdal 18-502 Svali 14-071 115 124 169 135,8 19,3 11,5 7,0 31,5 2,6 17,8 149
Skarðaborg, Reykjahverfi Suddi 17-120 Kappi 14-143 101 153 151 134,8 17,7 12,4 7,0 31,9 2,4 17,9 139
Hvammur, Lóni Svartur 17-455 Klettur 13-962 106 131 151 129,4 16,3 10,4 5,9 30,7 2,1 17,5 149
Forsæludalur, Vatnsdal Glókollur 19-372 Biti 18-509 101 144 138 127,6 16,5 11,1 5,9 30,6 3,6 18,2 143
Forsæludalur, Vatnsdal Skuggi 19-373 Rosi 18-512 104 134 144 127,2 16,7 11,0 6,2 31,6 3,6 18,2 134
Helgustaðir, Fljótum Márus 19-050 Grámann 16-050 100 134 145 126,4 18,5 9,4 5,8 29,0 2,5 17,6 139
Deildartunga, Reykholtsdal Angi 19-326 Strangi 18-689 98 135 143 125,1 17,9 10,3 6,3 31,0 3,0 17,7 147
Árgerði, Sæmundarhlíð Pinni 18-343 Guðni Már 17-091 109 120 145 124,5 19,8 11,5 7,5 33,3 4,0 18,6 127
Staður 2, Reykhólasveit 19-061 Jesper 14-082 122 117 134 124,4 19,4 10,6 6,3 30,2 3,2 17,6 138
Hríshóll, Eyjafirði Goði 19-749 Stormur 16-004 105 148 120 124,3 21,3 12,8 7,5 32,2 3,6 18,3 146
Skörð, Miðdölum 18-054 Bjartur 15-967 137 101 134 124,0 18,8 9,9 6,9 31,5 2,9 17,9 152
Gýgjarhólskot, Biskupstungum Hverfugl 18-247 Fossróful. 17-239 95 139 136 123,7 23,2 11,7 6,6 33,6 2,8 18,3 162
Litlu-Reykir, Reykjahverfi Kambur 16-038 Grímur 14-955 101 125 144 123,4 18,8 12,4 7,8 36,0 3,0 18,7 143
Innri-Múli, Barðaströnd Dabbi 18-326 Sæmi 17-338 115 132 121 122,6 18,6 12,3 6,8 28,8 2,7 18,5 140
Miðdalur, Skagafirði Broddi 19-716 Hnikill 18-053 98 139 132 122,6 17,3 10,5 6,5 30,1 2,4 17,9 143
Burstafell, Vopnafirði Birtingur 19-105 Skuggi 18-293 90 144 134 122,4 17,3 10,1 5,3 30,8 2,8 17,5 133
Bárðartjörn, Grýtubakkahreppi Surtur 19-468 Durtur 16-994 112 114 141 122,1 16,8 9,8 6,5 32,9 2,5 18,2 131
Forsæludalur, Vatnsdal Þróttur 19-371 Logi 18-513 110 142 114 122,1 17,1 10,8 5,6 28,8 2,8 17,5 136
Mýrar 2, Hrútafirði Viður 19-164 Stofn 17-667 113 121 130 121,4 21,0 12,7 8,1 30,7 2,3 18,0 145
Laxárdalur, Hrútafirði Siggi 19-355 Fáfnir 16-995 86 127 150 121,1 17,0 10,4 6,3 35,1 2,8 17,6 136
Þóroddsstaðir, Hrútafirði Reki 18-051 Dreki 13-953 102 130 131 121,0 17,9 11,0 5,7 32,8 2,7 17,5 143
Sámstaðir, Hvítársíðu Vestri 19-298 Mávur 15-990 104 122 136 120,7 17,3 11,1 6,2 30,1 2,4 17,7 132
Skerðingsstaðir, Hvammssveit Purkur 19-237 Fáfnir 16-995 104 135 123 120,5 16,9 9,9 5,4 29,1 2,5 17,6 143
Svalbarð/Kringla, Miðdölum Siggi feiti 19-636 Sjobbi 18-085 124 121 116 120,4 18,5 11,1 7,0 29,7 2,4 17,7 131
Rauðholt, Hjaltastaðaþinghá Haukur 18-449 Trefill 17-435 101 148 113 120,3 17,7 10,4 6,4 32,1 2,8 17,6 146
Bárðartjörn, Grýtubakkahreppi Hreinn 16-451 Svimi 14-956 103 139 119 120,0 16,0 10,2 6,1 31,4 2,8 18,1 139
Haukatunga syðri 2, Kolbeinsthr. Pendúll 18-538 Leynir 16-522 98 120 143 120,0 17,3 11,4 6,3 30,8 2,6 18,3 158
Þóroddsstaðir, Hrútafirði Kappi 16-839 Höfðingi 10-919 103 135 122 120,0 18,0 11,8 6,3 32,4 2,6 17,7 137
Hrifla, Þingeyjarsveit Sorti 18-068 Njörður 15-991 88 119 153 119,9 16,6 10,3 6,9 33,4 2,5 18,3 134
Ketilseyri, Dýrafirði Veltir 19-054 Fleygur 17-061 92 134 134 119,9 16,3 11,0 6,0 29,7 3,2 17,6 131
1. tafla. Hrútar með 120 stig eða fleiri í heildareinkunn
FJÓSAINNRÉTTINGAR
DSD fjósainnréttingar sem
framleiddar eru í Hollandi eru
sérsmíðaðar fyrir íslenskar
kýr og hafa þegar sannað gildi
sitt í íslenskum fjósum.
Innréttingarnar eru hannaðar
og prófaðar eftir ströngustu
gæðakröfum og miða að velferð
bæði dýra og manna. Áralöng
reynsla hefur leitt af sér
innréttingakerfi sem auðvelt er
að aðlaga nánast öllum þörfum
nútímafjósa.
Hafðu samband:
bondi@byko.is
Til á lager
Lely Center Ísland
Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is
Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600
KÚPLINGAR í flestar
gerðir dráttarvéla
Hrossaslátrun
Getum bætt við okkur hrossum og folöldum í slátrun.
Vinsamlegast hafið samband við Eddu í síma 455 4588 eða
sendið pöntun inná bondi@ks.is
Einnig má sjá nánari upplýsingar inná heimasíðu KS
www.ks.is undir Kjötafurðastöð