Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar - 05.08.1954, Side 9

Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar - 05.08.1954, Side 9
>7% AFMÆLISBLAÐ ÞROTTAR Reykjavík — Ágúst 1954 --------------------------------------<$> Þróttu Einhverjum kynni að finnast það yfir- lætislegt að Knattspyrnufélagið Þróttur skuli ekki geta stillt sig um að gefa út blað á fimm ára afmælisdegi sínum, 5. ágúst 1954. En nokkurt efni er samt til útgáfunnar, þó félagið geti ekki stært sig af háum aldri. Stofnun knattspyrnu- félags, sem á fimm árum kemur sér upp kappliði í öllum flokkum, iðkar hand- bolta, skautahlaup og fleiri íþróttir með sæmilegum árangri, hefur deild fyrir skák og bridge með fjölmennum keppn- um, og síðast en ekki sízt — gefur ungu fólki heilla bæjarhluta kost á talsverðu félagslífi og frístundaverkefnum, er ekki hversdagslegur viðburður í íþróttalífi Reykjavíkur. Síðar meir mun torskilin sú staðreynd, að í nær 40 ár, frá 1911 til 1949 var ekkert knattspyrnufélag stofn- að í Reykjavík, allan þann tíma áttust við sömu f jögur félögin enda þótt íbúum borgarinnar fjölgaði þessi ár úr 12239 í 54707. Tvímælalaust hefur þessi stöðnun tafið þróun knattspyrnunnar og þess félagslífs sem heilbrigðu íþrótta- starfi er samfara. Því mun það ef til vill síðar talið enn meira atriði en nú, að Knattspyrnufélaginu Þrótti tekst þessi ár að brjóta ísinn, tekst að lifa og kom- ast yfir verstu byrjunarörðugleikana á fáum árum, og tekst það svo vel, að einn bezti forvígismaður íslenzkrar knatt- r 5 ára spyrnu og íþróttamála hefur að fyrir- sögn afmæliskveðju sinnar: Þetta félag getur ekki dáið. Með fimm ára starfi hef- ur Þróttur rutt þarna nýja braut. Þess mun ekki langt að bíða að fleiri knatt- spyrnufélög verði stofnuð í Reykjavík, og er það vel. Styrk sinn, þessi fyrstu ár, á Þróttur ekki sízt að þakka uppruna sínum á Grímsstaðaholti og í Skerjafirði. Stofn félagsins hefur verið og er æskufólk, sem áður var þaulkunnugt og samhent sem leikbræður og leiksystkini á þessum stöðum. Margir góðir liðsmenn og for- ystumenn hafa Þrótti bætzt úr öðrum bæjarhlutum. Þó mun fólkið á Gríms- staðaholti og í Skerjafirði, yngri og eldri, lengi telja Þrótt sitt félag, og ófá- ir foreldrar þar um slóðir eru Þrótti þakklátir fyrir þær mörgu stundir sem hann hefur laðað börn þeirra og ung- menni að hollum leik og íþróttum. Haldi Þróttur áfram sem horfir, kapp- kosti að innræta félagsmönnum sínum sannan íþróttaanda, forðist klíkuskap og þröngsýni, bjóði hvern góðan dreng velkominn til starfs og leiks, mun vöxt- ur félagsins verða jafn og heilbrigður og þáttur þess í íþróttalífi Reykjavíkur farsæll og bætandi. Megi svo verða. Sigurður Guðmuntlssoii íAÚDSSÓKASATn} ■V? < 96290 |

x

Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar
https://timarit.is/publication/1572

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.