Skessuhorn


Skessuhorn - 20.01.2021, Side 10

Skessuhorn - 20.01.2021, Side 10
MIÐVIKUDAGUR 20. jANúAR 202110 Sveitarstjórn Dalabyggðar sam- þykkti á fundi sínum 10. desemb- er á liðnu ári að auglýsa tillögu að deiliskipulagi í Búðardal. Um er að ræða deiliskipulag fyrir Auðar- skóla og íþróttamiðstöð, þ.e. nýtt íþróttahús og sundlaug. Skipu- lagssvæðið er tæpir 18 þúsund fer- metrar að stærð og er við Mið- braut 6B, 8 og 10 í Búðardal. Þar eru fyrir grunn- og leikskóli sveit- arféalgsins og félagsheimilið Dala- búð. Tillaga að deiliskipulaginu er til sýnis á skristofu Dalabyggðar og á vef sveitarfélagsins. Frestur til að senda inn umsagnir, ábendingar og athugasemdir rennur út 18. febrú- ar næstkomandi og teljast þeir sem ekki gera athugasemdir innan til- skilins frests samþykkir skipulag- stillögunni. Að sögn Kristjáns Sturlusonar, sveitarstjóra Dalabyggðar er deili- skipulagið aðeins eitt skref í því að hægt verði að ráðast í byggingu íþróttahúss. Deiliskipulag fyrir téð svæði hefur vantað og þetta var rétti tímapunkturinn til þess að koma því í samþykktarferli. Það séu hins vegar mörg skref eftir og að endanleg ákvörðun um bygg- ingu íþróttahússins hafi ekki ver- ið tekin af sveitarstjórn. Þó er gert ráð fyrir byggingu íþróttahússins í þriggja ára fjárhagsáætlun sveitar- félagsins til 2024. Vinnuhópur á vegum sveitar- stjórnar Dalabyggðar hefur verið í samtali við þrjár arkitektastofur og er verið að skoða hugmynd- ir sem hafa komið út úr því sam- tali. Minnisblað um þessa vinnu var lagt fyrir sveitarstjórnarfund 14. janúar en að sögn Kristjáns er of snemmt að segja til um tíma- setningar eða hvernig framhaldinu verði háttað. Sveitarstjórn Dalabyggðar setti sér fyrir nokkrum árum þá stefnu að byggja þyrfti upp íþróttamann- virki við grunnskólann í Búðardal. Til þess þurfti að selja eignir. Und- anfarin ár hafa Laugar í Sælings- dal; hótel, íþróttahús, sundlaug og fyrrum grunnskóli með heimavist, verið til sölumeðferðar. Í samtali við Skessuhorn vorið 2018 sagði Sveinn Pálsson, þáverandi sveit- arstjóri, aðspurður um áform um byggingu íþróttamannnvirkja í Búðardal: „Sveitarfélaginu er ókleift að fara í þá framkvæmd án þess að afla þess fjár. Eðlilega fara þau áform því á ís í bili.“ Í áliti sem Ólafur Sveins- son, hagverkfræðingur, vann fyr- ir Dalabyggð í nóvember á síð- asta ári kemur hins vegar fram að ekki verði „séð að áform um fjár- festingu í íþróttamannvirkjum hafi verulega íþyngjandi langtímaáhrif á rekstur og fjárhag sveitarfélags- ins, gangi áætlanir eftir að öðru leyti.“ Kristján Sturluson tekur undir álit Ólafs, en segir jafnframt að gert sé ráð fyrir að Laugar í Sæ- lingsdal seljist á einhverjum tíma- punkti. Það sé þó ekki grunnfor- senda fyrir að hefjast handa við byggingu hins nýja íþróttahúss en það yrði sveitarfélaginu ókleyft að reka tvö íþróttahús og sundlaugar. frg Á fundi bæjarstjórnar Akranes- kaupstaðar 12. janúar síðastlið- inn var samþykkt samhljóða álykt- un vegna umhverfisóhapps þegar mikið magn sements fauk yfir hluta bæjarins aðfararnótt 5. janúar síð- astliðinn. „Bæjarstjórn Akraness lítur óhapp- ið alvarlegum augum en telur við- brögð forsvarsmanna Sementsverk- smiðjunnar til marks um að fyrir- tækið líti málið sömu augum,“ seg- ir í ályktun bæjarstjórnar. „Bæjar- stjórn Akraness leggur áherslu á að þeir aðilar, íbúar og forsvarsmenn fyrirtækja, sem telja sig hafa orð- ið fyrir tjóni vegna óhappsins, fái viðunandi úrlausn sinna mála sem og að fyrirtækið upplýsi sem best og sem víðast þær ráðstafanir sem gripið hefur verið til í framhaldinu til að lágmarka sem mest áhættuna af því að svona nokkuð geti endur- tekið sig.“ mm Ríkiskaup óska á vef sínum eftir til- boði í alla verkfræðiráðgjöf vegna verkefnisins „jaðarsbakkar, upp- bygging íþróttamannvirkja á Akra- nesi.“ Í auglýsingunni segir m.a að um sé að ræða steinsteypt íþrótta- hús með fría lofthæð yfir 7 metra. Kjallari er undir húsinu og þar eru búningsherbergi, aðstaða kennara, þjálfara, dómara o.fl. ásamt stoð- rýmum og geymslum. Samtals er mannvirkið ríflega 5,300 fermetrar og leggst annarsvegar að norður- gafli Akraneshallarinnar og teng- ist sundlaugarbyggingu til vesturs hinsvegar. Húsið á að geta þjónu- stað alla almenna íþróttaiðkun svo sem handbolta, körfubolta, blak o.fl. með uppsettum áhorfenda- bekkjum ásamt því að vera leik- fimihús fyrir Grundaskóla. Salur- inn þarf að geta skipts í fjóra hluta í kennslu og einnig að geta tekið við uppsetningu fyrir veisluhöld, uppröðun borða í öllum salnum. Hljóðvist og loftgæði skulu taka mið af því besta sem gert er í dag. Bruna- og öryggismál skulu einnig taka mið af því. Þegar er kominn ráðgjafarsamn- ingur við ASK arkitekta en hönn- unarstjórn verkefnisins er á hendi þeirra. frg Frumhönnun húss. Teikning/ ASK arkitektar. Verkfræðiráðgjöf vegna uppbygg- ingar á Jaðarsbökkum í útboð Unnið við hreinsun húss í kjölfar óhappsins. Ljósm. hs. Bæjarstjórn lítur sements- óhappið alvarlegum augum Afmörkun deiliskipulags fyrir Auðarskóla og íþróttamiðstöð í Búðardal. Ljósm. úr tillögu að deiliskipulagi. Auglýsa deiliskipulag fyrir Auðarskóla og íþróttamiðstöð Börn að leik í Búðardal. Ljósm. úr safni/ sm.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.