Skessuhorn


Skessuhorn - 20.01.2021, Síða 4

Skessuhorn - 20.01.2021, Síða 4
MIÐVIKUDAGUR 20. jANúAR 20214 Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 3.877 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 3.348. Rafræn áskrift kostar 3.040 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.800 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Gunnhildur Lind Hansdóttir glh@skessuhorn.is Finnbogi Rafn Guðmundsson frg@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Yfir og snú-snú Oft heyrum við rætt um kynslóðabil og að ýmist sé það að aukast eða minnka. Kynslóðabil er mælanlegi munurinn á fólki eftir lífsviðhorfum og hegðun. Þannig geta kynslóðir sameinast þegar áhugamálin eru söm, en fjarlægjast ef þekking um líf og störf þeirra sem eru ýmist eldri eða yngri minnkar. Ég er ekki frá því að sjaldan hafi verið meiri breyting á lífsvið- horfum fólks og allra síðustu árin. Ekki það að það sé endilega eitthvað nei- kvætt, heldur er þróunin einfaldlega það hröð að við sem eldri erum náum ekki að fylgja eftir breytingum á högum og þekkingu þeirra yngri. Sitj- um jafnvel föst í fortíðarþrá og kreddum úr eigin ungdómi sem við látum móta skoðanir okkar á öðru fólki. Við viljum hafa hlutina formfasta og sýn- um jafnvel hneykslan ef næsta kynslóð á eftir eða þarnæsta breytir lífsvið- horfum sínum og hegðan hraðar en við náum að fylgja. Þá einmitt breikk- ar kynslóðabilið. Eftir sitjum við kverúlantarnir; tuðandi og forviða yfir því hvernig allt sé að fara úr böndunum. Ég ræddi kynslóðabilið nýverið við mér yngri mann, sem þó er ekki meira en svona tveimur áratugum yngri. Sjálfur kemur hann að kennslu barna í eldri deildum grunnskóla. Við ræddum tæknina og hversu jafn- vel hann, maður á fertugsaldri, upplifði sig sem nátttröll þegar kemur að því að ræða samfélagsmiðla og netnotkun við nemendurna. Það til dæmis að ætla að nota Facebook til að senda þeim skilaboð er tabú. Krakkarnir hlæja bara að þessum gamla karli á fertugsaldri sem ekki er búinn að taka upp nýjustu samskiptaforritin. Krakkarnir löngu horfnir af Facebook, enda foreldrar þeirra, afar og ömmur komin þangað. Hann minntist á að líklega væri hann sjálfur af þeirri kynslóð sem síðust fór út eftir kvöldmat til að leika við hina krakkana í feluleik, byggja kofa eða njóta þess frjálsræðis sem felst í þorpslífinu. útileikir heyri nú sögunni til, þátttaka í félagsstarfi byggi á mötun þar sem einstaklingurinn þarf ekki að hafa fyrir hlutunum. Í dag byggist fjáröflun íþróttafélaga t.d. á því að sækja dósir heim til fólks, nán- ast að sækja pening, í stað þess að áður þurftu krakkar í félagsmiðstöðvum eða ungmennafélögum að afla peninga til félagsstarfs með vinnuframlagi. Skipuleggja sjálf fjáraflanir, framkvæma þær og kaupa svo tækin í félags- miðstöðina. Við áttum um þetta langt spjall og hrukkum af og til í gírinn að vera með fordóma gagnvart kynslóðabilinu. jafnvel maður á fertugsaldri er hættur að ráða við hraðann í tækniframförum. Þessi maður á fertugsaldri segist minnast þess þegar útileikir í hans heimabæ breyttust, svo gott sem á einum degi. Einn daginn eignaðist vinur hans Play Station tölvu, þá fyrstu í bænum. Á einni kvöldstund hættu jafn- aldrarnir að fara út eftir kvöldmat í byssu- eða feluleik, og á að giska tutt- ugu krakkar voru komnir heim til vinarins og allir að fylgjast með þegar spilað var í leikjatölvunni. Þetta var kvöldið sem líf hans og jafnaldra hans breyttist. En Play Station tölvan var einungis blábyrjunin. Um svipað leyti urðu tölvur almenningseign á heimilum og í stað þess að tuttugu krakkar hrúg- uðust inn á sama heimilið, gátu krakkarnir verið hver heima hjá sér. Áfram leið tíminn og loks komu símarnir og svo snjallsímar sem einnig urðu al- menningseign. Enginn fór úr húsi. Algengt er nú að börn frá unga aldri séu alin upp með spjaldtölvur eða síma sem afþreyingu jafnvel áður en þau byrja að tala. Þessi aukna notkun á samskiptatækjum og tækni gerir það svo að verkum að ef maður spyrði grunnskólakrakka í dag hvað París, Snú-snú, Yfir, eða byssuleikir eru, þá myndu þau í besta falli halda mann verulega skrítinn. Ég og hinn tuttugu árum yngri viðmælandi minn voru sammála um eitt. Eina leiðin til að snúa ofan af þessari þróun, sem okkur finnst Nota Bene varhugaverð, er að fólk setji sjálft einhver takmörk á eigin notkun raftækja og leiðbeini svo börnunum í framhaldinu. Reynt verði að nýju að kenna krökkum útileiki og almennt að hreyfa sig. Foreldrarnir gætu jafnvel sjálfir litið upp úr tækjunum og farið með þeim út að leika? Kynslóðabilið verður nefnilega seint brúað ef ungt fólk og eldra vex í sitt hvora áttina án teljandi samskipta sín á milli. Magnús Magnússon Sameiginlegt útflutningsverðmæti eldis- og landbúnaðarafurða í des- ember nam 4,8 milljörðum króna samkvæmt fyrstu bráðabirgðatölum Hagstofunnar um vöruskipti sem birtar voru nýverið. Það er 75% aukning í krónum talið frá desemb- er 2019 en um 58% aukning í er- lendri mynt. Þar sem um er að ræða fyrstu bráðabirgðatölur um vöru- skipti í desember, liggur ekki fyr- ir sundurliðun á útflutningsverð- mætum eldis- og landbúnaðaraf- urða, einungis samanlagt verðmæti þeirra. Á síðustu árum hafa verið fluttar út landbúnaðarafurðir fyrir tæpan einn milljarð króna að jafn- aði í desember. Hafi útflutnings- verðmæti landbúnaðarafurða verið á svipuðu róli í desember 2020, eru horfur á að útflutningsverðmæti eldisafurða hafi verið í kringum 3,8 milljarðar króna í mánuðinum. „Sé það raunin er um að ræða stærsta mánuð frá upphafi í útflutningi á eldisafurðum og því hefur hið for- dæmalausa ár 2020 endað með stæl,“ segir í tilkynningu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. mm Í sjónvarpsvísinum Póstinum, sem Prentverk gefur út, er greint frá breytingum á starfseminni á Akranesi frá og með 18. janúar sl. Starfseminni verður hætt við Heið- argerði 22 á Akranesi og hún alfarið flutt í höfuðstöðv- ar Prentmets við Lyngháls 1 í Reykjavík. Húsnæði fyrir- tækisins við Heiðargerði er einnig auglýst til sölu. Prent- met mun þó áfram gefa út Póstinn. Þá verða auk þess þau tímamót að Þórður Elíasson útibússtjóri lætur af störf- um eftir fimm áratuga störf við prentun og þjónustu á Akranesi. Helga Rögnvaldsdóttir prentsmiður og graf- ískur miðlari mun þjónusta viðskiptavini Póstsins, segir í fréttinni. mm Skimun á landamærum Íslands varð skylda frá og með síðasta föstudegi, en í ljósi alvarlegrar stöðu farald- ursins víða um heim verður nú- verandi fyrirkomulag sóttvarna á landamærunum með tvöfaldri skimun og fimm daga sóttkví á milli framlengt til 1. maí. Eftir það munu verða tekin varfærin skref til afléttingar sem taka munu mið af ástandi faraldursins á brottfarar- stað komufarþega. Þetta var ákveð- ið á fundi ríkisstjórnarinnar síðast- liðinn föstudag. Það er mat sóttvarnalæknis að hætt sé við því að smit leki gegn- um varnir á landamærum, einkum hjá þeim sem velja 14 daga sóttkví í stað sýnatöku. „Það er sérlega brýnt nú að stemma stigu við slíku vegna þeirrar fyrirsjáanlegu og afmörk- uðu hættu sem stafar af nýju af- brigði veirunnar sem ítrekað hefur greinst hjá sýktum einstaklingum á landamærum. Gjaldfrjáls skimun hefur ekki leitt til þess að fækkað hafi nægjanlega í hópi þeirra sem velja 14 daga sóttkví í stað skim- unar. Heilbrigðisráðherra hefur því ákveðið að setja reglugerð þar sem sýnataka verður gerð að skyldu. Ekki verður hægt að velja sóttkví í stað sýnatöku nema í algerum und- antekningartilvikum, s.s. af læknis- fræðilegum ástæðum,“ segir í til- kynningu frá heilbrigðisráðuneyt- inu. Komufarþegar sem geta fram- vísað gildu vottorði sem sýnir fram á að COVID-19 sýking sé afstaðin eru áfram undanþegnir sóttvarna- aðgerðum á landamærum og það sama mun gilda um komufarþega sem geta framvísað gildu bólu- setningarvottorði. „Vonir standa til þess að á næstu mánuðum muni bólusetning smám saman draga úr þeirri hættu sem af faraldrin- um stafar samhliða því sem sótt- varnaaðgerðum ríkja verður áfram beitt til að sporna gegn útbreiðslu veirunnar. Því verður fyrirkomulag sóttvarna á landamærum endur- skoðað, mánaðarlega, og þá eink- um til rýmkunar, eftir því sem að- stæður leyfa.“ mm Íslenska Gámafélagið tók um ára- mótin alfarið yfir rekstur og um- hirðu gámasvæðisins í Búðardal. Staðsetning íláta og skipulag verð- ur með svipuðum sniði og áður, en móttaka og flokkun getur verið með aðeins breyttu sniði. Íbúar og aðrir notendur eru því hvattir til að ráðfæra sig við starfsmann á staðn- um fyrir losun. Á vef Dalabyggðar segir að stærsta breytingin felist í mót- töku endurvinnsluúrgangs. „Í stað margra flokka af plasti og papp- ír fer þetta allt saman, auk lítilla málmhluta (niðursuðudósir o.fl. smámálmar út eldhúsinu), eins og verður með Græntunnuna, þegar hún kemur í vor. Á gámasvæðinu verður bylgjupappi með sér lúgu, en fram að vori verður hann press- aður og fluttur suður í sama gám og önnur endurvinnsla.“ frg Skimunarskylda á landamærum tekin upp Mikil aukning í útflutningi fiskeldisafurða Íslenska Gámafélagið tekur yfir gámasvæðið í Búðardal Prentmet lokar útibúi sínu á Akranesi

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.