Skessuhorn - 20.01.2021, Qupperneq 8
MIÐVIKUDAGUR 20. jANúAR 20218
Aflatölur fyrir
Vesturland
9. - 15. janúar
Tölur (í kílóum) frá Fiski-
stofu
Akranes: 4 bátar.
Heildarlöndun: 20.947 kg.
Mestur afli: Eskey ÓF-80:
17.568 kg. í þremur löndunum.
Arnarstapi: 3 bátar.
Heildarlöndun: 46.877 kg.
Mestur afli: Kristinn HU-812:
31.564 kg. í einni löndun.
Grundarfjörður: 9 bátar.
Heildarlöndun: 551.973 kg.
Mestur afli: Björgvin EA-311:
133.163 kg. í einni löndun.
Ólafsvík: 16 bátar.
Heildarlöndun: 348.055 kg.
Mestur afli: Ólafur Bjarnason
SH-137: 60.548 kg. í sex lönd-
unum.
Rif: 17 bátar.
Heildarlöndun: 699.400 kg.
Mestur afli: Örvar SH-777:
106.178 kg. í sex löndun.
Stykkishólmur: 5 bátar.
Heildarlöndun: 19.077 kg.
Mestur afli: Kári SH-78:
5.492 kg. í einni löndun.
Topp fimm landanir
á tímabilinu:
1. Björgvin EA-311 - GRU:
133.163 kg. 11. jan.
2. Þórunn Sveinsdóttir
VE-401 - GRU: 116.505 kg.
12. jan.
3. Örvar SH-777 - RIF:
106.178 kg. 10. jan.
4. Rifsnes SH-44 - Rif:
99.833 kg. 12. jan.
5. Tjaldur SH-270 - Rif:
82.874 kg. 12. jan.
-frg
Hagstofan birtir fyrir helgina
bráðabirgðatölur um heildarafla
ársins 2020 við Íslandsstrendur.
Heildaraflinn var 1.021.000 tonn
og dregst saman um 3% frá 2019.
Uppsjávarafli er nær óbreyttur milli
áranna 2019 og 2020, um 530 þús-
und tonn. Ríflega helmingur aflans,
kolmunni 244 þúsund tonn, makríll
152 þúsund tonn og síld 134 þús-
und tonn. Loðnuafli var hins vegar
enginn árin 2019 og 2020.
Botnfisksafli dregst saman um
4% milli ára og var rúm 463 þús-
und tonn árið 2020 og skiptist
þannig: Þorskur 277 þúsund tonn
og ýsa, ufsi og karfi rúm 50 þúsund
tonn hvert. Flatfisksafli breyttist
lítið milli ára, var 23 þúsund tonn
en skelfisksafli minnkaði um rúm-
lega helming, úr tíu þúsund tonn-
um í fimm þúsund tonn.
frg
Alþingi samþykkti á mánudag að
fela ríkisendurskoðanda að gera
úttekt á starfsemi Vegagerðarinn-
ar. Það var Sara Elísa Þórðardótt-
ir, þingmaður Pírata, sem fór fram
á úttektina sem var samþykkt með
öllum greiddum atkvæðum. Rík-
isendurskoðandi mun því ráðast
í fjárhags- og stjórnsýsluúttekt á
Vegagerðinni og skila skýrslu að
þeirri vinnu lokinni. Í beiðninni
eru tilgreindir nokkrir þættir sem
lagt er til að fjallað verði sérstak-
lega um í skýrslunni. Í fyrsta lagi
að metnir verði þættir sem snúa
að stjórnsýslu og stjórnun Vega-
gerðarinnar. Í öðru lagi þættir sem
varða meðferð almannafjár og ráð-
stöfun til vegaframkvæmda. Loks í
þriðja lagi þættir sem varða öryggi
vegfarenda á þjóðvegum landsins
og eftirlit með vegaframkvæmd-
um.
„Í fyrra komu upp nokkur tilvik
þar sem slys og tjón urðu í kjölfar
vegaframkvæmda, á sama tíma og
miklu fé hefur verið varið í sam-
gönguframkvæmdir í tengslum við
fjárfestingaáætlun ríkisstjórnar-
innar í faraldrinum. Líklega hefur
því aldrei verið jafn rík þörf og nú
til að hafa eftirlit með starfsemi og
skilvirkni Vegagerðarinnar,“ sagði
Sara Elísa eftir að stuðningur þing-
heims við tillögu hennar lá fyrir.
mm
Samgöngu- og sveitarstjórnarráð-
herra hefur staðfest tillögur val-
nefndar um þrjá verkefnastyrki
sem veittir eru á grundvelli stefnu-
mótandi byggðaáætlunar. Að þessu
sinni var 12 milljónum króna út-
hlutað til verslunar í strjálbýli fyrir
árið 2021. Samningar vegna styrkj-
anna verða undirritaðir á næstu
dögum. Verkefnin sem hljóta
styrk eru Hríseyjarbúðin, Kaup-
tún Vopnafirði og verslun á Reyk-
hólum. Til Reykhóla rennur hæsti
styrkurinn, krónur 5,8 milljónir, til
stofnkostnaður vegna opnunar og
reksturs verslunar. Þar hefur eins
og kunnugt er ekki verið verslun
síðan Hólabúðinni var lokað síð-
asta haust.
Markmið með framlögunum
er að styðja verslun í skilgreindu
strjálbýli fjarri stórum þjónustu-
kjörnum, þar sem verslun hefur átt
erfitt uppdráttar. Framlögin eiga
að bæta rekstur verslana og skjóta
frekari stoðum undir hann, til
dæmis með samspili við aðra þjón-
ustu, breyttri uppsetningu í versl-
unum og bættri aðkomu.
mm Stærsti einsaki styrkurinn rennur til endurreisnar verslunar á Reykhólum.
Styrkja verslun á strjálbýlustu svæðum
Heildarafli var rúm ein milljón tonna á síðasta ári
Samþykkt að fara í úttekt á
starfsemi Vegagerðarinnar
Svipmynd úr umferðinni á Kjalarnesi. Ljósm. úr safni/ mm.