Skessuhorn - 06.01.2021, Qupperneq 7
MIÐVIKUDAGUR 6. JANúAR 2021 7
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
02
0
Bæjarstjórnarfundur
1325. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn
þriðjudaginn 12. janúar kl. 17:00.
Fundurinn fer fram í gegnum fjarfundabúnað og því
útvarpsútsending ekki fyrir hendi. Bæjarbúar eru hvattir
til þess að fylgjast með beinni útsendingu
á facebooksíðu Akraneskaupstaðar.
Bæjarmálafundir flokkanna verða sem hér segir:
Bæjarmálafundur Sjálfstæðisflokksins haldinn á Zoom, •
laugardaginn 9. janúar kl. 10:30.
Bæjarmálafundur Framsókn og frjálsa og Samfylkingar •
fellur niður þessa vikuna.
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
02
1
Jólatré sótt 7.-11. janúar
Akraneskaupstaður mun sjá um hirðingu jólatrjáa
dagana 7.-11. janúar og er það í boði fyrir alla bæjarbúa.
Eina sem þarf að gera er að setja trén út við götu.
Ath. eingöngu jólatré verða tekin, ekki annað sorp.
Akraneskaupstaður hvetu bæjarbúa til að ganga vel um
og hreinsa upp eftir flugelda, sprengjur, kökur og fleira
sem fellur til eftir nýárs- og þrettándagleði.
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
02
1
Laust starf hjá Akraneskaupstað
Eftirfarandi starf er laust til umsóknar:
Velferðar- og mannréttindasvið
70% staða félagsráðgjafa í barnavernd, tímabundið
út árið 2021.
Nánari upplýsingar og umsóknareyðublað má finna
á www.akranes.is/lausstorf
Skipavík í Stykkishólmi nýtti blíð-
una skömmu fyrir jól og steypti
plötu undir þriggja íbúða raðhús
við Hjallatanga í Stykkishólmi. Á
plötunni verður reist timburein-
ingahús, sem að sögn Sævars Harð-
arsonar framkvæmdastjóra Skipa-
víkur, verður væntanlega sett upp
strax eftir áramót. „Húsið er kom-
ið til landsins og bíður bara eftir að
við skellum því upp,“ segir Sævar
og bætir við að það muni taka um
viku að reisa húsið og loka því fyrir
veðri og vindum.
arg
Íbúar og sumarhúsaeigendur á
Fellsströnd og Skarðsströnd í Dala-
byggð hafa nú í þrjú ár búið við
mjög óstöðugt eða jafnvel með öllu
óvirkt net- og símasamband með
tilheyrandi óþægindum og óöryggi.
Hafa þeir ítrekað sent kvartanir til
ýmissa aðila, en mætt fálæti. Svæð-
ið er strjálbýlt og ljóst að fjarskipta-
fyrirtækin telja ekki eftir miklu að
slægjast í þjónustu við íbúa á svæð-
inu. Í kvörtunum sem bæði íbúar
og sumarhúsaeigendur hafa beint
til fjarskiptafyrirtækjanna og Póst-
og fjarskiptastofnunar segja þeir
öryggi á svæðinu verulega ábóta-
vant þar sem ekki náist símasam-
band við nauðsynlega aðila, svo
sem björgunarsveitir, lögreglu eða
sjúkraflutningamenn ef eitthvað
bjáti á. Segja þeir að símasamband
hafi verið í góðu lagi á svæðinu allt
þar til fyrir þremur árum. Ekki bæti
ástandið að nú sé Símanum ekki
lengur gert skylt að viðhalda fastl-
ínutengingum. Stór hluti Fells-
strandar og Skarðsstrandar er því
„dautt svæði,“ eins og það er kall-
að; ekkert síma- eða netsamband
þar að finna.
Allir firra sig ábyrgð
Íbúar á Fellsströnd og Skarðs-
strönd segja í samtali við Skessu-
horn að þeir hafi ítrekað rætt við
starfsmenn fjarskiptafyrirtækjanna,
svo sem Símann og Vodafone, en
einnig Mílu, en fái þau svör að fyr-
irtækin treysti sér ekki til að leysa
vandamál við símasamband á svæð-
inu. Þá hafi Síminn auk þess hafn-
að beiðni um endurtengingu fastl-
ínusíma á bæjunum til að gæta megi
lágmarks öryggis. Í skriflegu svari
sem Sveinn Skúlason á Hnúki fékk
frá Arnari Stefánssyni lögfræðingi
Póst- og fjarskiptastofnunar 3. des-
ember síðastliðinn kemur fram að
PFS taki ekki erindi hans til með-
ferðar þar sem það falli utan gildis-
sviðs þeirra laga sem að stofnunin
hafi umsjón með. Bendir hann íbú-
um á að koma ábendingum á fram-
færi við fjarskiptafyrirtækin og at-
huga í samráði við þau hvort hægt
sé að bæta sambandið á staðnum
eða hvort að einhverjar tæknileg-
ar lausnir geti leyst vandann. „Um-
kvörtunarefnið þitt varðar í raun
ekki lögtryggðan rétt neytenda
samkvæmt fjarskiptalögum. Fjar-
skiptafyrirtækin bera ekki kvöð um
landfræðilega útbreiðslu farnets-
þjónustu nema í tilteknum og sér-
staklega afmörkuðum tilvikum.
Póst- og fjarskiptastofnun hefur
heldur ekki heimildir í fjarskipta-
lögum né afleiddum reglum til að
hlutust til um almenn gæði far-
símaþjónustu nema að því er varðar
3G/4G þjónustu á gagnaflutningi
samkvæmt tíðniheimildum,“ segir í
skriflegu svari lögfræðings Póst- og
fjarskiptastofnunar. mm
Skipavík notaði góða veðrið
uppúr miðjum desember til
steypuvinnu. Ljósm. sá
Blíðviðrið notað til steypuvinnu
Stór hluti Fellsstrandar og Skarðs-
strandar án síma- og netsambands
Horft af Breiðafirði inn í Fagradal á Skarðsströnd. Ljósm. Jónas Þrastarson.