Morgunblaðið - 20.02.2021, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.02.2021, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2021 Hlaupum hraðar - slítum fjötrana og sækjum tækifærin Landsmönnum öllum er boðið á Iðnþing 2021 í beinni útsendingu fimmtudaginn 4. mars kl. 13.00–14.30. Það er mikilvægt að leggja línur og hvetja til þess að störfum verði fjölgað og verðmæti aukin. Á Iðnþingi 2021 verður kastljósinu beint að þeim hindrunum sem ryðja þarf úr vegi á næstu 12 mánuðum til að mögulegt verði að sækja þau tækifæri sem geta skapað auknar gjaldeyristekjur og aukið nauðsynlega viðspyrnu í efnahagslífinu. IÐNÞING 2021 Skráning á si.is Yfirskattanefnd hefur snúið við þeirri niðurstöðu ríkisskattstjóra að kostnaður við grafínhúðun bifreiðar félli ekki undir átakið Allir vinna og eigandi bílsins ætti því ekki rétt á endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna bílaviðgerða. Eigandi bílsins kærði ákvörðun skattsins til yfirskattanefndar sem féllst á kröfu kæranda um að hann ætti rétt á endurgreiðslu virðis- aukaskatts vegna vinnu við grafín- lakkvarnarmeðferð á fólksbifreið hans. Þótti slík yfirborðsmeðferð frekast verða lögð að jöfnu við al- mennar lakkviðgerðir bifreiða sem telja yrði að féllu undir lagaheimild til endurgreiðslu virðisaukaskatts. Féllst yfirskattanefnd ekki á sjón- armið ríkisskattstjóra að um væri að ræða lið í reglulegri umhirðu bílsins eða minni háttar viðhald og skv. reglugerð um endurgreiðslur virð- isaukaskatts fáist virðisaukaskattur ekki endugreiddur af slíkri vinnu. Fram kemur í úrskurði yfir- skattanefndar að eigandinn greiddi 170 þúsund kr. fyrir lakkvarnar- meðferðina á bifreiðinni og kom fram í kærunni að skv. lýsingu selj- anda þjónustunnar feli meðferðin í sér meiriháttar lagfæringu á lakk- yfirborði bifreiða sem síðan sé varið með ásetningu lakkvarnarhúðar. Taki meðferðin tvo til þrjá daga. Þá sagði hann að starfsmenn skattsins hefðu fullyrt að vinna við lakkvörn og lagfæringar á rispum félli undir átakið „Allir vinna“ og það hefði haft áhrif á þá ákvörðun hans að kaupa þjónustuna. Lögð að jöfnu við lakkviðgerð Í niðurstöðu yfirskattanefndar kemur fram ætla verði að ávinningur af slíkri meðferð sé einkum aukið slitþol lakkyfirborðs bifreiðar og skv. upplýsingum á heimasíðu selj- anda sé veitt fimm ára ábyrgð á með- ferðinni. Telja verði að slík yfir- borðsmeðferð verði frekast lögð að jöfnu við almennar lakkviðgerðir bif- reiða sem falli undir umrætt laga- ákvæði um endurgreiðslu virðis- aukaskattsins. Ekki verði talið að um hafi verið að ræða lið í reglulegri umhirðu bifreið- ar eða minniháttar viðhaldi hennar. Féllst nefndin því á að eigandinn ætti rétt á endurgreiðslu virðisauka- skatts að fjárhæð 32.903 krónur. omfr@mbl.is Meðferðin ekki talin vera viðhald  Yfirskattanefnd sneri við úrskurði skattsins og taldi bíleiganda eiga rétt á endurgreiðslu virðisauka- skatts af lakkvarnarmeðferð á fólksbifreið  Féll ekki undir reglulega umhirðu eða minni háttar viðhald Morgunblaðið/Sigurður Bogi Bílar Endurgreiðsluheimildin nær til vinnu við viðgerðir bifreiða. Ágreiningur um tollflokkun á inn- fluttu lífrænt ræktuðu tei sem blandað var hvítvíni var borinn undir yfirskattanefnd með kæru á síðasta ári. Kærandinn krafðist þess að ákvörðun tollgæslustjóra um að drykkurinn félli undir til- tekið tollskrárnúmer yrði felld úr gildi og yfirskattanefnd úrskurð- aði vöruna í nýjan tollflokk sem hæfði henni. Nefndin féllst ekki á það. Kærandinn í málinu óskaði í maí sl. eftir bindandi áliti tollyfirvalda á tollflokkun drykkjarins Copen- hagen Sparkling Tea. Um væri að ræða lífræna vöru án viðbætts sykurs, en þrjár tegundir hennar innihéldu 5% áfengi sem kæmi úr hvítvíni. Tollgæslustjóri gaf bind- andi álit um undir hvaða tollskrár- númer varan félli „sem blanda gerjaðrar drykkjarvöru og óáfengr- ar drykkjarvöru“. Kærandinn taldi þetta hins vegar ranga tollflokkun og kærði hana til nefndarinnar. Kærandi og tollgæslustjóri færðu ítarleg rök fyrir afstöðu sinni og komst yfirskattanefnd ný- lega að þeirri niðurstöðu að teið væri flokkað rétt með ákvörðun tollgæslustjóra undir tollskrár- númer yfir vörur með meira en 2,25% af hreinum vínanda að rúm- máli. Var kröfum kærandans því hafnað. Deilt um flokkun á gerjuðu tei YFIRSKATTANEFND HAFNAÐI KÆRU VEGNA ÁLITS TOLLSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.