Bændablaðið - 28.01.2021, Side 49

Bændablaðið - 28.01.2021, Side 49
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. janúar 2021 49 Útprjónaðar húfur eru alltaf prýði á höfði. Þessi húfa fyrir börn er hlý og mjúk, prjónuð úr DROPS Merino Extra Fine, með norrænu mynstri. DROPS Design: Mynstur me-071-bn Stærðir: 2 (3/5) 6/9 (10/12) ára Höfuðmál: Ca 48 (50/52) 53/54 (55/56) cm Garn: DROPS Merino Extra Fine (fæst í Handverkskúnst) Ryð nr 42: 50 g í allar stærðir Rjómahvítur nr 01: 50 g í allar stærðir Prjónar: Hringprjónn 40 cm, nr 3 og 3,5. Sokkaprjónar nr 3,5 – eða sú stærð sem þarft til að fá 22 lykkjur = 10 cm á breidd Mynstur: Sjá mynsturteikningu A.1. Allt mynstrið er prjónað í sléttprjóni. Leiðbeiningar: Til að koma í veg fyrir að stykkið missi teygjanleika þar mynsturprjón er prjónað, er mikilvægt að herða ekki á þráðum á bakhlið á stykki. Skiptið e.t.v. yfir á grófari prjóna þegar mynstrið er prjónað ef það herpist aðeins saman. Úrtaka: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman. HÚFA: Fitjið upp 96 (100) 104 (108) lykkjur á hringprjón nr 3 með ryð. Tengið í hring, setjið prjónamerki og prjónið 1 umferð slétt og síðan stroff (= 1L slétt, 1L brugðið) í 3 cm. Skiptið yfir á hringprjón nr 3,5. og prjónið mynstur A.1 hringinn (= 24 (25) 26 (27) mynstureiningar með 4 lykkjum). JAFNFRAMT í hverri umferð merktri með ör í A.1 er lykkjum fækkað/fjölgað jafnt yfir að réttum lykkjufjölda eins og útskýrt er að neðan. ÖR-1: Jafnið lykkjufjöldann í 96 (96) 108 (108) lykkj- ur (= 8 (8) 9 (9) mynstureiningar með 12 lykkjum). ÖR-2: Jafnið lykkjufjöldann í 96 (96) 104 (104) lykkjur (= 12 (12) 13 (13) mynstureiningar með 8 lykkjum). Ör-3: Jafnið lykkjufjöldann í 96 (96) 108 (108) lykkjur (= 8 (8) 9 (9) mynstureiningar með 12 lykkjum). Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka, mælist stykkið ca 16 cm frá uppfitjunarkanti. Setjið 12 prjónamerki í stykkið með 8 (8) 9 (9) lykkjur á milli hverra prjónamerkja. Prjónið slétt hringinn með ryð. JAFNFRAMT í næstu umferð er fækkað um 1 lykkju á undan hverju prjónamerki – sjá ÚRTAKA = 12 lykkjur færri í öllum stærðum. Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls 3 sinnum og síðan í hverri umferð alls 4 sinnum = 12 (12) 24 (24) lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt án úrtöku. Prjónið 1 umferð slétt þar sem allar lykkjur eru prjónaðar 2 og 2 slétt saman = 6 (6) 12 (12) lykkjur. Klippið frá, þræðið þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið að og festið vel. Húfan mælist ca 19 (20) 21 (22) cm ofan frá og niður. Prjónakveðja, mæðgurnar í Handverkskúnst www.garn.is Lillesand húfa HANNYRÐAHORNIÐ Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Létt Þung Miðlungs 3 7 6 8 4 1 2 7 8 6 9 8 3 1 7 7 9 1 6 2 3 6 5 4 7 3 8 3 2 5 6 5 1 8 9 4 4 9 5 3 7 Þyngst 2 9 6 4 8 5 9 3 9 4 1 7 6 9 2 1 7 3 1 6 5 4 2 9 1 3 6 4 4 5 8 2 5 7 2 8 6 3 9 4 1 2 1 4 6 3 2 9 5 7 1 2 3 9 5 8 1 4 2 8 4 9 7 7 3 2 5 8 7 2 3 5 8 7 1 5 2 7 1 3 2 2 9 5 6 6 7 4 1 8 3 3 5 6 Ætla að verða hestakona FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Mía Vattar Steinólfsdóttir býr á Akranesi og á einn yngri bróður sem heitir Nói Vattar. Mía er mikil sveitastelpa og heimsækir stundum ömmu og afa í Ytri- Fagradal og ömmu og afa á Vattarnesi. Míu finnst gaman á hestbaki og hefur mjög gaman af geitum. Nafn: Mía Vattar Steinólfsdóttir. Aldur: 7 ára. Stjörnumerki: Ljón. Búseta: Akranes. Skóli: Grundaskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Læra. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Hestar og geitur. Uppáhaldsmatur: Pitsa. Uppáhaldshljómsveit: Engin, en uppáhaldslag er Pink fluffy unicorn. Uppáhaldskvikmynd: Geitur í Dalabæ. Uppáhaldsbók: Bróðir minn Ljónshjarta. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Æfi fimleika og spila á ukulele. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Hestakona. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Að draga pabba með mér í fallturn. Hvað verður skemmtilegt að gera í vetur? Að vera úti að leika sér í snjónum. Næst » Mía Vattar skorar á Rúnar Berg Vattar Hjartarson frá Akranesi að svara spurningum í næsta blaði. Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 GRAFAGRINDUR GOTT ÚRVAL

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.