Morgunblaðið - 20.02.2021, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 20.02.2021, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2021 Hlaupum hraðar - slítum fjötrana og sækjum tækifærin Landsmönnum öllum er boðið á Iðnþing 2021 í beinni útsendingu fimmtudaginn 4. mars kl. 13.00–14.30. Það er mikilvægt að leggja línur og hvetja til þess að störfum verði fjölgað og verðmæti aukin. Á Iðnþingi 2021 verður kastljósinu beint að þeim hindrunum sem ryðja þarf úr vegi á næstu 12 mánuðum til að mögulegt verði að sækja þau tækifæri sem geta skapað auknar gjaldeyristekjur og aukið nauðsynlega viðspyrnu í efnahagslífinu. IÐNÞING 2021 Skráning á si.is Yfirskattanefnd hefur snúið við þeirri niðurstöðu ríkisskattstjóra að kostnaður við grafínhúðun bifreiðar félli ekki undir átakið Allir vinna og eigandi bílsins ætti því ekki rétt á endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna bílaviðgerða. Eigandi bílsins kærði ákvörðun skattsins til yfirskattanefndar sem féllst á kröfu kæranda um að hann ætti rétt á endurgreiðslu virðis- aukaskatts vegna vinnu við grafín- lakkvarnarmeðferð á fólksbifreið hans. Þótti slík yfirborðsmeðferð frekast verða lögð að jöfnu við al- mennar lakkviðgerðir bifreiða sem telja yrði að féllu undir lagaheimild til endurgreiðslu virðisaukaskatts. Féllst yfirskattanefnd ekki á sjón- armið ríkisskattstjóra að um væri að ræða lið í reglulegri umhirðu bílsins eða minni háttar viðhald og skv. reglugerð um endurgreiðslur virð- isaukaskatts fáist virðisaukaskattur ekki endugreiddur af slíkri vinnu. Fram kemur í úrskurði yfir- skattanefndar að eigandinn greiddi 170 þúsund kr. fyrir lakkvarnar- meðferðina á bifreiðinni og kom fram í kærunni að skv. lýsingu selj- anda þjónustunnar feli meðferðin í sér meiriháttar lagfæringu á lakk- yfirborði bifreiða sem síðan sé varið með ásetningu lakkvarnarhúðar. Taki meðferðin tvo til þrjá daga. Þá sagði hann að starfsmenn skattsins hefðu fullyrt að vinna við lakkvörn og lagfæringar á rispum félli undir átakið „Allir vinna“ og það hefði haft áhrif á þá ákvörðun hans að kaupa þjónustuna. Lögð að jöfnu við lakkviðgerð Í niðurstöðu yfirskattanefndar kemur fram ætla verði að ávinningur af slíkri meðferð sé einkum aukið slitþol lakkyfirborðs bifreiðar og skv. upplýsingum á heimasíðu selj- anda sé veitt fimm ára ábyrgð á með- ferðinni. Telja verði að slík yfir- borðsmeðferð verði frekast lögð að jöfnu við almennar lakkviðgerðir bif- reiða sem falli undir umrætt laga- ákvæði um endurgreiðslu virðis- aukaskattsins. Ekki verði talið að um hafi verið að ræða lið í reglulegri umhirðu bifreið- ar eða minniháttar viðhaldi hennar. Féllst nefndin því á að eigandinn ætti rétt á endurgreiðslu virðisauka- skatts að fjárhæð 32.903 krónur. omfr@mbl.is Meðferðin ekki talin vera viðhald  Yfirskattanefnd sneri við úrskurði skattsins og taldi bíleiganda eiga rétt á endurgreiðslu virðisauka- skatts af lakkvarnarmeðferð á fólksbifreið  Féll ekki undir reglulega umhirðu eða minni háttar viðhald Morgunblaðið/Sigurður Bogi Bílar Endurgreiðsluheimildin nær til vinnu við viðgerðir bifreiða. Ágreiningur um tollflokkun á inn- fluttu lífrænt ræktuðu tei sem blandað var hvítvíni var borinn undir yfirskattanefnd með kæru á síðasta ári. Kærandinn krafðist þess að ákvörðun tollgæslustjóra um að drykkurinn félli undir til- tekið tollskrárnúmer yrði felld úr gildi og yfirskattanefnd úrskurð- aði vöruna í nýjan tollflokk sem hæfði henni. Nefndin féllst ekki á það. Kærandinn í málinu óskaði í maí sl. eftir bindandi áliti tollyfirvalda á tollflokkun drykkjarins Copen- hagen Sparkling Tea. Um væri að ræða lífræna vöru án viðbætts sykurs, en þrjár tegundir hennar innihéldu 5% áfengi sem kæmi úr hvítvíni. Tollgæslustjóri gaf bind- andi álit um undir hvaða tollskrár- númer varan félli „sem blanda gerjaðrar drykkjarvöru og óáfengr- ar drykkjarvöru“. Kærandinn taldi þetta hins vegar ranga tollflokkun og kærði hana til nefndarinnar. Kærandi og tollgæslustjóri færðu ítarleg rök fyrir afstöðu sinni og komst yfirskattanefnd ný- lega að þeirri niðurstöðu að teið væri flokkað rétt með ákvörðun tollgæslustjóra undir tollskrár- númer yfir vörur með meira en 2,25% af hreinum vínanda að rúm- máli. Var kröfum kærandans því hafnað. Deilt um flokkun á gerjuðu tei YFIRSKATTANEFND HAFNAÐI KÆRU VEGNA ÁLITS TOLLSINS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.