Bændablaðið - 28.01.2021, Page 54
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. janúar 202154
Bújörð óskast til kaups
Sæmilega hýst bújörð í innan við 2 klst akstursfjarlægð frá Reykjavík óskast til kaups.
Búseta yrði á jörðinni og hún nýtt til ræktunar og dýrahalds.
Nánari uppl. í síma 854-0488 eða á netfang: landsbyggdin@gmail.com
viktoria@hveragerdi.is
Vesturhrauni 3, 210 Garðabæ
Austurvegi 69, 800 Selfossi
Sími: 480 0000, www.aflvelar.is
SNJÓBLÁSARAR
Deluxe 24 DLE
Vélarstærð: 254cc
Vinnslubreidd: 61 cm
Vinnsluhæð: 53,3 cm
Blásturslengd: 15,2 m
Afkastageta: Allt að 56,2t á klst
Startari: Rafstart/handstrektur
Gírar: 6 áfram/ 2 aftur
Mótor: Ariens AX, fjórgengis
Vnr.: 539921323
Verð: 410.000 kr. m/vsk
Classic 24E
Vélarstærð: 208cc
Vinnslubreidd: 61 cm
Vinnsluhæð: 53,3 cm
Blásturslengd: 12,2 m
Afkastageta: Allt að 52,3t á klst
Startari: Rafstart/handstrektur
Gírar: 6 áfram/ 2 aftur
Mótor: Ariens AX, fjórgengis
Vnr.: 539920328
Verð: 269.000 kr. m/vsk
Uppfyllir staðalinn EN 20345: 2011 SRC CI
Stærðir: 40-47
Verðtilboð: 14.880
Nethyl 2a • 110 Reykjavík • Sími: 577 1000 • info@khvinnufot.is • www.khvinnufot.is
Alvöru vetrarskór með tá- og naglavörn
á tilboði. Á annarri hliðinni er rennilás
til að auðvelda að fara í og úr skónum.
Panda Stralis - TILBOÐ
jardir.is HURÐIR
Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is
• Stuttur afhendingartími
• Hágæða íslensk
framleiðsla
• Val um fjölda lita í
RAL-litakerfinu
• Vindstyrktar hurðir
Bílskúrs- og iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir með gönguhurð
Bílskúrshurðir
Hurðir í trékarma
Tvískiptar hurðir
Smíðað eftir máli
Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf
Til sölu
Erum með til sölu notaðan
hálkuvarnarbúnað, s.s. snjótennur
og kassa aftan á bíla sem notaðir
eru til dreifingar á salti og sandi.
Áhugasamir hafi samband við
Björgvin í síma 775-5021 eða á
bjorgvin@gardlist.is
Ford Econoline 150 4x4 húsbíll, árg.
1987 v8 302. Nýskoðaður með öllu.
Frábær ferðabíll. Verð 1.200.000 kr.
staðgreitt. Til greina kemur að skipta
á A Liner eða litlu hjólhýsi. Sími 487-
5400 eða 853-5995.
Weckman þak- og veggjastál. 0,5
mm galv. kr. 1.550 fm. 0,45 mm litað
kr. 1.590 fm. 0,6 mm galv. kr. 1.890
fm. 0,5 mm litað. kr. 1.990 fm. Öll
verð með vsk. Afgreiðslufrestur 4-6
vikur. H. Hauksson ehf. S. 588-1130.
Netfang: hhaukssonehf@simnet.is
Timbur í fjárhúsgólf 32 x 100 mm.
Lengdir 4,8/5,1/5,4 m Verð kr. 265
lm með vsk. H. Hauksson ehf. Sími
588-1130. Netfang: hhaukssonehf@
simnet.is
Sauðfjárbændur athugið! Höfum
til sölu sauðfjárbækur. Hver bók er
fyrir 500 fjár. Verð 1.200 kr. Sendum
um allt land. Nánari upplýsingar á
print@heradsprent.is og í síma 471
1449. Héraðsprent, Miðvangi 1, 700
Egilsstaðir.
Óska eftir
Kaupi vínylplötur og alls kyns tónlist
og tónlistartengt efni. Geri tilboð í
söfn. Uppl. gefur Óli í síma 822-3710
eða á olisigur@gmail.com
Óska eftir að kaupa Willys jeppa, ár-
gerð 1946-1947 í sæmilegu ástandi.
Uppl. í síma 863-5100.
Atvinna
16 ára drengur óskar eftir að komast
í vinnu í sveit. Hraustur, með reynslu
úr ferða- og gistiþjónustu og afar
handlaginn. S. 869-0672.
42 ára íslenskur karlmaður óskar eftir
því að komast til vinnu í sveit eða út á
land. Er uppalinn í sveit og eftir rúm
20 ár í höfuðborginni er sveitalífið
farið að heilla. Er vanur á flestar vélar
og með meirapróf ef það hentar.
Hafið samband í síma 844-5687.
Húsnæði
Er einhver sem á eyðibýli/sumarhús
sem ekki er verið að nota og vantar
að laga hitt og þetta? Við erum par
á fertugsaldri sem erum að leita að
húsi með sál. Getum lagað flest
allt sjálf og eigum einn hund sem
kemur með okkur. Óskum bara eftir
að leigja fyrir mjög lítinn pening gegn
því að gera eignina betri. Allir staðir
koma til greina utan Reykjavíkur.
Uppl.í síma 666-1227, Linda.
Til leigu
Tveggja herbergja íbúð, 55 fm. með
sér inngangi og garði. Verð 130.000
kr. á mánuði. Er á Kjalarnesi, 116
Rvk. Uppl. í síma 861-7521.
Þjónusta
Tek að mér viðgerðir á flestum
tegundum sjálfskiptinga. Hafið
samband í síma 663-9589 til
að fá upplýsingar og tilboð.
HP transmission, Akureyri. Netfang:
einar.g9@gmail.com, Einar G.
Tek að mér að færa yfir á (vídeó,
slide, ljósmyndir) á digital. Set
myndir á minnislykla eða flakkara.
Sýnishorn á Facebook: heima
var best. Uppl. í s. 863-7265 og á
siggil@simnet.is
Næsta
Bændablað
kemur út
11. febrúar
Smáauglýsinga-
síminn er:
56 30 300
LÍF&STARF
Árið 2020 fór ferðaþjónustan
aftur um 10 ár í tölum um fjölda
erlendra ferðamanna á landinu.
Áhrifin eru gríðarleg og ljóst er
að stórt skarð hefur verið höggvið
í ferðaþjónustuna sem enginn
veit hversu langan tíma tekur að
koma á réttan stað á ný.
Settar hafa verið fram spár
um að í ár komi um 900 þúsund
erlendir ferðamenn til Íslands
en ljóst er að miðað við stöðu
heimsfaraldursins eru þær spár
ekki líklegar til að ganga eftir. Þrátt
fyrir að ferðaþjónustan sé tilbúin
að fara af stað aftur með litlum
fyrirvara þá má gera ráð fyrir að
endurreisnin gangi hægar fyrir sig
en áætlað hefur verið. Það er því enn
þá nauðsynlegt að stjórnvöld horfi
með opnum huga á möguleika til
stuðnings við ferðaþjónustuna til
að tryggja það að nægileg þjónusta
verði í boði á öllu landinu þegar
heimurinn opnast á ný.
Möguleikar fyrirtækja innan
ferðaþjónustunnar til þess að
halda út í gegnum þetta tímabil
heimsfaraldurs eru ólíkir og eru þar
ýmsar breytur sem ráða för. Sem
dæmi má nefna stærð fyrirtækja,
aðgengi að fjárfestum og skilning
frá bankakerfinu, staðsetningu
fyrirtækja, fjárhagsstöðu, tengsl
við viðskiptavini, líftíma og
árstíðarsveifluna.
Starfsemi fyrirtækjanna er
ólík og má sem dæmi nefna að
á meðan veitingastaðir í stærstu
sveitarfélögum gátu fengið til sín
Íslendinga á ferðalagi í sumar og
þannig haldið í einhverja veltu, þá
eru önnur sem halda úti þjónustu
frá febrúar til júní ár hvert. Nú
stefnir í að þau búi við það að
tapa möguleikum til þess að fá
til sín viðskiptavini í tvö heil ár.
Þetta eru til dæmis fyrirtæki sem
bjóða þjónustu til fjallaskíðafólks.
Þessir viðskiptavinir eru einmitt
þeir sem lögð er mikil áhersla á að
fá til landsins til að fylgja stefnu
stjórnvalda um ferðaþjónustu,
ferðamenn sem skila miklum
tekjum, ferðast utan háannasvæða
og utan háannatíma. Í ljósi þeirrar
stöðu sem við horfum fram á nú,
þar sem endurreisn ferðaþjónustu
fer seinna af stað en ætlað var,
hvet ég stjórnvöld til að horfa
með opnum huga á áframhaldandi
stuðningsaðgerðir þar sem sér
stak lega verði hugað að þeim
hópum sem ekki hafa getað nýtt
stuðninginn hingað til. Auk þess
að hugað verði sérstaklega að því
að leyfa þá ferðaþjónustu sem hægt
er í faraldrinum.
Framtíð ferðaþjónustunnar
byggir á því hvernig haldið er
á spöðunum nú. Við þurfum að
halda í mannauðinn eins og hægt
er og gæta þess að halda þeim
viðskiptatengslum sem hafa verið
byggð upp til fjölda ára. Nú er
tækifæri til að endurreisa og
endurbyggja, horfa á hvað var vel
gert og hvað má endurskipuleggja
en eitt af því er augljóslega innkoma
erlendra ferðamanna inn í landið.
Ljóst er að ef mögulegt á að vera
að ná markmiðum Íslands um að
verða sjálfbært ferðaþjónustuland
þar sem fyrirtæki hafa tækifæri
til að blómstra um allt land, skila
tekjum og bættri þjónustu við íbúa,
þarf að setja kraft í að markaðssetja
Akureyrarflugvöll sem nýtt hlið inn í
landið. Frábær skref hafa verið tekin
með fjármögnun nýrrar flugstöðvar
og flughlaðs, auk uppsetningar nýs
aðflugsbúnaðar, og verður því hægt
að bjóða þeim aðilum sem koma
til Norðurlands með beinu flugi
ásættanlega þjónustu.
Áherslan á markaðssetningu þarf
hins vegar að koma frá stjórnvöldum
og setja þarf skýra framtíðarsýn
fyrir Akureyrarflugvöll. Með vilja
og fjármagn að vopni er hægt að ná
góðum árangri við að fjölga aðilum
sem setja upp beint flug norður
og þannig gjörbreyta landslagi
ferðaþjónustunnar á Íslandi. /MÞÞ
Endurreisum ferðaþjónustuna með nýjum áherslum