Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar - 05.08.1954, Síða 12

Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar - 05.08.1954, Síða 12
í'yrsta stjórn Þróttar 1949-’50. Fremri röð frá vinstri: Eyjólfur Jónsson gjalcl- keri, Halldór Sigurðsson formaður, Ernil Emils ritari. Efri riið frá vinstri: Haukur Tómasson vararitari, Jón Guðmundsson varaformaður, Ari Jórtsson varagjaldkeri. syni í Björnshúsi (Arnargötu 15), Ólaf Ólafsson, Ólaf Jóns- son, Þorkel Magnússon, hnefa leikarann, að ógleymdum markmönnunum, Magnúsi Vilhjálmssyni Wíum og Þor- birni Jónssyni. Allt voru þetta ágætir leikmenn. Einnig má nefna Gunnar Jónsson af Þrastargötunni, Gunnar Jóns- son, Eyvík, Hannes Bjarna- son (bróðurHauks Bjarnason ar í Fram), Hans Vilhjálms- son Wíum, Bergþór Ingjalds- son (hann lézt 2. maí 1948 að- eins 22 ára gamall, mesti efn- ispiltur), Viktor Sigurbjörns- son, en hann dó af slysförum árið 1948, aðeins 24 ára gam- all. Báðir voru þessir drengir hvers manns hugljúfi og vinsælir. Viktor heitinn var sonur hjónanna Sigríðar og 4 Afmœlisblað ÞRÓTTAR Andrésar á Gömlu-Gríms- stöðum. Einnig voru í þessum hóp Lárus Sigurgeirss., Ósk- ar Nikulásson. Eyjólfur Jóns- son og að ógleymdum Hall- dóri Sigurðssyni sem keppti alla leikina og stóð sig með prýði þó lang-elztur væri. Liðu svo nokkur ár að allt knattspyrnulíf lá í dróma. En á þessum árum var stofnað Ungmennafélag á Gríms- staðaholti og stóð það í blóma næstu ár. Keyptur var her- mannabraggi og hann reistur niður við Grímsstaðavör. Voru þar haldnar skemmtan- ir, t. d. spilakvöld, taflæfingar og dansleikir. Einnig var á þeim árum farnar nokkrar skemmtiferðir upp í sveit. En svo dofnaði áhuginn, fólk hætti að sækja skemmtanirn- ar. Að vísu gerðu forustu- menn félagsins virðingaverð- ar tilraunir til þess að vekja upp áhugann að nýju, en ár- angurslaust. Mín skoðun er sú, að félaginu hefði vegnað betur ef það hefði látið íþrótt- irnar meira til sín taka. Það er eiginlegt æskunni að reyna sig í hvers konar íþróttum og lenda í kappraunum. Að vísu var hnefaleikadeild starfandi undir leiðsögn Þorkels Magn- ússonar. En það var ekki nóg. Áhuginn fyrir knattspyrn- unni var drengjunum í blóð borin, og hana vantaði. Svo var það seinni hluta sumars árið 1949 að við Hall- dór komum saman eitt kvöld og barst meðal annars talið að kappleikjunum forðum og þótti báðum leitt, að öll knatt- spyrna lægi niðri hjá drengj- unum. Datt okkur þá í hug að Bjarni Bjarnason 2. formaður Þróttar

x

Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar
https://timarit.is/publication/1572

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.