Skessuhorn


Skessuhorn - 20.01.2021, Page 2

Skessuhorn - 20.01.2021, Page 2
MIÐVIKUDAGUR 20. jANúAR 20212 Bóndadagurinn er á föstudaginn og markar hann upphaf þorra. Samkvæmt gamalli sögu eiga karlar að fagna þorra með því að fara fyrstir á fætur þann daginn og skella sér í aðra buxnaskálm- ina og hoppa svoleiðis, með hina skálmina hangandi, kring- um húsið sitt. Á þessum skrýtnu tímum væri kannski ráð að taka upp þennan gamla sið? Það væri allavega dáldið fyndið. Á morgun, fimmtudag, er spáð norðanátt og víða 10-15 m/s en á sumum stöðum hvassara í vindstrengjum við fjöll. Bjart veður sunnantil á landinu en él í öðrum landshlutum. Frost 0-7 stig. Á föstudag og laugardag er spáð allhvassri norðanátt og snjókomu eða éljum, en skýjuðu með köflum og þurru að kalla sunnan heiða. Frost 0-5 stig. Á sunnudag og mánudag er útlit fyrir norðaustanátt og dálítil él norðan- og austanlands, en bart- viðri sunnan- og vestanlands. Áfram frost um allt land. Í síðustu viku voru lesendur á vef Skessuhorns spurðir hver væri þeirra uppáhalds mánuður. Júlí bar sigur úr býtum með 26% at- kvæða. 20% sögðu það vera maí, 17% júní og 11% ágúst. Septem- ber og apríl fengu báðir 6%, des- ember 4%, janúar 3% en aðrir mánuðir fengu 2% hver. Í næstu viku er spurt: Borðar þú þorramat? Rósa Soffía hefur verið að hvetja fólk til að horfa ekki á heilsu að- eins út frá tölum á vigtinni og ræddi hún þetta við blaðamann í viðtali sem birtist hér í Skessu- horni. Rósa Soffía er Vestlend- ingur vikunnar. Spurning vikunnar Til minnis Vestlendingur vikunnar Veðurhorfur Leiðrétt SKESSUHORN: Í síðasta Skessuhorni var rætt við nýja eigendur að Dússabar, eða Mat- stofunni í Borgarnesi. Í frétt- inni var sagt að seljendur hefðu verið María og Steinþór Grön- feldt. Hið rétta er að seljendur eru hjónin Steinþór Grönfeldt og Malonesrange Dalaguete- grove, kölluð Kora. María er hins vegar dóttir þeirra. Beðist er velvirðingar á þessu. -mm Þrjú sóttu um lögreglustjóra VESTURLAND: Þrír um- sækjendur voru um embætti lögreglustjóra á Vesturlandi, en umsóknarfrestur var til og með 14. desember sl. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins. Þau sem sóttu um eru: Arnfríður Gígja Arngrímsdóttir aðstoðar- saksóknari, Birgir jónasson lög- lærður fulltrúi í greiningardeild ríkislögreglustjóra og stunda- kennari við Háskólann á Ak- ureyri og Gunnar Örn jónsson lögreglustjóri á Norðurlandi vestra. Hæfnisnefnd sem hefur ráðgefandi hlutverk í ráðning- arferlinu fer nú yfir umsóknirn- ar. -frg Sala Neyðar- kallsins í byrjun febrúar LANDIÐ: Sölu á Neyðarkalli björgunarsveitanna var eins og kunnugt er frestað í nóvember vegna Covid. Nú hefur verið ákveðið að salan fari fram dag- ana 3.-7. febrúar. Að þessu sinni er Neyðarkallinn með björgun- arhund sér við hlið. Landsbjörg biðlar til fólks að taka björgun- arsveitafólki vel, en búast má við að það komi sér fyrir í versl- anamiðstöðum og víðar. Sem fyrr er sala Neyðarkallsins með mikilvægustu fjáraflanaleiðum björgunarsveitanna. -mm Sveitarstjórn í beinni BORGARBYGGÐ: Síðastlið- inn fimmtudag voru tímamót í sögu sveitarfélagsins Borg- arbyggðar því streymt var frá fundi sveitarstjórnar í fyrsta skipti. Gefst nú íbúum og öðr- um tækifæri til að fylgjast með sveitarstjórnarfundum í hljóði og mynd í rauntíma. „Þessi ný- breytni er liður í því að stuðla að auknum áhuga og þekk- ingu íbúa á málefnum sveitar- félagsins. Fundir sveitarstjórn- ar Borgarbyggðar verða héðan í frá sendir út í beinni útsendingu en sveitarfélagið hefur í vaxandi mæli verið að nota stafrænar leiðir til þess að auka aðgengi íbúa að íbúafundum og upplýs- ingafundum á vegum Borgar- byggðar,“ segir í tilkynningu frá sveitarfélaginu. -mm Akraneskaupstaður auglýsti í síðustu viku eftir dagforeldrum til starfa í bæjarfélaginu. Að sögn Valgerðar janusdóttur, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, hefur skortur á dag- foreldrum aðallega gert vart við sig Laganám við Háskólann á Bifröst hefur verið hluti af félagsvísinda- deild frá árinu 2017 en á haust- mánuðum var tekin ákvörðun um að stofna að nýju sérstaka laga- deild við skólann. Elín jónsdóttir hefur verið ráðin í starf deildarfor- seta lagadeildar en hún hefur gegnt starfi umsjónarmanns laganáms skólans frá því í haust og unnið að stefnumótun um námið í samstarfi við stjórnendur skólans. Að mati Elínar sýnir sú ákvörðun að rektor og stjórn hafa mikla trú á lagadeild- inni og vilja tryggja vöxt hennar og viðgang. „Fræðigreinin fær við það meiri áherslu í starfi innan skólans og stuðningur við nemendur og kennara eykst,“ segir Elín. Helsta sérstaða laganámsins á Bifröst verður áhersla á viðskipta- lögfræði, nám þar sem samþætt eru fjármál, viðskipti og lögfræði með það að markmiði að mennta stjórn- endur með sérþekkingu á lagaleg- um þáttum viðskipta og rekstrar fyrir atvinnulíf og samfélag. Lög- fræðilegur hluti námsins felur í sér þau réttarsvið sem lúta almennt að rekstri fyrirtækja, rekstrarformi og rekstrarumhverfi. Viðskiptafræði- legi hlutinn kynnir grunnþætti hag- fræði, stjórnunar og reikningshalds fyrir nemendum. „Að mínu mati er Háskólinn á Bifröst í góðri stöðu til að sækja fram og styrkja laganámið nú þeg- ar líður að tuttugu ára afmæli laga- náms við skólann. Lögfræðinám við Bifröst hefur frá upphafi haft skýra aðgreiningu í flóru þeirra háskóla sem kenna lögfræði hér á landi. Þá vísa ég bæði til samstarfs- ins við viðskiptadeild varðandi námsframboð og til þess fjölbreytta nemendahóps sem skólinn þjónar með fjarkennslu. Skólanum hefur reynst auðvelt að laða til sín góða kennara og nú verður lögð áhersla á að styrkja utanumhald og þjón- ustu við störf þeirra. Nemendur munu njóta góðs af því að kennur- um er gefið færi á að blómstra og fá hvatningu til aukinnar rannsóknar- virkni. Laganám innan Háskólans á Bifröst hefur sveigjanleika til að bregðast hratt við samfélagsbreyt- ingum og leggja áherslu á það sem atvinnulíf og samfélag hefur þörf fyrir. Við munum því leggja áherslu á að styrkja kennslu í greinum sem tengjast samfélagsábyrgð fyrirtækja og nýsköpun og tækni enda ljóst að breytingar í viðskiptalífinu gera kröfu til þekkingar á því sviði,“ seg- ir Elín jónsdóttir. mm Svavar Gestsson fv. alþingismaður, ráðherra og sendiherra er látinn, 76 ára að aldri. Svavar var fæddur 26. júní 1944 á Guðnabakka í Borgar- firði, elstur átta systkina, barna hjónanna Guðrúnar Valdimarsdótt- ur og Gests Sveinssonar. Svavar var fyrst kosinn á Alþingi fyrir Alþýðu- bandalagið árið 1978 og sat á þingi í 21 ár. Áður starfaði hann m.a. sem blaðamaður og síðar ritstjóri Þjóð- viljans. Eftir að Svavar settist á þing tók hann að sér störf ráðherra í fjór- um ríkisstjórnum en eftir að þing- setu lauk varð hann sendiherra fyr- ir Ísland í nokkrum löndum. Þegar starfsævi Svavars lauk tók hann að sér þátttöku í fjölmörgum menn- ingarverkefnum, m.a. á heimaslóð í Dölum. Ritstýrði hann Breiðfirð- ingi, riti Breiðfirðingafélagsins, og sat í undirbúningsnefnd fyrir stofn- un Sturluseturs til minningar um verk Sturlu Þórðarsonar sagnarit- ara. Þá var hann ötull talsmaður Gullna söguhringsins sem nær frá Búðardal, út fyrir Klofning og að Saurbæ í Dölum. Eftirlifandi eiginkona Svavars er Guðrún Ágústsdóttir, fyrrum for- seti borgarstjórnar Reykjavíkur. Börn Svavars af fyrra hjónabandi eru Svandís, Benedikt og Gestur og börn Guðrúnar eru Ragnheiður, Árni og Gunnhildur. mm Stofnuð verður sérstök lagadeild við Háskólann á Bifröst Elín Jónsdóttir hefur tekið til starfa sem forseti lagadeildar Háskólans á Bifröst. Skortur er á dagforeldrum á Akranesi þegar líða fer á veturinn. Dagfor- eldrar hefja störf á haustin í flestum tilfellum með nýjan hóp barna og fylla þá sín pláss eins og kostur er. Þegar líða fer á veturinn verður til nýr hópur af börnum sem þarf pláss hjá dagforeldrum. Til þess að mæta þörfum þessa hóps þurfa starfandi dagforeldrar að halda eftir lausum plássum sem þýðir tekjuskerðingu fyrir þá eða nýir dagforeldrar koma inn á markaðinn. Nú er svo kom- ið að eftirspurnin eftir plássum hjá dagforeldrum er meiri en framboð- ið. Auk þeirrar skýringar sem nefnd var hér að ofan getur skýringin verið fjölgun íbúa í bænum. Í auglýsingunni frá bænum seg- ir m.a. að dagforeldrar starfi eft- ir reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum. Dagforeldrar eru sjálf- stæðir verktakar en Akraneskaup- staður hefur umsjón og eftirlit með starfsemi þeirra. Til að fá starfsleyfi til daggæslu í heimahúsum þarf að uppfylla ákveðin skilyrði. Leyfileg- ur barnafjöldi hjá dagforeldri er allt að fjórum börnum samtímis fyrsta árið. Að því loknu er heimilt að veita leyfi fyrir einu barni til viðbótar. Þó þannig að eigi skulu að jafnaði vera á heimilinu fleiri en tvö börn undir eins árs aldri. Skörun á tímum barna í daggæslu er ekki heimilaður nema milli klukkan 12 og 13 á daginn. Þar sem tveir dagforeldrar starfa sam- an er leyfilegt að vera með allt að tíu börn í einu þ.e. fimm börn fyrir hvort dagforeldri. Réttindanámskeið fyrir verð- andi dagforeldra hefur verið hald- ið af Námsflokkum Hafnarfjarðar og niðurgreiðir Akraneskaupstaður hluta af námsgjaldi. Umsókn um leyfi til daggæslu barna í heimahúsi og frekari upplýsingar er að finna á vef Akraneskaupstaðar. Frekari upp- lýsingar veitir verkefnastjóri á skóla- og frístundasviði Akraneskaupstaðar í síma 433-1000 en einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið skolifristund@akranes.is. frg Svavar Gestsson fyrrum ráðherra er látinn Svavar Gestsson er hér með tímaritið Nýjan Breiðfirðing sem kom út 2015. Breiðfirðingur hafði þá legið í dvala síðan 2009, en þar áður komið út óslitið frá 1942. Ljósm. úr safni Skessuhorns.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.