Skessuhorn


Skessuhorn - 20.01.2021, Side 1

Skessuhorn - 20.01.2021, Side 1
Ert Þú í áskrift? Sími 433 5500 www.skessuhorn.is FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 3. tbl. 24. árg. 20. janúar 2021 - kr. 950 í lausasölu Tilboð gildir út * 330 ml. af Coca Cola eða Coca Cola án sykurs fylgir með Hot dog & Coca cola 5 9 kr. & coke Í dós Arion appið Fyrir hverju langar þig að spara í ár? Reglulegur sparnaður í Arion appinu er alltaf góð hugmynd Safahreinsun Kaju Organic Árangursrík safahreinsun með girnilegum söfum frá Kaja Organic Sími 840-1665 Opnunartímar: Virka daga 10:00-16:30 Laugardaga 12:00-16:00 Síðastliðið miðvikudagskvöld raungerðist viðburður sem upphaflega var blásið til á Facebook. Þar hafði Alexander Aron Guðjónsson frumkvæði að því að endurvekja hinn þjóðþekkta rúnt Skagamanna um Skólabraut og nágrenni. Viðtökur voru ævintýralega miklar og hundruðir bæjarbúa á öllum aldri settist upp í bíla og ók hring eftir hring um fyrrum rúntleið. Jafnvel komið við Skaganesti eins og forðum. Er mál manna að viðburðurinn hafi vakið upp mikla fortíðarþrá en einnig ánægju meðal þeirra Skagamanna sem tóku þátt. Sjá nánar bls. 21. Ljósm. Guðmundur Bjarki Halldórsson. Alls fæddust 315 börn á fæðinga- deild Heilbrigðisstofnunar Vest- urlands á Akranesi á árinu 2020. Fækkaði fæðingum um 34 eða 10% samanborið við árið 2019. Mæð- ur koma víða að til þess að fæða á HVE. Flestar eru eðli málsins sam- kvæmt af upptökusvæði Heilbrigð- isstofnunar Vesturlands, eða 51%, en 36% mæðranna koma af höfuð- borgarsvæðinu. Aðrar mæður koma víða að, m.a. frá Akureyri, Vest- mannaeyjum, Höfn í Hornafirði og Reykjanesbæ. Keisarafæðingar voru 50 á síðasta ári eða 15,9% og í 95 tilfella, eða 30% þeirra, þurfti að framkalla fæðingu. Að sögn Hrafnhildar Ólafsdóttur, ljósmóður og deildarstjóra kvenna- deildar HVE á Akranesi er skýring- in á fækkuninni sennilega sú að það komu mjög fáar konur til fæðinga á Akranesi í fyrstu bylgju COVID. „Þá voru miklar takmarkanir á við- veru feðra og því fóru þær frekar fram á LSH. Það gat verið snúið fyrir feður þegar takmarkanirnar voru sem mestar að vera viðstaddir. Ef fæðingin tók langan tíma þurftu þeir mögulega að hírast úti í bílum sínum þar til móðirin var komin ákveðið langt í útvíkkun fyrir fæð- ingu. Einnig var léleg mönnun ljósmæðra síðastliðið sumar og því þurftum við að vísa nokkrum kon- um frá okkur til LSH. Í dag erum við með mun betri mönnun, höfum fengið nokkrar ungar og ferskar ljósmæður til að vinna hjá okkur.“ Nokkuð hefur borið á þeim mis- skilningi að væntanlegir foreldrar utan Akraness standi í þeirri trú að eingöngu þeir sem búsettir eru á Akranesi geti fætt á fæðingadeild- inni. Að sögn Hafdísar Rúnars- dóttur ljósmóður getur hver sem er fætt á Akranesi. Þá segir Hafdís að fólk átti sig ekki á allri þjónustunni og baklandinu sem kvennadeildin á HVE býður upp á. Þar er veitt öll almenn þjónusta og bráðaþjónusta tengd kvensjúkdómum, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Ljósmæð- ur á HVE taki fagnandi á móti öll- um heilbrigðum konum í venju- legri meðgöngu. Að lokum vildu ljósmæðurnar koma á framfæri Instagram reikn- ingi fæðingadeildarinnar sem er akranesfaedingardeild. frg Fæðingum á Akranesi fækkaði um 10% Nýburi á fæðingadeild HVE á Akranesi. Ljósm. úr safni Skessuhorns.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.