Bændablaðið - 28.01.2021, Qupperneq 40

Bændablaðið - 28.01.2021, Qupperneq 40
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. janúar 202140 Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Niðurstöður skýrsluhaldsársins í mjólkurframleiðslunni 2020 hafa verið reiknaðar og birtar á vef Ráðgjafarmiðstöðvar land­ búnaðar ins, www.rml.is. Hér verður farið yfir helstu tölur úr uppgjörinu. Með þeirri breytingu sem gerð var fyrir um fjórum árum að afurða­ skýrsluhald varð skilyrði fyrir opin­ berum greiðslum náði þátttaka í skýrsluhaldi 100%. Þetta var og er einsdæmi í heiminum eftir því sem næst verður komist. Þeir framleiðendur sem skil­ uðu einhverjum, en þó mismiklum upplýsingum um afurðir kúa sinna á nýliðnu ári voru 541 en á árinu 2019 voru þeir 556. Niðurstöðurnar eru þær helstar að 25.649,0 árskýr skiluðu 6.384 kg nyt að meðaltali. Það er afurðaaukning um 50 kg frá árinu 2019 en þá skiluðu 25.819,4 árskýr meðalnyt upp á 6.334 kg. Jafnframt eru þetta mestu meðal­ afurðir frá upphafi vega og fimmta árið í röð sem þær ná yfir 6.000 kg eftir árskú. Umreiknaðar í orkuleið­ rétta mjólk (OLM) eru meðalafurðir síðasta árs 6.650 kg/árskú. Meðalbústærð reiknaðist 48,4 árskýr á árinu 2020 en sambæri­ leg tala var 47,6 árið á undan. Meðalbústærð reiknuð í skýrslu­ færðum kúm var nú 64,1 kýr en 2019 reiknuðust þær 62,9. Samtals voru skýrslufærðar kýr ársins 34.696 tals­ ins samanborið við 34.979 árið áður. Mestar meðalafurðir á Austurlandi Svæðaskipting fylgir að segja má kjördæmum. Á árinu voru mestar meðalafurðir á Austurlandi, 6.693 kg, og síðan kemur Norðurland eystra með 6.535 kg. Stærst eru búin að meðaltali á Austurlandi, 52,4 árskýr, en næst­ stærst á Suðurlandi 50,4 árskýr. Meðalinnleggið eykst um 2,5% milli ára Meðalbúið stækkaði milli ára í takt við breytingar á innleggi mjólkur og fækkun innleggjenda. Meðalinnlegg á bú með innlegg allt árið nam 284.363 lítrum samanborið við 277.417 lítra á árinu 2019. Þetta er aukning um 2,5% frá fyrra ári. Á sama tíma fækkaði innleggjendum mjólkur um þrettán og voru kúabú í framleiðslu 533 talsins nú um áramótin 2020/21. Gríðarleg vanhöld á kálfum Vanhöld kálfa eru mikil og er þar einkum um að ræða gríðarlegan fjölda dauðfæddra kálfa við fyrsta burð móður. Ríflega fjórði hver kálfur undan 1. kálfs kvígum fæðist dauður en slíkt ástand hlýtur að flokkast sem algjörlega óviðunandi. Þrátt fyrir rannsóknir og athuganir á orsökum þessa hefur engin ein ástæða fundist. RML vinnur nú að athugun á uppeldi, aðbúnaði og meðhöndlun 1. kálfs kvígna sem hugsanlega gæti varpað einhverju ljósi á ástæður þó best sé að fullyrða ekkert þar um. Enn eimir eftir af fornum bú­ skaparháttum. Þannig lætur tölu­ verður hluti bænda kvígurnar bera mun eldri en æskilegt er. Þannig var meðalaldur við 1. burð 27,5 mán. á síðasta ári eða nánast sá sami og árið áður. Þessum þætti þarf að gefa meiri gaum í bústjórninni en allt bend­ ir í þá átt að stefna eigi að því að kvígurnar beri 22­24 mánaða gaml­ ar. Þarna munar því um hálfu ári með tilheyrandi rýmiskröfum og auknum uppeldiskostnaði. Annað sem flokka verður sem forna búskaparhætti er sú staðreynd að um 33% allra fæddra kálfa eru undan heimanautum. Meira en sextíu ár munu vera síðan farið var að stunda nautgripasæðingar hérlendis og eldi þarfanauta því í raun óþarft. Sæðingar standa öllum kúabændum til boða á vel viðráðan­ legu verði. Ef við lítum til nágranna­ landa okkar er langt innan við 10% fæddra kálfa undan heimanautum og full ástæða til að við þokum okkur nær nútímanum hvað þennan þátt varðar. Mestar meðalafurðir á Búrfelli í Svarfaðardal Mest meðalnyt eftir árskú á ný­ liðnu ári, 2020, var hjá Guðrúnu Marinósdóttur og Gunnari Þór Þórissyni á Búrfelli í Svarfaðardal. Nyt eftir árskú reyndist 8.579 kg sem er aukning um 602 kg frá fyrra ári. Á Búrfelli er að finna legubása­ fjós með mjaltaþjóni sem tekið var í notkun vorið 2018. Kýrnar á bú­ inu kunna greinilega vel að meta aðstöðubreytinguna en frá því að fjósið kom til notkunar hafa afurðir aukist um 1.500­1.600 kg/árskú og voru þó ekki litlar fyrir. Annað í röðinni var Hurðar­ baksbúið ehf. á Hurðarbaki í Flóa eða Villingaholtshreppi hinum forna. Þar stýra búi Fanney Ólafs­ dóttir og Reynir Þór Jónsson. Þetta bú var með mestar afurðir eftir árskú á árinu 2019 en stendur nú í öðru sæti með 8.445 kg/árskú. Á Hurðarbaki er nýlegt legubása fjós með mjaltaþjóni. Þriðja í röðinni er kunnuglegt meðal afurðahæstu búa en þar er um að ræða bú þeirra Guðlaugar Sigurðardóttur og Jóhannesar Eybergs Ragnarssonar á Hraunhálsi í Helgafellssveit á norðan verðu Snæfellsnesi. Þetta er þriðja árið í röð sem þetta bú hafn­ ar í þriðja sæti. Þar á bæ mjólkuðu kýrnar 8.357 kg/árskú á nýliðnu ári. Fjósið á Hraunhálsi er básafjós með rörmjaltakerfi og öll umgengni og snyrtimennska utan dyra sem innan til algjörrar fyrirmyndar. Í fjórða sæti varð bú þeirra Eggerts, Jónu, Páls og Kristínar á Kirkjulæk í Fljótshlíð. „Fögur er hlíðin“ var einhvern tíma haft á orði og víst er að kýrnar á Kirkjulæk hafa lengi mjólkað vel. Búið hefur verið meðal afurðahæstu búa landsins um áratugaskeið, í sjöunda sæti 2019, en á síðasta ári skilaði hver árskú 8.353 kg. Þar er að finna legu­ básafjós með mjaltabás. Fimmta búið í röð afurðahæstu búa er á Göngustöðum í Svarfaðardal en þar mjólkuðu kýrnar 8.312 kg/ árskú. Á Göngustöðum er nýlegt legubásafjós með mjaltaþjóni. Sjötta afurðahæsta bú ársins 2020 var svo bú Guðbjargar Albertsdóttur og Rúts Pálssonar á Skíðbakka 1 í Austur­ Landeyjum. Kýrnar skiluðu 8.268 kg/árskú en á búinu er legubásafjós með mjaltaþjóni. Þessum búum til viðbótar náðu átta bú yfir 8.000 kg meðalafurðum eftir árskú eins og sjá má í meðfylgj­ andi töflu. Þetta er einu búi færra með yfir 8 þús. kg meðalafurðir en á árinu 2019. Smuga 465 í Ytri-Hofdölum í Skagafirði mjólkaði mest Nythæsta kýrin á landinu árið 2020 var Smuga 1464861­0465 í Ytri­Hofdölum í Viðvíkursveit í Skagafirði, undan Síríusi 02032 og móðurfaðir hennar er Þollur 99008. Smuga mjólkaði 14.565 kg með 4,89% fitu og 3,34% próteini. Burðartími hennar féll ágætlega að almanaksárinu en hún bar sínum sjötta kálfi 3. nóvember 2019. Hæsta dagsnyt Smugu á nýliðnu ári var 52 kg og hún var í yfir 40 kg dagsnyt fram á sumar eða til loka júnímánaðar. Smuga er fædd á Skúfsstöðum í Hjaltadal í maí 2011 en flutti sig um set rétt fyrir fyrsta burð sem var hinn 3. ágúst 2013. Skráðar æviafurðir hennar voru 67.865 kg um síðustu áramót en á yfirstandandi mjólkurskeiði er hún komin í 17.322 kg mjólkur. Fjöldi Afurðir Uppgjörssvæði Bú - árslok 2020 Skýrsluhaldarar árskúa kg/árskú Vesturland 370179 Hraunháls Guðlaug og Eyberg 27,7 8.357 Vestfirðir 460128 Hvammur Ólöf og Valgeir 40,9 7.789 Norðurland vestra 570804 Ytri-Hofdalir Ytri-Hofdalir ehf. 30,9 8.019 Norðurland eystra 650221 Búrfell Guðrún og Gunnar 42,6 8.579 Austurland 761412 Núpur Björgvin Rúnar Gunnarsson 108,1 7.640 Suðurland 870736 Hurðarbak Hurðarbaksbúið ehf 51,7 8.445 Nythæstu búin eftir uppgjörssvæðum* *Uppgjörssvæðunum hefur verið breytt og þau eru nú eingöngu 6 í uppgjörinu eins og á síðasta ári Guðmundur Jóhannesson ráðunautur búfjárræktar- og þjónustusviðs mundi@rml.is Niðurstöður skýrsluhaldsársins hjá mjólkurframleiðendum 2020 Sigurður Kristjánsson skýrsluhald og prófarkalestur sk@rml.is

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.