Skessuhorn


Skessuhorn - 06.01.2021, Side 22

Skessuhorn - 06.01.2021, Side 22
MIÐVIKUDAGUR 6. JANúAR 202122 Akranes verður í sviðsljósinu þegar Agnes Joy mun keppa um Óskars- verðlaunin fyrir Íslands hönd sem besta erlenda kvikmyndin á Ósk- arsverðlaunahátiðinni sem fram á að fara í apríl. Kvikmyndin, sem var að mestu tekin upp á Akranesi, var sýnd í kvikmyndahúsum um land allt frá miðjum október 2019 og síðan í Ríkissjónvarpinu á Jóladag. Myndin sló rækilega í gegn og sóp- aði til sín verðlaunum á Eddu verð- launahátíðinni í fyrra, þar sem hún var kjörin besta kvikmynd ársins. Í viðtali í þættinum Menning á RúV um það leyti sem kvikmyndin var frumsýnd sagði Silja Hauksdótt- ir leikstjóri að Akranes væri kjörið til kvikmyndatöku. Hún sagði það hafa verið yndislegt að vera á Akra- nesi þann tíma sem tökurnar fóru fram, svæðið fallegt og fólkið al- úðlegt og gott. Þá sagði hún kvik- myndagerðarfólkið hafa haft tíma til að einbeita sér að því sem þyrfti að gera, vera inni í þessum húsum og skottast um göturnar við tökur og að segja þessa sögu. Voru að vappa í leit að tökustað Hjónin Bjarni Einar Gunnarsson og Olga Lárusdóttir, eigendur húss- ins á Vesturgötu á Akranesi þar sem stór hluti af innitökunum á kvik- myndinni fóru fram, lánuðu húsið til verkefnisins. „Það var þannig að þau sem stóðu að kvikmyndinni voru búin að skoða staði á Akranesi sem gætu hentað við tökur. Voru með- al annars búin að vappa í kring hjá okkur áður en þau höfðu samband,“ segir Olga í samtali við Skessuhorn. „Þau sögðu að staðsetningin hent- aði mjög vel, væri við sjóinn og hús- in sem voru eitt aðalsögusvið kvik- myndarinnar voru þarna hlið við hlið. Þetta hentaði okkur mjög vel því á sama tíma vorum við á förum til Afríku, í nóvember 2018, þegar tökurnar áttu að fara fram. Bjarni var þá að ganga á Kilimanjaro eld- fjallið í Tanzaníu, sem er hæsti tind- ur Afríku. Dóttir okkar hafði eftirlit með húsinu á meðan tökurnar fóru fram, en allt stóðst hjá aðstandend- um kvikmyndarinnar og húsinu var skilað til okkar eins og þeir tóku við því,“ segir Olga. Ætluðu alltaf að taka upp á Akranesi „Það var alltaf ætlun okkar að taka kvikmyndina upp á Akranesi,“ seg- ir Birgitta Björnsdóttir í samtali við Skessuhorn, en hún er annar framleiðandi myndarinnar, ásamt Göggu Jónsdóttur. „Það var mik- ilvægt að það sæist til Reykjavíkur, eins og fram kom á ákveðnum stað í myndinni. Við reyndum að taka sem flest atriðin upp á Akranesi en nokkur voru þó tekin utan Akra- ness, þar sem það hentaði betur. Var það sem dæmi atriðið í sjoppunni, við skoðuðum sjoppurnar á Akra- nesi en þurftum meira rými og end- aði atriðið í Þorlákshöfn. Eins var með húsið sem amma Agnesar bjó í en þær tökur voru á Seltjarnarnesi,“ segir Birgitta. „Við skoðuðum fleiri staði sem komu til greina fyrir upp- tökurnar, meðal annars á Suður- nesjum, Selfossi og Hveragerði. En Akranes var alltaf efst á blaði og vorum við afskaplega ánægð með þá niðurstöðu,“ segir hún. Lengi unnið við framleiðslu „Ég hef starfað síðastliðin tólf ár sem framleiðandi og framleiðslu- stjóri á kvikmyndum, meðal ann- ars fyrir framleiðslu og útgáfufyr- irtækið Vintage Pictures sem fram- leiddi kvikmyndina Svaninn. Þá hef ég einnig komið að kvikmynd- um á borð við Ég man þig og nú síðast Svar við bréfi Helgu, sem er væntanleg til sýningar á þessu ári,“ segir Birgitta. Hún var síðan framleiðslustjóri á sjónvarpsþátta- röðinni Systraböndum, sem tek- in var upp í Ólafsvík og er vænt- anleg í sýningu í sjónvarpi Símans á þessu ári. se/ Ljósm. aðsendar. Það var líf og fjör í flugeldasölu Björgunarfélags Akraness við Kal- mansvelli 2 daginn fyrir gamlárs- dag þegar blaðamaður Skessuhorns var þar á ferðinni. Fjölskyldur voru að kaupa flugelda, stjórnuljós og rótarskot og ljóst að spennu og eft- irvæntingar gætti í röðum yngri kynslóðarinnar - og einstaka pabba einnig. Að sögn björgunarsveitar- fólks gekk salan vel. Á meðfylgj- andi mynd er Ásmundur Jónsson félagi í BA við hinn nýstandsetta Ford 350 bíl sveitarinnar. Bíllinn er með þeim öflugri hér á landi, m.a. á 54 tommu dekkjum, búinn 6,7L V8 diesel powerstroke mótor og 6 gíra sjálfskiptingu. Hann er nú til taks til útkalla sveitarinnar við erf- iðustu aðstæður. Bíllinn var keypt- ur til landsins fyrir tveimur árum en nýverið var lokið við breytingar á honum. Sveitin hefur ekki stofn- að til skulda vegna kaupa eða breyt- inga á bílnum og er það ekki síst að þakka velvilja heimafólks í garð björgunarfélagsins, eins og sannað- ist á sölu flugelda og rótarskota fyr- ir áramótin. mm Menningarnefnd Snæfellsbæjar til- kynnti skömmu fyrir jól hvaða hús væri Jólahús Snæfellsbæjar. Að þessu sinni varð Túnberg á Hellis- sandi fyrir valinu en þar búa hjón- in Davíð Óli Axelsson og Guðrún Halla Elíasdóttir. Menningarnefnd valdi einnig jólaglugga Snæfells- bæjar, hann var á Laufási á Hell- issandi. Loks var jólagarðurinn á Arnarstapa. Piparkökuhúsið að þessu sinni áttu þær Aníta Ólafs- dóttir og Arna Eir Örvarsdóttir. þa Flugeldasala björgunarsveit- anna gekk vel Piparköku- húsið gerðu þær Aníta og Arna Eir. Jólahúsið er á Hellissandi Jólahúsið Túnberg á Hellissandi. Agnes Joy verður framlag Íslands á Óskarsverðlaunahátíðinni Framleiðendur voru mjög ánægðir með Akranes sem tökustað. Skjáskot úr myndinni Agnes Joy, hér sést Agnes með Akrafjallið í baksýn. Stærsti hluti myndarinnar var tekinn upp á Akranesi.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.