Bændablaðið - 28.01.2021, Side 50

Bændablaðið - 28.01.2021, Side 50
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. janúar 202150 SAMFÉLAGSRÝNI BÆKUR& MENNING Er vá fyrir dyrum? Hér fer ekki opið bréf til forsætis­ ráðherra en gott væri ef hún gæti, t.d. á síðum þessa blaðs, svarað spurningum sem eru hér í fyrir­ sögn. Nú boðar ráðherra að bætt skuli í markmið Íslands í loftslags­ málum, eins og við værum að ná þeim fyrri? Einhvers staðar var, við sama tilefni, haft eftir ráðherra að það væri ,, ... vá fyrir dyrum“. Þótt orð séu til alls fyrst þá nást engin markmið án þess að eitthvað sé aðhafst. Það eru endalausir kostir í boði en þeir eru misjafnlega sárs­ aukafullir fyrir fólk og samfélag. Sumt er samt hægt að gera með einu ,,pennastriki“ án þess að nokkur verði þess var nema ef helst væri í betri afkomu. Strandveiðar, sem stundaðar hafa verið allt í kringum landið, eru sóða legar þegar tekið er tillit til olíunotkunar. Breytingarnar sem nauðsyn­ legar eru í þessu veiðikerfi snúast í grunninn um að taka, þegar kostur er, meiri afla í hverri sjóferð. Aðal­ heimskan í núverandi fyrirkomulagi er að þegar veiði maðurinn hefur keyrt ,,um allan sjó“ til að finna fisk þá er hann skikkaður til að keyra í land þegar hann hefur náð 775 kg eða hefur verið ákveðið marga klukktíma utan hafnar. Svo má hann byrja sömu vitleysuna næsta dag. ,,VG leggur sérstaka áherslu á eflingu strandveiða.“ Þetta kom fram í stefnu VG um sjávarútvegs­ mál og sett í letur á aðalfundinum 2019 en líka, ,,Skipta þarf út jarð­ efnaeldsneyti“. Gott og vel, hvort tveggja hljómar fallega. Á þessum tímapunkti er ekki raunhæft að ætla til veiða án olíu. Það er hins vegar raunhæft að ná strandveiðipottinum með 60% minni olíunotkun en við­ gengst í dag. Þetta er staðreynd sem undirritaður hefur þegar sýnt fram á m.v. tilteknar ,,eðlilegar“ aðstæður. Þegar ,,efling strandveiða“ er sett inn í stefnuskrá, veit þá sá er það samþykkir hvað það þýðir? Hvernig á að efla strandveiðar? LS (,,Landssamband strandveiði­ manna“) var eitt sinn með kröfu um 16 róðrardaga í mán. í stað 12. Í eldri grein um þessi mál er sýnt fram á að þessi dagafjölgun gæti þýtt, m.v. 600 báta, olíueyðslu upp á tæplega tvær milljónir lítra. Til viðbótar. Nýkjörinn formaður LS gefur reyndar fyrirheit um breytingar í rétta átt þegar hann segir, enn einu sinni, ,,smábátaveiðar vera umhverfisvænar“. Breyting sú sem hér er boðuð mun færa smá­ bátaútgerð nær þeirri fullyrðingu og því ekki ólíklegt að umræddur formaður taki þessari tillögu opnum örmum en í stuttu máli er hún á þennan veg: Hámarksafli verði fyrir hvern bát í hverjum mánuði og ákvarð­ ast það magn af fjölda þeirra sem sækja um í hverjum mánuði fyrir sig. Aflapottur deilt með bátafjölda. Hægt að sækja um minna magn því mönnum verður skylt að ná aflan­ um. Er þetta flókið? Engar aðrar reglur. Ekkert hámark á dag. Engin tímamörk, menn geta algjörlega stjórnað eigin róðrarlagi. Þetta ofureftirlit, sem verið hefur með þessum flota, verður úr sögunni. Bátar eru eingöngu fastir í þessu kerfi þá mánuði sem valdir hafa verið. Með þessu fyrirkomulagi fæst meira en gríðarlegur olíusparnaður því á sömu spýtunni hangir hærra fiskverð og betri umgengni um auð­ lindina með minna smáfiskadrápi og útrýmingu brottkasts á blóðg­ uðum fiski. Öll umræða um þetta veiðikerfi verður samt að hefjast á því til hvers þetta veiðikerfi er og fyrir hverja. Margir þeirra, sem á fund­ um LS hafa barist gegn tillögum af þessu tagi, sem eru alls ekki nýjar, telja sig eiga þetta veiðikerfi og að allar breytingar til hins betra verði til þess að fleiri komi inn í kerfið og það þykir þeim slæmt, þótt framkvæmdastjóri félagsins fagni fjölgun báta innan kerfisins. Tilgangurinn, að mati undirrit­ aðs, var að opna aflamarkskerfið til þess að styðja við tilverurétt þess um leið. Einhvers konar ,,allir fá að veiða“ hugsun. Núna eru þetta ca 11.000 tonn sem við ættum að taka með sem hagkvæmustum hætti og reyna, ef vá er fyrir dyrum, að lágmarka kolefnissporið. Efling strandveið­ anna getur því aðeins orðið með stærri veiðipotti. En hvar liggja þær heimildir á lausu? Í hafinu myndi einhver segja. En innan aflamarks­ ins liggja þær helst í byggðapottum. Undirritaður hefur áður ritað um þessar leiðir og þá útlistað breytingarnar frekar og er auð­ velt að leita uppi þau skrif ef vilji er fyrir hendi. Þetta ætti að duga sem ábending til þeirra sem láta sig þessi mál varða, eins og t.d. forsætisráðherra. Skilaboðin eru skýr. Það er ekki rétt að strandveiðar séu ,,umhverfis vænar“ þegar olíu er sóað með þessum hætti og það má svo auðveldlega breyta fyrirkomu­ laginu svo allir njóti góðs af. Gísli Gunnar Marteinsson. Gísli Gunnar Marteinsson. Þann 26.08.2020 var frétt í Morgunblaðinu um að Vega­ gerðin hafi fengið leyfi til að fjarlægja ristahlið úr sauðfjár­ veikivarnarlínu á þjóð vegi 1 við Héraðsvatnabrú í Skagafirði, við hliðina á riðusvæði. Það mun hafa verið starfsmaður í fjármálum hjá MAST sem sendi tölvupóst um samþykki án samráðs við stjórnend­ ur MAST. Trúlega séð þarna sparnaðarleið, minn ugur tug­ milljóna greiðslna nýlega vegna vinnubragða við sýnatöku á kjötbökum. Núverandi landbúnaðar ráð­ herra, fyrrum heilbrigðis ráðherra með skipstjórnarréttindi, eins og kom fram í viðtali nýlega, hlýtur að hafa skilning á þörfinni á heil­ brigði dýra eftir setu í heilbrigð­ isráðuneytinu. Að vísu þurfti ég að bíða í 1½ ár eftir liðskiptum í hans ráðherratíð og biðlistarnir eru svipaðir enn. Það er nauðsyn­ legt að ráðherra landbúnaðarmála hafi þekkingu á við meðalvitran bónda um að ekki dugir að bíða í 1½ ár með að gera við ristahlið og girðingar. Það vantaði stór­ lega upp á þekkinguna hjá síð­ asta landbúnaðarráðherra. Það er illt ef ráðgjafar núverandi ráðherra KÞJ eru jafn tregir og var hjá forvera hans, þá er honum vorkunn. Kristján Þór Júlíusson hefur sennilega aldrei heyrt, eða var hann búinn að gleyma kaldhæðnis bröndurum sjómanna þegar hann fór að skreyta mál sitt með lífsstílsbrandara sauðfjár­ bænda? Maður sem lært hefur til skip­ stjórnarréttinda hlýtur að geta sett sig í mál landbúnaðar. Það vita flestir sjóveiðimenn að fisk­ ur fer út um göt á veiðarfærum og allir bændur vita að kindur, kýr og hestar fara úr girðingum ef þær eru ekki í viðunandi lagi og hænur fara á kreik ef dyr eru opnar smástund. Ár sem eru vatnslausar dögum eða vikum saman meðan vatni þeirra er safnað í lón eru vafasamar einar og sér sem varnarlínur. Það er stórlega meiri kostnaður ef sjúkdómar berast milli svæða svo farga verður fé, en að halda við girðingum. Öll svæði eru jafn verðmæt fyrir bændur þótt tölvuglápararnir hjá MAST segi annað og sauðfé fer ekki yfir varnarlínur í tölvu nema forritað sé fyrir því. Ég sá nokkru fyrir jól hrím­ fullan poka með gráleitum hrygg frá Nýja­Sjálandi, heldur óásjá­ leg vara. Nautakjöt var nýlega flutt hingað, ég veit ekki á hvaða forsendu, líklega álíka traustri og lambahryggirnir. Svo er það vinnslukjötið eða hakkefnið. Það er ekki svo langt síðan að skandall varð úti í Evrópu að vinnslukjötið var ekki af þeirri tegund sem sagt var. Hver lítur eftir slíku hér? Og er hægt að treysta upprunamerkingum 100%? Spyr sá sem efast. Hjá MAST fer allt á meinlegt svig er manna viska brotnar. Ástand þetta ergir mig ef allar línur opnar. Gunnar Þórisson Ýmislegt angrar mig Styrkurinn felst í samstöðunni, látum ekki ginna okkur með tilboðum Enginn skortur er á að inn­ flutnings aðilar búvöru eru samstiga í sínum aðgerðum og hvað þá þegar þeir virðast fá óheftan liðsauka frá hinum ýmsu félögum og samtökum. Þá þykir mér liggja í augum uppi að samstaða okkar, sem í frumframleiðslunni stöndum, er gríðarlega mikilvæg. Í okkar rekstri eru margir hlekkir og líklega fáir mikilvægari en afurðastöðvarnar sem sinna því lykilhlutverki að taka okkar óunna hráefni og breyta í seljanlega vöru fyrir hinn almenna neytanda. Í síharðnandi rekstrarumhverfi þar sem samkeppnin á þrautir allar að vinna verða bændur að gæta sín að keppa við réttan aðila og láta ekki etja sér saman. Vita hvert skynsamlegast væri að beina spjótum sínum ef svo má að orði komast. Bændur finnst mér oft því miður gleyma því að kjötið sem þeir framleiða á ansi langa leið fyrir höndum áður en á disk neytenda er komið í skiptum fyrir peninga. Þar tel ég eitt fyrirtæki í eigu okkar bænda, Norðlenska, skara fram úr í baráttu sinni í að greiða framleiðendum sem best verð fyrir afurðir sínar, þjónusta bændur sem allra best og ganga eftir duttlungum þeirra og sérvisku, og síðan ekki síst fyrir mjög jákvæða og örvandi vöruþróun. En hvers virði er að hafa fyrirtæki á borð við Norðlenska starfandi? Af hverju á maður ekki alltaf að láta samkeppnina ráða og hlaupa á eftir tilboðum í gripina sína sem hverfa jafn harðan og þau koma? Jú, það að reka afurðafyrirtæki krefst eins og flestir þekkja gríðarlegra fjármuna og vinnu. Að byggja upp orðspor til að sækja hærra verð er langt í frá sjálfgefið og í mínum huga augljóst að bændur eru engir sérfræðingar í þessum atriðum frekar en aðrir. Umræðan verður oft ansi einföld og slegið er fram fullyrðingum, oftast frá bændum sjálfum, um hve frábært er að vinna sitt eigið kjöt og selja. Það má í mörgum tilfellum vera en oft gleymist hverju fórnað er í staðinn. Bændur eru nógu fáir eins og er, og samkeppnin utan frá á ekki eftir að minnka með árunum og þrengir nóg að nú þegar. Því tel ég það óskynsamlega leið að auka enn á þá samkeppni með því að bændur standi hver með sinn sölubás og auglýsi besta kjötið á besta verðinu. Hvar endar það? Endum við þá ekki einungis í hring þar sem kaupendur ganga á milli bænda og prútta niður verðið, sem auðvelt er þar sem samstaðan yrði engin? Þurfum við að rifja upp af hverju bændur sameinuðust upprunalega um afurðastöð hér á Norðausturlandi? Var ekki orðið eitthvað tæpt með að það væri yfir höfuð einhver stöð til að taka við gripunum frá bændunum og samstarf nauðsynlegt? Stórkostlegur ávinningur fyrir bæði bændur og neytendur er af samstarfi afurðastöðva í mjólkinni og ljóst að sambærilegt samstarf kjötafurðastöðva myndi borga sig margfalt fyrir þessa aðila. Skýtur það þá ekki svolítið skökku við að bændurnir sjálfir ætli að keppa við hver annan innbyrðis um leið og þeir tala fyrir þessu samstarfi? Ef við færum umræðuna yfir á samkeppni milli afurðastöðva/ vinnslna, hver er þá ávinningurinn af því að fá 10, 20 eða 30 kr. meira fyrir kílóið af kjöti í gegnum sérsamninga þegar nánast ein afurðastöð á Norðausturlandi stendur eftir nú í miðjum faraldri til að taka við gripum bændanna? Sem, nota bene, hefur alla tíð verið meira en samkeppnishæf í afurðaverði til bænda fyrir gæðavöru og er einnig skuldbundinn bændunum með að kaupa gripina af þeim. Þegar menn keppast við að tala niður afurðastöðvar á borð við Norðlenska, þegar óhjákvæmilegar verðlækkanir eru kynntar, og slá því fram að afurðastöðvarnar séu helsti óvinur bænda með það eina markmið að hafa af þeim hverja krónu, gleymist oft að sannleikurinn er sá að markaðsaðstæður sem stjórnvöld skapa þvinga þær í afurðaverðslækkanir til bænda. Peninginn er hreinlega hvergi annars staðar að finna eins og búið er um hnútana í kerfinu. Afurða stöðvarnar eru nú langflestar reknar með bullandi halla og þá mega bændur ekki gleyma þessu með hvert skal beina spjótum sínum. Það að bændur standi vörð um sitt fyrirtæki með viðskiptum og hliðhollustu, veitir því styrk, þessi styrkur nýtist fyrirtækjum okkar bænda síðan sem spjót gegn samkeppninni sem kemur utan frá, en sú ósamúðarfulla samkeppni skeytir engu um hvort maður framleiðir kjöt, mjólk, gúrkur, hafra eða egg og fleira mætti telja. Það er gömul saga og ný að styrkurinn felst í samstöðunni. Látum ekki ginna okkur með tilboðum og þeirri trú að grasið sé alltaf grænna hinum megin, það mun enginn standa vörð um okkur og okkar eignir, framleiðslu og starfsvettvang nema við sjálf. Þessi réttindi verða ekki varin ef menn standa ekki saman. Haukur Marteinsson Bóndi á Norðausturlandi og innleggjandi hjá Norðlenska. Haukur Marteinsson. Bænda 11. febrúar

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.