Skessuhorn - 20.01.2021, Síða 12
MIÐVIKUDAGUR 20. jANúAR 202112
Svandís Svavarsdóttir heilbrigð-
isráðherra hefur ákveðið að fresta
um ótiltekinn tíma breytingum
á neðri mörkum aldursviðmiða
vegna skimana fyrir brjóstakrabba-
meini. „Kynna þurfi betur áform-
aðar breytingar og fagleg rök að
baki þeim. Ákvörðun um að hækka
efri mörk aldursviðmiðanna úr 69
árum í 74 ár stendur óbreytt,“ segir
í tilkynningu frá ráðuneytinu.
Skimunarráð sem starfar á veg-
um embættis landlæknis fjallar um
fyrirkomulag skimana fyrir krabba-
meinum á faglegum forsendum og
byggir á bestu þekkingu hverju
sinni. Það er mat skimunarráðs að
breyta skuli aldursviðmiðum brjós-
taskimana þannig að skimanir hefj-
ist ekki fyrr en við 50 ára aldur en
að efri aldursmörkin hækki úr 69
árum í 74. Tillaga um að hækka
lægri aldursviðmiðin var fyrst lögð
fram árið 2016 af hálfu embættis
landlæknis og aftur á liðnu ári þar
sem embætti landlæknis byggði á
niðurstöðum skimunarráðs þess
efnis.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigð-
isráðherra segist hvorki hafa for-
sendur né ástæður til að draga í
efa faglegt mat sérfræðinga skim-
unarráðs eða embættis landlækn-
is um aldursviðmið krabbameins-
skimana. Aftur á móti sé þarna um
nokkuð miklar breytingar að ræða
varðandi neðri aldursviðmiðin sem
skiljanlega veki ýmsar spurning-
ar, ekki síst hjá þeim konum sem
eiga í hlut. „Það er alveg ljóst af
umræðum síðustu daga að þessa
breytingu þarf að kynna betur og
því hef ég ákveðið að fresta gildis-
töku þessarar breytingar varðandi
skimun krabbameina í brjóstum,“
segir Svandís Svavarsdóttir heil-
brigðisráðherra í tilkynningu.
mm
Nýtt stjórnskipulag Akraneskaup-
staðar var samþykkt á fundi bæjar-
stjórnar 15. desember og tók gildi
1. janúar síðastliðinn. „Markmið
breytinganna er að auka og bæta
innri og ytri þjónustu Akranes-
kaupstaðar, auka skilvirkni í rekstri
sveitarfélagsins með upplýsinga-
tækni, skýrari verkferlum, stjórnun
og öflugu starfsumhverfi,“ segir í
tilkynningu. Samhliða breyting-
unum hefur verið gengið frá ráðn-
ingu í fjögur störf hjá Akraneskaup-
stað en breytingarnar fela ekki í sér
fjölgun starfsmanna þar sem neð-
angreindar breytingarnar fela í sér
tilfærslu á verkefnum.
Skrifstofa bæjarstjóra
tekur til starfa
Meðal helstu breytinga má nefna
að stofnuð var ný eining sem ber
heitið skrifstofa bæjarstjóra. Und-
ir hana tilheyra eftirfarandi mála-
flokkar:
Þjónusta og stafræn þróun •
ásamt skjalastýringu og mið-
lægri stýringu tölvu- og kerfis-
mála. Þessi verkefni flytjast frá
stjórnsýslu- og fjármálasviði
ásamt tilheyrandi mannafla.
Verkefnastofa þar sem áhersla •
er á uppbyggingu þverfag-
legs samstarfs og samhæfingu
í stýringu verkefna. Um er að
ræða nýja deild innan skrif-
stofunnar sem er ætlað að fara
fyrir teymisvinnu innan kaup-
staðarins þvert á svið og starf-
semi.
Mannauðsmál þar sem nýr •
mannauðsstjóri gegnir forystu
og stuðlar að eflingu mála-
flokksins þvert yfir starfsemi
Akraneskaupstaðar.
Atvinnuþróun og samstarf við •
þróunarfélög.
Ferðamál þar sem haldið er •
utan um rekstur Akranes-
vita, upplýsingamiðstöðvar og
Guðlaugar.
Markaðsmál þar sem viðburða-•
hald og framleiðsla markaðs-
og kynningarefnis fer fram.
Menningar- og safnamál þar •
sem haldið er utan um rekstur
byggða-, bóka-, ljósmynda- og
héraðsskjalasafns.
Sædís Alexía
skrifstofustjóri
Ný staða skrifstofustjóra varð til
samhliða nýrri skrifstofu og tók
Sædís Alexía Sigurmundsdóttir við
stöðunni en áður gengdi hún starfi
deildarstjóra á stjórnsýslu- og fjár-
málasviði. Sædís Alexía hefur starf-
ar hjá Akraneskaupstað í tæp átta
ár og hefur sinnt sambærilegum
verkefnum á sviði þjónustu og staf-
rænnar þróunar ásamt atvinnu-,
ferða- og markaðsmálum. Þá hefur
hún stýrt þeim verkefnum ásamt
fjölda annarra innan ólíkra sviða
ásamt því að starfa í framkvæmda-
stjórn innan bæjarskrifstofunnar.
Sædís Alexía er viðskiptalögfræð-
ingur að mennt og með meistara-
gráðu í forystu og stjórnun með
áherslu á verkefnastjórnun.
Ella María
verkefnastjóri
Innan nýrrar einingar verður starf-
rækt verkefnastofa og hefur verið
ráðinn inn verkefnastjóri til þess
að leiða og skipuleggja þverfaglegt
teymisstarf innan sveitarfélags-
ins. Ella María Gunnarsdóttir sem
gegndi áður starfi forstöðumanns
menningar- og safnamála hef-
ur tekið við þeirri stöðu en henn-
ar fyrra starf var lagt niður sam-
hliða þessum stjórnkerfisbreyting-
um. Ella María hefur starfað hjá
Akraneskaupstað frá árinu 2015
og sinnt verkefnum sem falla und-
ir menningar- og safnamál. Ella
María er með meistarapróf í við-
skiptafræði ásamt bókasafns- og
upplýsingafræði frá Háskóla Ís-
lands og öðlaðist B-stig IPMA
vottunar hjá Verkefnastjórnunar-
félagi Íslands. Starfsreynsla Ellu
Maríu er fyrst og fremst mótuð út
frá verkefnastjórnun en hún starf-
aði fyrir Arion banka í 15 ár, þar af
lengst í verkefnastjórnun.
Harpa mannauðsstjóri
Akraneskaupstaður auglýsti í
nóvember síðastliðnum starf
mannauðsstjóra en slíkur hefur
ekki verið starfandi hjá kaupstaðn-
um síðan árið 2012. Málaflokkur-
inn hafði frá þeim tíma verið hluti
af starfi sviðsstjóra stjórnsýslu- og
fjármálasviðs. Ráðningu mann-
auðsstjóra lauk rétt fyrir áramót
og hóf Harpa Hallsdóttir störf 7.
janúar sl. Harpa lauk BA gráðu í
spænsku með uppeldis- og mennt-
unarfræði sem aukagrein. Hún
lauk meistaragráðu í mannauðs-
stjórnun frá Háskóla árið 2005 og
er að leggja lokahönd á viðbótar-
diplómu í opinberri stjórnsýslu við
Háskóla Íslands. Harpa hefur starf-
að hjá Kópavogsbæ frá 2011 sem
mannauðsfulltrúi og mannauðs-
ráðgjafi á stjórnsýslu- og umhverf-
issviði. Áður vann hún sem deild-
arstjóri starfsmannahalds hjá Toll-
stjóra og sérfræðingur hjá Skatt-
rannsóknarstjóra ríkisins.
Nútímavæða
þjónustuferla
Í tilkynningu frá Akraneskaupstað
segir að með skrifstofu bæjarstjóra
sé ætlunin að nútímavæða þjónustu-
ferla og efla þjónustuhugsun með-
al starfsfólks og innleiða þjónustu-
markmið ásamt því að leysa mál með
þjálfun starfsmanna í fyrstu snert-
ingu og gegnir einingin frumkvæð-
ishlutverki í stafrænni þróun sveitar-
félagsins með það markmið að auka
framleiðni og létta álagi á starfsfólk.
Ætlunin er einnig að ná fram betri
nýtingu á mannauði svo öflugri sam-
rekstur fáist á byggðasafni, vitasvæði
og Guðlaugu. Þá er stefnt að ráðn-
ingu skjalastjóra á næstu mánuðum
sem einnig mun gegna starfi pers-
ónuverndarfulltrúa.
Kristjana Helga
deildarstjóri fjármála
Stjórnkerfisbreytingarnar höfðu í
för með sér endurskipulagningu og
um leið styrkingu innan fjármála-
deildar kaupstaðarins. Helstu breyt-
ingar þar voru að Steinar Adolfsson
sviðsstjóri stjónsýslu- og fjármála-
sviðs hefur tekið við auknu hlutverki
innan deildarinnar þar sem starf fjár-
málastjóra var lagt niður og einnig
hefur Kristjana Helga Ólafsdóttir
verkefnastjóri innan fjármáladeild-
ar tekið við nýrri stöðu deildarstjóra
fjármála og fengið aukið hlutverk við
stærstu verkefni kaupstaðarins eins
og ársreikningsgerð og fjárhagsáætl-
un. Kristjana Helga hefur unnið hjá
Akraneskaupstað í rúmlega tvö ár og
hefur þar að auki víðtæka og farsæla
reynslu í fjármálum sveitarfélaga.
Kristjana Helga er viðskiptafræð-
ingur að mennt og með viðbótardip-
lómu í opinberri stjórnsýslu. Einnig
var samþykkt að ráða inn verkefna-
stjóra í deildina sem myndi m.a. hafa
það hlutverk að styðja við hagstæð-
ari innkaup og greiningar og nýtast
vel heildarstarfsemi kaupstaðarins.
Skilar sér í
öflugri þjónustu
„Við förum jákvæð inn í nýtt ár og
með tilhlökkun um að takast á við
krefjandi og ný verkefni mörg hver.
Með þessum breytingum er það okk-
ar einlægja von að ná fram aukinni
skilvirkni bæði í skipulagi og rekstri
þannig að við náum að veita sem
bestu mögulegu þjónustu til okk-
ar nærsamfélags. Ég vil nota tæki-
færið og óska þessum fjórum öflugu
konum til hamingju með nýtt starf.
Það verður spennandi að starfa með
þeim að eflingu á starfsemi Akranes-
kaupstaðar sem ég er sannfærður um
að muni skila sér í enn öflugri þjón-
ustu við íbúa og starfsmenn,“ segir
Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri í
tilkynningu. mm
Breytingum frestað á aldursviðmiðum brjóstaskimana
Nýtt skipurit Akraneskaupstaðar tók gildi um áramót
Lykilstjórnendur í nýjum störfum samkvæmt skipuriti Akraneskaupstaðar. F.v. Kristjana Helga Ólafsdóttir, Ella María Gunnarsdóttir, Sædís Alexía Sigurmundsdóttir og
Harpa Hallsdóttir.